Sviðslistanemendur LHÍ fara í skólagjaldaverkfall

Nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands ætla ekki að greiða skólagjöld vorannar í ár vegna bágrar aðstöðu og þjónustu. Myglað, lekandi og óeinangrað húsnæði meðal umkvörtunarefna.

Fríða Björk Ingvarsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands.
Fríða Björk Ingvarsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands.
Auglýsing

Nem­endur sviðs­lista­deildar Lista­há­skóla Íslands ætla ekki að greiða skóla­gjöld vor­annar 2018. Í til­kynn­ingu frá nem­end­unum kemur fram að slæm aðstaða deild­ar­innar og síversn­andi þjón­usta við nem­endur hennar komi í veg fyrir að þau geti stundað nám í list­greinum sínum eins og lagt var upp með þegar skóla­ganga þeirra við Lista­há­skóla Íslands hófst.

„Við teljum okkur hafa verið svikin um þá þjón­ustu og aðstöðu til náms sem okkur var lof­að. Þessi aðgerð er því ekki aðeins gerð í mót­mæla­skyni til að hreyfa við stjórn og stjórn­endum skól­ans, heldur á grund­velli þess að algjör for­sendu­brestur hafi orðið í við­skipta­sam­bandi okkar við skól­ann,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þau segj­ast árum saman hafa kvartað yfir slæmum aðbún­aði og þjón­ustu við sig án þess að komið hafi verið til móts við þau með full­nægj­andi hætti. Þvert á móti hafa aðstæður nem­enda deild­ar­innar versnað sam­hliða því að skóla­gjöld hækka með hverju ári sem líð­ur.

Auglýsing

„Þol­in­mæði okkar er á þrot­um. Okkur er því sá einn kostur fær að halda eftir skóla­gjöldum þess­arar annar enda um alvar­legan for­sendu­brest að ræða af hálfu skól­ans.“

Þau hyggj­ast auk þess ganga út úr skól­anum eftir hádegi á afhend­ing­ar­degi bréfs­ins, í dag, og mæta ekki í skól­ann eftir hádegi í mót­mæla­skyni. Biðja þau stjórn skól­ans að taka afstöðu til kröf­unnar og birta rök­studda ákvörðun sína fyrir mánu­dag­inn 5. febr­ú­ar.

Í for­sendu­brest­inum felst meðal ann­ars að hús­næði Lista­há­skól­ans við Sölv­hóls­götu 13 henti hvorki til rekst­urs háskóla né iðk­unar sviðs­lista. Þar sé ekki aðgengi fyrir fatl­aða sem er brot á lög­um, hús­næðið sé sýkt af myglu sem og í nið­ur­níðslu. Svo dæmi sé tekið sé það dag­legt brauð að leki úr skólprörum og úr lofti í rýmum skól­ans. Engin les- eða vinnu­að­staða sé til stað­ar, ekk­ert mötu­neyti né bóka­safn og önnur rými sem nem­endur hafa til notk­unar í list­sköpun sinni henta ekki við iðkun sviðs­lista. Sem dæmi um þetta er að dans­stúdíó skól­ans er óein­angr­aður skúr.

Nem­end­urnir kvarta einnig yfir því að utan­að­kom­andi aðilar fái ítrekað aðgang að rýmum sem þau eigi að hafa til umráða og greiði fyrir með skóla­gjöldum sín­um. Þá sé aðeins einn tækni­maður við störf sem þjón­ustar tæp­lega 50 nem­endur deild­ar­innar sem eru allir að vinna að sýn­ingum á sama tíma, auk ann­arra umkvört­un­ar­efna.

Hægt er að lesa bréfið í heild sinni hér.

Þau segja sig hafa verið svikin um bæði þjón­ustu og aðstöðu til náms sem þeim var lof­að. Öll hafi þau ástríðu fyrir námi sínu og vilji gera allt til að stunda það af metn­aði, en óvið­un­andi aðstæður geri þeim það nær ómögu­legt. „Lista­há­skól­inn er eini skól­inn á Íslandi sem kennir sviðs­listir á háskóla­stigi og hafa metn­að­ar­fullir nem­endur því neyðst til að stætta sig við aðstæð­urnar allt of leng­i.“

Nem­end­urnir segj­ast inna af hendi greiðslu skóla­gjalda gegn því að háskóla­stofn­unin upp­fylli skil­yrði til náms sam­kvæmt 3. grein laga um háskóla. Núver­andi ástandi verði ekki lýst með þeim hætti að LHÍ hafi staðið við skuld­bind­ingu sam­kvæmt slíkum samn­ingi sam­kvæmt lög­un­um.

Undir til­kynn­ing­una rita allir nem­endur sviðs­lista­deild­ar, auk þess sem nem­endur ann­arra deilda skól­ans leggja stuðn­ing sinn við bréf­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent