Siðfræðistofnun hefur ekki efni á starfsmanni

Siðfræðistofnun Háskóla Íslands stendur höllum fæti fjárhagslega og er með skuldahala á bakinu. Gert ráð fyrir stofnuninni víða hjá stjórnvöldum án sérstaks fjárframlags.

Siðfræðistofnun
Auglýsing

Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands stendur höllum fæti fjár­hags­lega og er með skulda­hala á bak­inu. Þetta kom fram í máli Vil­hjálms Árna­sonar stjórn­ar­for­manni á árs­fundi stofn­un­ar­innar sem hald­inn var í lok jan­ú­ar.

Þar kom meðal ann­ars fram að stofn­unin hafi ekki lengur bol­magn til að hafa laun­aðan starfs­mann. Mót­fram­lag til stofn­un­ar­innar vegna rann­sókn­ar­styrkja hefur dreg­ist saman auk þess sem heiman­mundur frá Háskóla­ráði sem stofn­unin hefur fengið er útrunn­inn. Ljóst er að gert er ráð fyrir aðkomu stofn­un­ar­innar víða í sam­fé­lag­inu á vegum stjórn­valda og ann­arra án þess að hún sé styrkt sér­stak­lega, auk þess sem hún hefur að eigin frum­kvæði beitt sér fyrir mál­um, sem ann­ars staðar en á Íslandi væru á könnu laun­aðra land­siða­ráða á vegum stjórn­valda, án þess að hafa til þess póli­tískt umboð.

Til­efnum til aðkomu stofn­un­ar­innar fer fjölg­andi

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Vil­hjálmur að með­fram upp­lýs­inga- og tækni­breyt­ingum og fram­förum í sam­fé­lag­inu munu til­efnin til aðkomu Sið­fræði­stofn­unar aukast sem og þörfin fyrir sið­fræði­lega grein­ingu og rök­semd­ir. „Við auð­vitað reynum bara að sinna því eins og við ráðum við. Við erum nátt­úru­lega bara örfá hérna en vantar þennan fjár­hags­lega bak­hjarl sem myndi gera okkur kleift að sinna þessum verk­efnum skipu­lega,“ segir Vil­hjálm­ur. Und­an­farið hafa mörg álita­efni komið upp sem stofn­unin hefur þurft að takast á við. Hér mætti nefna fjöl­mörg álita­efni á sviði lífsið­fræði sem hafa verið til umræðu og nauð­syn­legt er að meta frá sið­ferði­legu sjón­ar­horni, sem sagt for­gangs­röðun í heil­brigð­is­mál­um, við­brögð við mis­tökum í vís­inda­rann­sóknum (eins og plast­barka­mál­ið), mótun stefnu um ákvarð­anir við lífs­lok og líkn­ar­dráp, beit­ingu nýrrar tækni við gena­lækn­ingar (Crispr), stað­göngu­mæðrun og líf­færa­flutn­inga. Einnig er brýnt að fjalla skipu­lega um sið­ferði­leg álita­efni á sviði umhverf­is­mála og við­skipta­lífs, mót­töku flótta­manna, notkun nýrrar tækni og önnur álita­efni sem varða ákvarð­anir stjórn­valda. „Svona mál kalla á fræði­lega grein­ingu og vand­aða umræð­u,“ segir Vil­hjálm­ur.

Auglýsing

Hann segir aldrei hafa komið til greina að leita fjár­veit­ingar utan rík­is­ins. „Við höfum alltaf litið svo á að Sið­fræði­stofnun þyrfti að gæta sín á að fá ekki fjár­magn utan úr sam­fé­lag­inu vegna þess að við getum alltaf þurft að taka upp mál sem snerta þessa sterku hags­muna­að­ila sem kæmu kannski helst til greina að styrkja svona. Við höfum ekki viljað gera það. En það er því þeim mun mik­il­væg­ara að einmitt svona stofn­un, til þess að hún geti í krafti akademísks frelsis tekið á málum af mynd­ug­leik, geti staðið í akademísku skjóli og það gerir hún ekki nema að hafa fjár­hags­legan styrk.

