Þingmaður Viðreisnar hefði kosið öðruvísi í Landsréttarmálinu í dag

Þegar tillaga um að lengja málsmeðferðartíma í Landsréttarmálinu var felld með einu atkvæði í júní 2017 þá var það gert með öllum atkvæðum þingmanna Viðreisnar. Jón Steindór Valdimarsson segir að nýjar upplýsingar setji stuðningin við málið í nýtt ljós.

Jón Steindór Valdimarsson
Auglýsing

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar, segir að upp­lýs­ingar um ráð­legg­ingar sér­fræð­inga til Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra um Lands­rétt­ar­málið setji ákvörðun flokks hans um stuðn­ing við málið í nýtt ljós. Hann segir að flokk­ur­inn hefði stutt að málið fengi lengri umfjöllun í þing­inu ef kosið væri um það í dag. „Ég gengst við því að ég studdi ákvörðun ráð­herr­ans þannig að það eru mér sjálfum sér­stak­lega mikil von­brigði að kom­ast að því að allir helstu sér­fræð­ingar stjórn­kerf­is­ins hafi ráð­lagt ráð­herr­anum að fara aðra leið.

Hún kaus að gera okkur enga grein fyrir því,“ segir Jón Stein­dór í sam­tali við Kjarn­ann.  

Á loka­metrum vor­þings áttu sér stað átök um skipun 15 nýrra dóm­ara við Lands­rétt. Dóms­mála­ráð­herra hafði þá vikið frá hæfn­is­mati dóm­nefndar og til­nefnt fjóra dóm­ara sem nefndin hafði ekki talið hæf­asta, en fjar­lægt aðra fjóra af list­an­um. Málið varð síð­ustu rík­is­stjórn, sem í sátu Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn og Björt fram­tíð mjög erfitt og er þegar farið að þvæl­ast fyrir þeirri nýju, sér­stak­lega eftir að Hæsti­réttur komst að þeirri nið­ur­stöðu í des­em­ber að ráð­herr­ann hefði brotið lög.

Í morgun var tek­ist á um málið á Alþingi. Á meðal þeirra sem stigu í pontu og gagn­rýndu Sig­ríði Á. And­er­sen voru þrír þing­menn Við­reisn­ar, þau Þor­steinn Víglunds­son, Hanna Katrín Frið­riks­son og Jón Stein­dór Valdi­mars­son. Þau studdu öll til­lögu dóms­mála­ráð­herra og kusu með henni þegar atkvæði voru greidd á Alþingi 1. júní 2017. Til­laga Sig­ríðar um skipun dóm­ara við Lands­rétt var á end­anum sam­þykkt með 31 atkvæði þáver­andi stjórn­ar­þing­manna. Brynjar Níels­son var eini stjórn­ar­þing­mað­ur­inn sem greiddi ekki atkvæði þar sem eig­in­kona hans var á meðal þeirra sem skip­aðir voru í Lands­rétt.

Auglýsing
Áður en kosið var um málið var kosið um frá­vís­un­ar­til­lögu sem gerði ráð fyrir að máls­með­ferð­ar­tími yrði lengdur til að gefa dóms­mála­ráð­herra svig­rúm til að sinna rann­sókn­ar­skyldu sinni. Sú til­laga var felld með 31 atkvæði sömu stjórn­ar­þing­manna gegn 30 atkvæðum stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Einn stjórn­ar­and­stöðu­þing­mað­ur, Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, tók heldur ekki þátt í atkvæða­greiðsl­unum þar sem einn umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt, Ást­ráður Har­alds­son, er fyrr­ver­andi eig­in­maður henn­ar.

Sér­fræð­ingar vör­uðu við

Stundin birtir í síð­ustu viku gögn sem sýndu að sér­fræð­ingar þriggja ráðu­neyta vör­uðu Sig­ríði Á. And­er­sen ítrekað við því að breyt­ingar á lista dóm­nefndar um Lands­rétt­ar­dóm­ara gætu verið brot gegn stjórn­sýslu­lögum.

Gögn­in, sem eru m.a. tölvu­póstar og drög af því bréfi sem dóms­­mála­ráð­herra sendi Alþingi þegar hún ákvað að víkja frá mati dóm­­nefndar við til­­­nefn­ingu á 15 dóm­­urum við Lands­rétt.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. MYND: Bára Huld Beck.Í tölvu­­pósti frá Ragn­hildi Arn­ljóts­dótt­­ur, settum ráðu­­neyt­is­­stjóra dóms­­mála­ráðu­­neyt­is­ins í Lands­rétt­ar­mál­inu, sem sendur var á Sig­ríði dag­inn áður en ráð­herra til­­kynnti um ákvörðun sína um að gera breyt­ingar á nið­­ur­­stöðu hæf­is­­nefndar um skipun á dóm­­urum í Lands­rétt, kom fram að ráðu­­neyt­is­­stjór­inn taldi skorta á rök­­stuðn­­ing ráð­herr­ans. Þetta kom fram í kvöld­fréttum RÚV á þriðju­dag.

Málið var síðan til frek­ari umfjöll­unar í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveiki. Þar sagð­ist Sig­ríður hafa borið ábyrgð á mál­inu með því að fara með það í gegnum kosn­ingar þar sem hún náði end­ur­kjöri.

Hefðu hugsað sinn gang

Jón Stein­dór segir að þing­menn Við­reisn­ar, sem nú eru í stjórn­ar­and­stöðu, séu væg­ast sagt undr­andi yfir tíð­indum síð­ustu daga og að þeir hafi orðið fyrir miklum von­brigðum með að ráð­herr­ann hafi haft að engu við­var­anir sér­fræð­inga.

Þá séu það líka von­brigði að hún hafi kosið að segja ekki þing­inu, né þeim flokkum sem voru með Sjálf­stæð­is­flokknum í stjórn­ar­sam­starfi þegar ákvörð­unin var tek­in, frá við­vör­unum sér­fræð­ing­anna. „Ég gengst við því að ég studdi ákvörðun ráð­herr­ans þannig að það eru mér sjálfum sér­stak­lega mikil von­brigði að kom­ast að því að allir helstu sér­fræð­ingar stjórn­kerf­is­ins hafi ráð­lagt ráð­herr­anum að fara aðra leið. Hún kaus að gera okkur enga grein fyrir því.“

Aðspurður hvort að þing­menn Við­reisnar hefðu stutt málið ef þeir hefðu haft þær upp­lýs­ingar sem nú liggja fyrir þá segir Jón Stein­dór skýrt að þær setji málið í annað sam­hengi. „Ég held að við hefðum hugsað okkar gang. Það er alltaf erfitt að segja hvað maður hefði gert, en við hefðum örugg­lega stutt að málið myndi fá lengri umfjöllun í þing­inu. Þetta setur þessa ákvörðun og stuðn­ing við málið í nýtt ljós.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent