Hlutabréfaverð hefur hrunið á alþjóðamörkuðum í dag, en mest hefur lækkunin þó verið í Bandaríkjunum. Á tveimur viðskiptadögum hefur verð lækkað samanlagt um 6 prósent í Bandaríkjunum, sem telst mikið miðað við venjubundnar sveiflur á mörkuðum. ,
S&P 500 vísitalan lækkaði um 4,1 prósent í dag og lækkanir á flestum mörkuðum heimsins voru á bilinu 1 til 3 prósent. Lækkunin var þó skörpust í Bandaríkjunum, en í umfjöllun Wall Street Journal segir að meginástæðan fyrir þessum glundroða á mörkuðum undanfarna þrjá viðskiptadaga sé sú að fjárfestar óttist hækkandi verðbólgu og vaxtastig í Bandaríkjunum, eftir lágt tímabil þar sem fjármagn hefur flætt um markaði á litlum sem engum mörkuðum.
U.S. stocks are plunging. The Dow and S&P 500 have erased gains for the year.
— Bloomberg (@business) February 5, 2018
Watch our coverage LIVE https://t.co/dErmW6YDEO
Þar undirliggjandi hefur áætlun Seðlabanka Bandaríkjanna, sem rekja má aftur til þess þegar fjármálamarkaðir fóru í gegnum mikinn hreinsunareld á árunum 2007 til 2009, haft mikil áhrif, en bankinn hefur beint og óbeint sett mikið fjármagn út á markaði til að örva hagvöxt og styðja við endurreisn efnahags Bandaríkjanna á undanförnum árum.
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú með minnsta móti, en það mælist 4,7 prósent á landsvísu.
Í umfjöllun Wall Street Journal kemur fram, að greinendur hafi verið að senda fjárfestum upplýsingar um að þeir ættu að „róa sig“ í sölum á hlutabréfum. Engin ástæða væri til þess að vera of neikvæður á stöðu mála.
Verð á hráolíu hefur einnig lækkað töluvert í dag, en verðið á tunnunni á Bandaríkjamarkaði er nú 63 Bandaríkjadalir og lækkaði það um tæplega 3 prósent í dag.