Sal­vör Nor­dal var for­stöðu­maður stofn­un­ar­innar en lét af störfum þann 1. ágúst á síð­asta ári án þess að nokkur hafi verið ráð­inn í hennar stað og ekki er útlit fyrir að svo verði. Sið­fræði­stofnun heyrir undir Hug­vís­inda­stofnun Háskól­ans og fær rekstr­arfé frá svið­inu.

Viða­mikið hlut­verk stofn­un­ar­innar

Hlut­verk Sið­fræði­stofn­unar er viða­mik­ið. Í reglum um hana kemur fram að hlut­verkið sé meðal ann­ars að efla og sam­hæfa rann­sóknir í sið­fræði við Háskóla Íslands, að stuðla að sam­starfi við inn­lenda og erlenda háskóla og aðra rann­sókn­ar­að­ila á sviði sið­fræði, að gefa út fræði­rit, náms­efni og kynna nið­ur­stöður rann­sókna í sið­fræði, að veita upp­lýs­ingar og ráð­gjöf um sið­fræði­leg efni og að gang­ast fyrir nám­skeiðum og fyr­ir­lestrum um sið­fræði. „Eitt meg­in­hlut­verk Sið­fræði­stofn­unar hefur verið að efla upp­lýsta umræðu um sið­fræði­leg álita­mál og vera stjórn­völdum til ráð­gjafar um lög­gjöf á þessu sviði. Allt frá stofnun Sið­fræði­stofn­unar við Háskóla Íslands 1989 hefur hún unnið að rann­sóknum á sviði sið­fræði og byggt upp sér­fræði­kunn­áttu á þessu sviði. Einnig hefur stofn­unin stuðlað að opin­berri umræðu um þessi mál, stundum verið stjórn­völdum til ráð­gjafar um sið­ferði­leg álita­mál og unnið fjöl­margar álits­gerðir um lög, þings­á­lykt­un­ar­til­lögur og reglu­gerð­ir. Sið­fræði­stofnun er þátt­tak­andi í alþjóð­legu sam­starfi við stofn­anir og fræði­menn á þessu sviði og fylgist þannig með fag­legri umræðu á hverjum tíma,“ segir Vil­hjálm­ur.

Þá eru boðið upp á náms­braut í heim­speki um meist­ara­nám í hag­nýtri sið­fræði, þar sem hægt er að velja milli þriggja kjör­sviða; heil­brigð­is- og lífsið­fræði, umhverf­is- og nátt­úrusið­fræði eða við­skiptasið­fræði. Auk þess er boðið upp á diplóma­nám í gagn­rýn­inni hugsun og sið­fræði sem og dokt­ors­nám í hag­nýtri sið­fræði. Að auki hefur háskól­inn sett sér stefnu um að öll fræða­svið og deildir setji sér mark­mið og skil­greini leiðir til að flétta saman sið­fræði og fag­legt nám, efla sið­fræði­lega dóm­greind og þjálfa gagn­rýna hugsun en sér­fræð­ingur stofn­un­ar­innar var ráð­inn til að sinna því verk­efni.

Stofn­unin kemur með einum eða öðrum hætti að gríð­ar­legum fjölda rann­sókn­ar­verk­efna, meðal ann­ars á sviði líf­tækni, við­skiptasið­fræði og net­ör­yggi. Auk þess sem stjórn­ar­með­limir sitja í hinum ýmsu stjórn­um, nefndum og ráðum á vegum hins opin­bera, til dæmis Vís­inda­siða­nefnd siða­nefnd RÚV, Siða­reglu­nefnd Alþing­is, Siða­nefndum bæði Presta­fé­lags­ins og Blaða­manna­fé­lags­ins, Ráð­gjafa­nefnd um erfða­breyttar líf­verur og Erfða­fræði­nefnd svo fátt eitt sé nefn­t. 

