Evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði gáfu í gær út sameiginlega viðvörun vegna áhættu sem fylgt getur viðskiptum með sýndarfé, líkt og Bitcoin. Stofnanirnar lýsa áhyggjum af því að neytendur séu í auknum mæli að fjárfesta í sýndarfé án þess að gera sér að fullu grein fyrir áhættunni sem í slíkum viðskiptum felst.
Um er að ræða þrjár stofnanir, Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA), Evrópska vátrygginga- og lífeyrisseftirlitsstofnunin (EIOPA) og Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA).
Fjármálaeftirlitið á Íslandi gaf fyrir skömmu út eigin aðvörun þar sem neytendur voru varaðir við að fjárfesta í sýndarfé og hætta þannig fjármunum sem þeir mega ekki við því að tapa nema að mjög vel athuguðu máli.