Þingmaður Viðreisnar hefði kosið öðruvísi í Landsréttarmálinu í dag

Þegar tillaga um að lengja málsmeðferðartíma í Landsréttarmálinu var felld með einu atkvæði í júní 2017 þá var það gert með öllum atkvæðum þingmanna Viðreisnar. Jón Steindór Valdimarsson segir að nýjar upplýsingar setji stuðningin við málið í nýtt ljós.

Jón Steindór Valdimarsson
Auglýsing

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar, segir að upp­lýs­ingar um ráð­legg­ingar sér­fræð­inga til Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra um Lands­rétt­ar­málið setji ákvörðun flokks hans um stuðn­ing við málið í nýtt ljós. Hann segir að flokk­ur­inn hefði stutt að málið fengi lengri umfjöllun í þing­inu ef kosið væri um það í dag. „Ég gengst við því að ég studdi ákvörðun ráð­herr­ans þannig að það eru mér sjálfum sér­stak­lega mikil von­brigði að kom­ast að því að allir helstu sér­fræð­ingar stjórn­kerf­is­ins hafi ráð­lagt ráð­herr­anum að fara aðra leið.

Hún kaus að gera okkur enga grein fyrir því,“ segir Jón Stein­dór í sam­tali við Kjarn­ann.  

Á loka­metrum vor­þings áttu sér stað átök um skipun 15 nýrra dóm­ara við Lands­rétt. Dóms­mála­ráð­herra hafði þá vikið frá hæfn­is­mati dóm­nefndar og til­nefnt fjóra dóm­ara sem nefndin hafði ekki talið hæf­asta, en fjar­lægt aðra fjóra af list­an­um. Málið varð síð­ustu rík­is­stjórn, sem í sátu Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn og Björt fram­tíð mjög erfitt og er þegar farið að þvæl­ast fyrir þeirri nýju, sér­stak­lega eftir að Hæsti­réttur komst að þeirri nið­ur­stöðu í des­em­ber að ráð­herr­ann hefði brotið lög.

Í morgun var tek­ist á um málið á Alþingi. Á meðal þeirra sem stigu í pontu og gagn­rýndu Sig­ríði Á. And­er­sen voru þrír þing­menn Við­reisn­ar, þau Þor­steinn Víglunds­son, Hanna Katrín Frið­riks­son og Jón Stein­dór Valdi­mars­son. Þau studdu öll til­lögu dóms­mála­ráð­herra og kusu með henni þegar atkvæði voru greidd á Alþingi 1. júní 2017. Til­laga Sig­ríðar um skipun dóm­ara við Lands­rétt var á end­anum sam­þykkt með 31 atkvæði þáver­andi stjórn­ar­þing­manna. Brynjar Níels­son var eini stjórn­ar­þing­mað­ur­inn sem greiddi ekki atkvæði þar sem eig­in­kona hans var á meðal þeirra sem skip­aðir voru í Lands­rétt.

Auglýsing
Áður en kosið var um málið var kosið um frá­vís­un­ar­til­lögu sem gerði ráð fyrir að máls­með­ferð­ar­tími yrði lengdur til að gefa dóms­mála­ráð­herra svig­rúm til að sinna rann­sókn­ar­skyldu sinni. Sú til­laga var felld með 31 atkvæði sömu stjórn­ar­þing­manna gegn 30 atkvæðum stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Einn stjórn­ar­and­stöðu­þing­mað­ur, Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, tók heldur ekki þátt í atkvæða­greiðsl­unum þar sem einn umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt, Ást­ráður Har­alds­son, er fyrr­ver­andi eig­in­maður henn­ar.

Sér­fræð­ingar vör­uðu við

Stundin birtir í síð­ustu viku gögn sem sýndu að sér­fræð­ingar þriggja ráðu­neyta vör­uðu Sig­ríði Á. And­er­sen ítrekað við því að breyt­ingar á lista dóm­nefndar um Lands­rétt­ar­dóm­ara gætu verið brot gegn stjórn­sýslu­lögum.

Gögn­in, sem eru m.a. tölvu­póstar og drög af því bréfi sem dóms­­mála­ráð­herra sendi Alþingi þegar hún ákvað að víkja frá mati dóm­­nefndar við til­­­nefn­ingu á 15 dóm­­urum við Lands­rétt.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. MYND: Bára Huld Beck.Í tölvu­­pósti frá Ragn­hildi Arn­ljóts­dótt­­ur, settum ráðu­­neyt­is­­stjóra dóms­­mála­ráðu­­neyt­is­ins í Lands­rétt­ar­mál­inu, sem sendur var á Sig­ríði dag­inn áður en ráð­herra til­­kynnti um ákvörðun sína um að gera breyt­ingar á nið­­ur­­stöðu hæf­is­­nefndar um skipun á dóm­­urum í Lands­rétt, kom fram að ráðu­­neyt­is­­stjór­inn taldi skorta á rök­­stuðn­­ing ráð­herr­ans. Þetta kom fram í kvöld­fréttum RÚV á þriðju­dag.

Málið var síðan til frek­ari umfjöll­unar í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveiki. Þar sagð­ist Sig­ríður hafa borið ábyrgð á mál­inu með því að fara með það í gegnum kosn­ingar þar sem hún náði end­ur­kjöri.

Hefðu hugsað sinn gang

Jón Stein­dór segir að þing­menn Við­reisn­ar, sem nú eru í stjórn­ar­and­stöðu, séu væg­ast sagt undr­andi yfir tíð­indum síð­ustu daga og að þeir hafi orðið fyrir miklum von­brigðum með að ráð­herr­ann hafi haft að engu við­var­anir sér­fræð­inga.

Þá séu það líka von­brigði að hún hafi kosið að segja ekki þing­inu, né þeim flokkum sem voru með Sjálf­stæð­is­flokknum í stjórn­ar­sam­starfi þegar ákvörð­unin var tek­in, frá við­vör­unum sér­fræð­ing­anna. „Ég gengst við því að ég studdi ákvörðun ráð­herr­ans þannig að það eru mér sjálfum sér­stak­lega mikil von­brigði að kom­ast að því að allir helstu sér­fræð­ingar stjórn­kerf­is­ins hafi ráð­lagt ráð­herr­anum að fara aðra leið. Hún kaus að gera okkur enga grein fyrir því.“

Aðspurður hvort að þing­menn Við­reisnar hefðu stutt málið ef þeir hefðu haft þær upp­lýs­ingar sem nú liggja fyrir þá segir Jón Stein­dór skýrt að þær setji málið í annað sam­hengi. „Ég held að við hefðum hugsað okkar gang. Það er alltaf erfitt að segja hvað maður hefði gert, en við hefðum örugg­lega stutt að málið myndi fá lengri umfjöllun í þing­inu. Þetta setur þessa ákvörðun og stuðn­ing við málið í nýtt ljós.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent