Fjögur sækjast eftir þriðja sæti Samfylkingarinnar

Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi hefur lýst yfir framboði í 3. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi vill það þriðja líka sem og Skúli Helgason og Aron Leví Beck.

Samfylkingin framboð
Auglýsing

Fjórir sækj­ast eftir þriðja sæt­inu á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík. Flokksval fer fram þann 10. febr­ú­ar.

Sabine Leskopf vara­borg­ar­full­trúi sendi út yfir­lýs­ingu í gær þar sem hún býður sig fram í 3.-4. sæti í próf­kjör­inu. Hún hefur verið vara­borg­ar­full­trúi frá árinu 2014, setið fyrir hönd Sam­fylk­ing­ar­innar í skóla- og frí­stunda­ráði og mann­réttinda­ráði, verið for­maður heil­brigð­is­nefndar og vara­maður í inn­kaupa­ráði.

Sabine er upp­haf­lega frá Þýska­landi en hefur búið á Íslandi frá árinu 2000. Hún er menntuð í við­skipta­fræði, erlendum tungu­málum og kennslu­fræði. Sabine leggur áherslu á inn­flytj­enda­mál og hefur meðal ann­ars gegnt emb­ætti for­manns Sam­taka kvenna af erlendum upp­runa.

Auglýsing

Í dag sendi síðan Hjálmar Sveins­son borg­ar­full­trúi frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann sæk­ist eftir 3. sæt­inu. Hann hefur verið kjör­inn borg­ar­full­trúi frá árinu 2014 og seg­ist sem for­maður umhverf­is- og skipu­lags­ráðs hafa beitt sér í þágu þétts og mann­væns borg­ar­um­hverf­is. Hjálmar vill efla val­kosti á hús­næð­is­mark­aði og í sam­göng­um. Berj­ast fyrir því að borg­ar­línan verði til, fái pláss og fjár­magn, byggður verði flug­völlur í Hvassa­hrauni til að hægt verði að byggja upp í Vatns­mýr­inni.

Áður höfðu þeir Aron Leví Beck for­maður ungra jafn­að­ar­manna í Reykja­vík og borg­ar­full­trú­inn Skúli Helga­son lýst yfir fram­boði í 3. sætið í for­vali Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eimskip biðst afsökunar á að skip hafi verið endurunnin í Indlandi
Eimskip segir að sér þyki leitt að tvö skip félagsins hafi endað í endurvinnslu í Indlandi, þar sem kröfur um aðbúnað starfs­­­manna og umhverf­is­á­hrif nið­­­ur­rifs­ins eru mun lak­­­ari en í Evr­­­ópu.
Kjarninn 30. september 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Losun frá umferð og úrgangi dregst saman
Kjarninn 30. september 2020
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent