Fast skotið í verkalýðsbaráttunni

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR svarar Sigurði Bessasyni fráfarandi formanni Eflingar fullum hálsi eftir að Sigurður blandaði Sósíalistaflokknum í baráttuna um Eflingu.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Auglýsing

„Ör­vænt­ingin leynir sér ekki hjá Sig­urði Bessa­syni frá­far­andi for­manni Efl­ing­ar,“ segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR í stöðu­upp­færslu á Face­book.

Hann segir Sig­urð gefa í skyn að mót­fram­bjóð­andi upp­still­ing­ar­nefndar til for­manns Efl­ingar sé ekk­ert annað en vilja­laust verk­færi ein­hverra karla út í bæ. Þannig taki hann ekki aðeins afstöðu gegn sínum eigin félög­um, sem hafa lýð­ræð­is­legan rétt á að bjóða sig fram til trún­að­ar­starfa fyrir félag­ið, heldur sýni hann fram­bjóð­and­an­um, Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, fádæma kven­fyr­ir­litn­ingu.

Sig­urður segir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að óvana­legt sé að utan­að­kom­andi póli­tískt afl kalli eftir því að boðið sé fram í stétt­ar­fé­lagi sem og að for­maður í stétt­ar­fé­lagi blandi sér með beinum hætti inn í stétta­bar­áttu í öðrum stétt­ar­fé­lög­um. Vísar hann þar til stuðn­ings Ragn­ars á fram­boði Sól­veigar og störfum hennar fyrir Sós­í­alista­flokk Íslands, sem er undir for­ystu Gunn­ars Smára Egils­son­ar. Í Morg­un­blað­inu segir Sig­urður að ljóst sé að með fram­boði hennar sé Sós­í­alista­flokk­ur­inn kom­inn fram með sinn fram­bjóð­anda til for­ystu stétt­ar­fé­lags­ins og hefur efa­semdir um blöndu verka­lýðs­bar­áttu og flokkspóli­tík­ur.

Auglýsing

Ragnar segir að þess­ari „karl­rembu risa­eðlu“ hefði verið nær að mæta á opinn fund um Vor í verkó, þar sem fram­bjóð­endur kynntu sig og sínar áhersl­ur, til að skilja út á hvað fram­boðið gengur og kannski hlusta á gras­rót­ina svona einu sinni.

„Sól­veig Anna Jóns­dóttir fram­bjóð­andi til for­manns Efl­ingar er að boða nýja og rót­tæka tíma tíma í verka­lýðs­bar­áttu hún er örugg­lega her­skárri og rót­tæk­ari heldur en ég verð nokkurn tíma og þarf enga hjálp við það sem hún og hennar listi er að gera. Sig­urði Bessa­syni er frjálst að gera lítið úr Sól­veigu og hennar fólki og mér er frjálst að hafa skoð­anir á því hvort ég styðji gras­rót allra stétt­ar­fé­laga til góðra verka eða ekki,“ segir Ragn­ar.

Hann segir það eins og að skjóta tívolí­bombum úr gróð­ur­húsi þegar Gylfi Arn­björns­son for­maður ASÍ eða Sig­urður reyni að tengja fram­boð­inu ein­hverjum póli­tískum öflum með nei­kvæðum hætti og sýni best þá örvænt­ingu sem gripið hefur um sig meðal þeirra. Margir spenar séu í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og margir sem sjúgi fast. En það sé líka mik­ill mannauður í hreyf­ing­unni, starfs­fólk stétt­ar­fé­laga sem fái ekki að blómstra vegna gjald­þrota hug­mynda­fræði örfárra.

„Það er þekkt póli­tísk aðferð­ar­fræði að rétta kyndil­inn áfram til þeirra sem ekki eru lík­legir til að rugga bátnum eða fara gegn hug­mynda­fræði þeirra sem rétta hann áfram. Fyrir þá sem þríf­ast í vellyst­ingum eins og hrossa­fl­ugur í mykju­haug eigin hug­mynda um vel­ferð og lífs­gæði í skjóli lág­launa­stefnu, okur­vaxta, trausts og reynslu, þurfa nú loks að svara sínum eigin félags­mönnum sem ekki hafa aðgang að lok­uðum fundum elít­unnar sem hand­velur vand­lega fund­ar­menn.“

Ragnar seg­ist að lokum mæta reglu­lega á fundi allra stjórn­mála­flokka. Hann tali við gras­rót­ina, heim­sæki fyr­ir­tækin og haldi reglu­lega fundi með sínu bak­landi. Hann hafi hlustað á fram­bjóð­endur til stjórnar Efl­ingar og fram­bæri­legri hóp af fólki hafi hann ekki séð lengi. Hver ræðan á fætur annarri veitti honum slíkan inn­blástur að hann fékk gæsa­húð.

„Það eru meiri líkur á að Sól­veig Anna leiði næstu bylt­ingu stétt­anna en ég. Ég vona það alla­vega því þarna fer mikið for­ystu efni sem þarf enga hjálp frá einum eða nein­um, allra síst gömlum risa­eðlum sem hreiðrað hafa um sig innan hreyf­ing­ar­innar og byggt í kringum sig múra frá sauð­svartri Alþýð­unn­i.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent