SUB: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafnar víðu samráði

Samtök ungra bænda (SUB) gagnrýna harðlega þá ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, að leysa upp samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga.

Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson
Auglýsing

Sam­tök ungra bænda gagn­rýna harð­lega þá ákvörðun sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, að leysa upp sam­ráðs­hóp um end­ur­skoðun búvöru­samn­inga. Þess í stað verður skip­aður nýr sam­ráðs­hópur þar sem fækkað er um nærri helm­ing í hópn­um. Með því hverfur ráð­herra frá þeirri stefnu að ná skuli víð­tækri sátt og skiln­ingi margra aðila um búvöru­samn­inga, eins og nauð­syn­legt er. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá SUB sem birt­ist í morg­un­.  

Í ályktun sem stjórn SUB sam­þykkti á fundi sínum þann 18. jan­úar síð­ast­lið­inn segir meðal ann­ars að með þessu sé víð­tæku sam­ráði hafnað og þess í stað horfið til for­tíðar þar sem fáir komi að borð­inu. Hvorki sé hafður með full­trúi úr umhverf­is­ráðu­neyt­inu, sem á þó marga snertifleti með land­bún­að­in­um, né heldur frá ungum bændum sem lengst þurfa að búa eftir þeirri stefnu sem mörkuð er núna.

Auglýsing

Segir enn fremur í til­kynn­ing­unni að sam­tökin skori á ráð­herra að end­ur­skoða þessa ákvörðun og halda stærð hóps­ins óbreyttri svo hann geti staðið undir nafni sem sam­ráðs­hóp­ur.

End­ur­skipað í sam­ráðs­hóp

Þor­­gerður Katrín Gunn­­ar­s­dótt­ir, þáver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, end­­ur­­skip­aði í sam­ráðs­hóp um end­­ur­­skoðun búvöru­­samn­inga í jan­úar í fyrra. Sam­­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu á þeim tíma var sér­­stak­­lega horft til þess að auka vægi umhverf­is- og neyt­enda­­sjón­­ar­miða í hópn­­um. 

Mat ráð­herra á þeim tíma var að mik­il­vægt hefði verið að víð­tæk sam­vinna og sátt myndi nást við breyt­ingar á búvöru­­samn­ingi og búvöru­lög­­um. Í stjórn­­­ar­sátt­­mála segði m.a. „… að við þessar breyt­ingar verði lögð áhersla á hags­muni og val­frelsi neyt­enda og bænda. Áfram verði tryggð fram­­leiðsla heil­­næmra, inn­­­lendra afurða í umhverf­is­vænum og sam­keppn­is­hæfum land­­bún­­að­i.“  Breið aðkoma hags­muna­að­ila við end­­ur­­skoðun búvöru­­samn­ings hefði því verið því nauð­­syn­­leg.

Sam­ráðs­hóp­ur­inn minnkar á ný

Krist­ján Þór ákvað í lok síð­asta árs að end­ur­skipa enn á ný sam­ráðs­hóp um end­ur­skoðun búvöru­samn­inga.

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins þann 27. des­em­ber síð­ast­lið­inn segir að upp­haf­lega hafi verið lagt upp með að skip­aður yrði sjö manna sam­ráðs­hópur en í tíð tveggja síð­ustu rík­is­stjórna hafi full­trúum fjölg­aði í 13. Nú hafi verið ákveðið fækka þeim að nýju og verði óskað eftir nýjum til­nefn­ingum á næstu dög­um. Tryggt verði að störf hóps­ins end­ur­spegli áform búvöru­laga um „að­komu afurða­stöðva, atvinnu­lífs, bænda, laun­þega og neyt­enda að end­ur­skoð­un­inn­i.“

Segir jafn­framt í til­kynn­ing­unni að sam­ráðs­hópnum verði sent erind­is­bréf sem taki mið af þeim umræðum sem fram fóru á Alþingi þegar gild­andi búvöru­lög voru sam­þykkt og þeim áherslum sem fram koma í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Lögð verði áhersla á að hóp­ur­inn ljúki störfum sem fyrst og eigi síðar en í lok árs 2018.

Ályktun SUB

Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, hefur með ákvörðun sinni um að skipa upp á nýtt í end­ur­skoð­un­ar­nefnd búvöru­samn­inga hafnað því að víð­tækt sam­ráð skuli við­haft við end­ur­skoð­un­ina. Þess í stað á nú að fækka um helm­ing í nefnd­inni og hverfa aftur til for­tíðar þar sem fáir koma að borð­inu. Ráð­herra hverfur því frá þeirri stefnu að ná skuli víð­tækri sátt og skiln­ing margra aðila um búvöru­samn­inga. Hvorki er hafður með full­trúi úr umhverf­is­ráðu­neyt­inu, sem á þó marga snertifleti með land­bún­að­in­um, né heldur frá ungum bændum sem lengst þurfa að búa eftir þeirri stefnu sem mörkuð er núna.

Sam­tök ungra bænda mót­mæla þessarri stefnu­breyt­ingu ráð­herra og harma að ekk­ert sam­ráð skuli hafa verið haft við sam­tökin áður en ákvörðun var tekin um upp­lausn hóps­ins. Skorað er á ráð­herra að end­ur­skoða þessa ákvörðun og halda stærð hóps­ins óbreyttri svo hann geti staðið undir nafni sem sam­ráðs­hóp­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent