Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Hann var 48 ára gamall. Á þessari stundu er dánarorsök hans ókunn.
Samkvæmt vef RÚV fannst Jóhann látinn á heimili sínu í Berlín í gær. Hann hafði verið búsettur í borginni um árabil.
Jóhann var einn farsælasta tónskáld Íslendinga. Undanfarin ár hafði hann aðallega unnið við gerð tónlistar fyrir kvikmyndir með frábærum árangri.
Hann var tvívegis tilnefndur til Óskarsverðlauna, árin 2015 og 2016. Fyrra árið fyrir tónlistina í myndinni Theory of Everything, en hann vann Golden Globe verðlaun fyrir það verk sitt. Síðari tilnefndinguna fékk Jóhann fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Sicario.
Jóhann spilaði einnig með fjölmörgum hljómsveitum. Þeirra þekktastar voru HAM og Apparat Organ Quartet.
Jóhann var ókvæntur og lætur eftir sig eina uppkomna dóttur.