Sviðslistanemendur LHÍ fara í skólagjaldaverkfall

Nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands ætla ekki að greiða skólagjöld vorannar í ár vegna bágrar aðstöðu og þjónustu. Myglað, lekandi og óeinangrað húsnæði meðal umkvörtunarefna.

Fríða Björk Ingvarsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands.
Fríða Björk Ingvarsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands.
Auglýsing

Nem­endur sviðs­lista­deildar Lista­há­skóla Íslands ætla ekki að greiða skóla­gjöld vor­annar 2018. Í til­kynn­ingu frá nem­end­unum kemur fram að slæm aðstaða deild­ar­innar og síversn­andi þjón­usta við nem­endur hennar komi í veg fyrir að þau geti stundað nám í list­greinum sínum eins og lagt var upp með þegar skóla­ganga þeirra við Lista­há­skóla Íslands hófst.

„Við teljum okkur hafa verið svikin um þá þjón­ustu og aðstöðu til náms sem okkur var lof­að. Þessi aðgerð er því ekki aðeins gerð í mót­mæla­skyni til að hreyfa við stjórn og stjórn­endum skól­ans, heldur á grund­velli þess að algjör for­sendu­brestur hafi orðið í við­skipta­sam­bandi okkar við skól­ann,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þau segj­ast árum saman hafa kvartað yfir slæmum aðbún­aði og þjón­ustu við sig án þess að komið hafi verið til móts við þau með full­nægj­andi hætti. Þvert á móti hafa aðstæður nem­enda deild­ar­innar versnað sam­hliða því að skóla­gjöld hækka með hverju ári sem líð­ur.

Auglýsing

„Þol­in­mæði okkar er á þrot­um. Okkur er því sá einn kostur fær að halda eftir skóla­gjöldum þess­arar annar enda um alvar­legan for­sendu­brest að ræða af hálfu skól­ans.“

Þau hyggj­ast auk þess ganga út úr skól­anum eftir hádegi á afhend­ing­ar­degi bréfs­ins, í dag, og mæta ekki í skól­ann eftir hádegi í mót­mæla­skyni. Biðja þau stjórn skól­ans að taka afstöðu til kröf­unnar og birta rök­studda ákvörðun sína fyrir mánu­dag­inn 5. febr­ú­ar.

Í for­sendu­brest­inum felst meðal ann­ars að hús­næði Lista­há­skól­ans við Sölv­hóls­götu 13 henti hvorki til rekst­urs háskóla né iðk­unar sviðs­lista. Þar sé ekki aðgengi fyrir fatl­aða sem er brot á lög­um, hús­næðið sé sýkt af myglu sem og í nið­ur­níðslu. Svo dæmi sé tekið sé það dag­legt brauð að leki úr skólprörum og úr lofti í rýmum skól­ans. Engin les- eða vinnu­að­staða sé til stað­ar, ekk­ert mötu­neyti né bóka­safn og önnur rými sem nem­endur hafa til notk­unar í list­sköpun sinni henta ekki við iðkun sviðs­lista. Sem dæmi um þetta er að dans­stúdíó skól­ans er óein­angr­aður skúr.

Nem­end­urnir kvarta einnig yfir því að utan­að­kom­andi aðilar fái ítrekað aðgang að rýmum sem þau eigi að hafa til umráða og greiði fyrir með skóla­gjöldum sín­um. Þá sé aðeins einn tækni­maður við störf sem þjón­ustar tæp­lega 50 nem­endur deild­ar­innar sem eru allir að vinna að sýn­ingum á sama tíma, auk ann­arra umkvört­un­ar­efna.

Hægt er að lesa bréfið í heild sinni hér.

Þau segja sig hafa verið svikin um bæði þjón­ustu og aðstöðu til náms sem þeim var lof­að. Öll hafi þau ástríðu fyrir námi sínu og vilji gera allt til að stunda það af metn­aði, en óvið­un­andi aðstæður geri þeim það nær ómögu­legt. „Lista­há­skól­inn er eini skól­inn á Íslandi sem kennir sviðs­listir á háskóla­stigi og hafa metn­að­ar­fullir nem­endur því neyðst til að stætta sig við aðstæð­urnar allt of leng­i.“

Nem­end­urnir segj­ast inna af hendi greiðslu skóla­gjalda gegn því að háskóla­stofn­unin upp­fylli skil­yrði til náms sam­kvæmt 3. grein laga um háskóla. Núver­andi ástandi verði ekki lýst með þeim hætti að LHÍ hafi staðið við skuld­bind­ingu sam­kvæmt slíkum samn­ingi sam­kvæmt lög­un­um.

Undir til­kynn­ing­una rita allir nem­endur sviðs­lista­deild­ar, auk þess sem nem­endur ann­arra deilda skól­ans leggja stuðn­ing sinn við bréf­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent