Fast skotið í verkalýðsbaráttunni

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR svarar Sigurði Bessasyni fráfarandi formanni Eflingar fullum hálsi eftir að Sigurður blandaði Sósíalistaflokknum í baráttuna um Eflingu.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Auglýsing

„Ör­vænt­ingin leynir sér ekki hjá Sig­urði Bessa­syni frá­far­andi for­manni Efl­ing­ar,“ segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR í stöðu­upp­færslu á Face­book.

Hann segir Sig­urð gefa í skyn að mót­fram­bjóð­andi upp­still­ing­ar­nefndar til for­manns Efl­ingar sé ekk­ert annað en vilja­laust verk­færi ein­hverra karla út í bæ. Þannig taki hann ekki aðeins afstöðu gegn sínum eigin félög­um, sem hafa lýð­ræð­is­legan rétt á að bjóða sig fram til trún­að­ar­starfa fyrir félag­ið, heldur sýni hann fram­bjóð­and­an­um, Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, fádæma kven­fyr­ir­litn­ingu.

Sig­urður segir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að óvana­legt sé að utan­að­kom­andi póli­tískt afl kalli eftir því að boðið sé fram í stétt­ar­fé­lagi sem og að for­maður í stétt­ar­fé­lagi blandi sér með beinum hætti inn í stétta­bar­áttu í öðrum stétt­ar­fé­lög­um. Vísar hann þar til stuðn­ings Ragn­ars á fram­boði Sól­veigar og störfum hennar fyrir Sós­í­alista­flokk Íslands, sem er undir for­ystu Gunn­ars Smára Egils­son­ar. Í Morg­un­blað­inu segir Sig­urður að ljóst sé að með fram­boði hennar sé Sós­í­alista­flokk­ur­inn kom­inn fram með sinn fram­bjóð­anda til for­ystu stétt­ar­fé­lags­ins og hefur efa­semdir um blöndu verka­lýðs­bar­áttu og flokkspóli­tík­ur.

Auglýsing

Ragnar segir að þess­ari „karl­rembu risa­eðlu“ hefði verið nær að mæta á opinn fund um Vor í verkó, þar sem fram­bjóð­endur kynntu sig og sínar áhersl­ur, til að skilja út á hvað fram­boðið gengur og kannski hlusta á gras­rót­ina svona einu sinni.

„Sól­veig Anna Jóns­dóttir fram­bjóð­andi til for­manns Efl­ingar er að boða nýja og rót­tæka tíma tíma í verka­lýðs­bar­áttu hún er örugg­lega her­skárri og rót­tæk­ari heldur en ég verð nokkurn tíma og þarf enga hjálp við það sem hún og hennar listi er að gera. Sig­urði Bessa­syni er frjálst að gera lítið úr Sól­veigu og hennar fólki og mér er frjálst að hafa skoð­anir á því hvort ég styðji gras­rót allra stétt­ar­fé­laga til góðra verka eða ekki,“ segir Ragn­ar.

Hann segir það eins og að skjóta tívolí­bombum úr gróð­ur­húsi þegar Gylfi Arn­björns­son for­maður ASÍ eða Sig­urður reyni að tengja fram­boð­inu ein­hverjum póli­tískum öflum með nei­kvæðum hætti og sýni best þá örvænt­ingu sem gripið hefur um sig meðal þeirra. Margir spenar séu í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og margir sem sjúgi fast. En það sé líka mik­ill mannauður í hreyf­ing­unni, starfs­fólk stétt­ar­fé­laga sem fái ekki að blómstra vegna gjald­þrota hug­mynda­fræði örfárra.

„Það er þekkt póli­tísk aðferð­ar­fræði að rétta kyndil­inn áfram til þeirra sem ekki eru lík­legir til að rugga bátnum eða fara gegn hug­mynda­fræði þeirra sem rétta hann áfram. Fyrir þá sem þríf­ast í vellyst­ingum eins og hrossa­fl­ugur í mykju­haug eigin hug­mynda um vel­ferð og lífs­gæði í skjóli lág­launa­stefnu, okur­vaxta, trausts og reynslu, þurfa nú loks að svara sínum eigin félags­mönnum sem ekki hafa aðgang að lok­uðum fundum elít­unnar sem hand­velur vand­lega fund­ar­menn.“

Ragnar seg­ist að lokum mæta reglu­lega á fundi allra stjórn­mála­flokka. Hann tali við gras­rót­ina, heim­sæki fyr­ir­tækin og haldi reglu­lega fundi með sínu bak­landi. Hann hafi hlustað á fram­bjóð­endur til stjórnar Efl­ingar og fram­bæri­legri hóp af fólki hafi hann ekki séð lengi. Hver ræðan á fætur annarri veitti honum slíkan inn­blástur að hann fékk gæsa­húð.

„Það eru meiri líkur á að Sól­veig Anna leiði næstu bylt­ingu stétt­anna en ég. Ég vona það alla­vega því þarna fer mikið for­ystu efni sem þarf enga hjálp frá einum eða nein­um, allra síst gömlum risa­eðlum sem hreiðrað hafa um sig innan hreyf­ing­ar­innar og byggt í kringum sig múra frá sauð­svartri Alþýð­unn­i.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent