Það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar Falcon Heavy flaugin frá SpaceX, sem samanstóð af þremur eldflaugum, hóf sig á loft í gær og til flugs á braut um jörðu. Skotið, sem fórfram frá Kennedy geimrannsóknarstöðinni á Flórída, heppnaðist vel.
Fyrir flugið hafði Elon Musk, stofnandi og forstjóri SpaceX, sagt að um helmingslíkur á því að skotið myndi heppnast. En það heppnaðist svo sannarlega.
View from SpaceX Launch Control. Apparently, there is a car in orbit around Earth. pic.twitter.com/QljN2VnL1O
— Elon Musk (@elonmusk) February 6, 2018
Tvær af flaugunum þremur lentu á tíunda tímanum í gærkvöldi - með tilkomumiklum hætti - á jörðu niðri. Atriðið var eins og klippt út úr vísindaskáldsögu.
Þriðja flaugin fór í hafið, eins og reyndar hafði jafnvel verið búist við.
Third burn successful. Exceeded Mars orbit and kept going to the Asteroid Belt. pic.twitter.com/bKhRN73WHF
— Elon Musk (@elonmusk) February 7, 2018
Um borð í flauginni, sem nú er á braut um jörðu, er Tesla Roadster bifreið, en við stýrið á henni er festur mannlaus geimbúningur. Undir hljómar síðan Space Oddity lag Davids Bowie. Og stefnan er sett á mars.