Fjöl­breytt störf en mest ógreitt

Sið­fræði­stofnun er að auki gert að veita umsagnir um laga­frum­vörp þegar það á við, taka þátt í starfs­hópum sem und­ir­búa frum­vörp, veita ráð­gjöf um setn­ingu og inn­leið­ingu siða­reglna hjá fyr­ir­tækj­um, stofn­unum og félaga­sam­tök­um, halda fræðslu­er­indi og nám­skeið fyrir ýmsar stofn­anir og fag­hópa og sinna marg­vís­legum hlut­verkum sem land­siða­ráð gera í öðrum lönd­um. Allt þetta er ólaunað að sögn Vil­hjálms en áhugi er fyrir hendi innan stofn­un­ar­innar að sinna þessu verk­efni af meiri alvöru og vinna mark­vissar að umsögnum fyrir stjórn­völd og skrifa ítar­legri álit en hingað til hefur verið unnt að gera. „Einnig myndi ráðið efna til umræðu meðal borg­ar­anna um þessu mik­il­vægu mál. Allt ætti þetta að styrkja fag­lega umfjöllun þings­ins um sið­ferði­leg álita­efni og gæti stuðlað að vand­aðri stefnu­mótun á mörgum sviðum þar sem sið­fræði­legar spurn­ingar verða æ álitn­ari í flóknum heimi sam­tím­ans.“

Vil­hjálmur segir að stofn­unin passi í raun­inni ekki almenni­lega inn í fjár­mögn­un­ar­kerfi háskól­ans. „Öll fjár­mögnun er reiknuð út frá rann­sóknum og kennslu. Sið­fræði­stofn­un, og stofn­anir almennt, sinna ekki kennslu og á vegum stofn­an­ar­innar eru ekki það miklar rann­sóknir að það geti staðið undir starfs­manni. Það sem við sinnum eru í raun þjón­ustu­verk­efni, sem við höfum verið til dæmis að sinna fyrir stjórn­völd og það er gert ráð fyrir okkur í ýmsum verk­efnum en þar hefur ekki verið um neinar þókn­anir að ræða né vilji til þess af hálfu stjórn­valda,“ segir Vil­hjálmur og bætir við að ekki hafi verið brugð­ist við óskum þeirra um fjár­mögn­un, til dæmis að gerður verði ein­hvers konar samn­ingur við Sið­fræði­stofnun til þess að hægt sé að sjá skipu­lega um verk­efn­in, til að mynda við stefnu­mótun og und­ir­bún­ing lög­gjaf­ar.

Vantar Land­siða­ráð?

Víða um lönd eru starf­andi siða­ráð sem eru stjórn­völdum til ráð­gjafar um stefnu­mótun á þessu sviði til und­ir­búa vand­aða laga­setn­ingu og stuðla að almennri umræðu um þessi mál. Um ára­bil var starf­rækt á vegum Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins Siða­ráð Land­læknis sem var emb­ætt­inu til ráð­gjafar um sið­ferði­leg álita­mál á þessu sviði. Siða­ráðið var lagt niður árið 2000 og kom þá fram sú hug­mynd að setja á stofn Land­siða­ráð sem hefði breið­ari starfs­vett­vang en það sem kennt var við Land­lækni. Vil­hjálmur segir að horfið hafi verið frá þeirri hug­mynd vegna þess að ekki þótti vera póli­tískur jarð­vegur fyrir slíka hug­mynd á þeim tíma. Á Norð­ur­löndum hafa slík siða­ráð hafa starfað um ára­bil. Þekkt­ast þeirra er Etisk råd í Dan­mörku sem hefur gefið út vand­aðar skýrslur um fjöl­mörg sið­ferði­leg álita­mál á síð­ustu árum. Einnig má nefna Biot­eknologinemnda í Nor­egi. Auk þess að vera stjórn­völdum til ráðgjafar um sið­fræði­leg álita­mál standa þessar stofn­anir fyrir umræðu­fund­um, oft í tengslum við þjóð­þing­in, og útgáfu, þar á meðal kennslu­efni fyrir grunn­skóla um sið­ferði­leg efni í sam­tím­an­um.

Vil­hjálmur seg­ist þó finna fyrir vel­vilja innan háskól­ans til breyt­inga og seg­ist jafn­vel ekki úti­loka að afstaða stjórn­valda sé að breyt­ast.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent