Skattaskjólafélög eiga 23 þúsund heimili

Skattaskjólafélög eiga miklar eignir í Bretlandi, þar á meðal tugþúsundir fasteigna, einkum miðsvæðis í London.

big ben
Auglýsing

Félög sem skráð eru á þekktum skatt­skjól­um, eins og Bresku jóm­frú­areyj­un­um, eiga um 23 þús­und fast­eignir í Englandi og Wales, sam­kvæmt rann­sókn breska rík­is­út­varps­ins BBC.

Þar af er tæp­lega helm­ingur í London, og yfir 11 þús­und af þessum eign­um, sem félög í þekktum skatta­skjólum eiga, eru í City of West­mini­st­er. 

Rann­sókn BBC mið­aði að því að upp­lýsa um eignir þess­ara félaga í skatta­skjól­um, og voru gögn sam­keyrð við fast­eigna­skrá í Bret­landi, með fyrr­nefndri útkomu. 

AuglýsingSam­an­lagt virði eign­anna sem skatta­skjóla­fé­lögin eiga í London, nemur tæp­lega 34 millj­örðum punda, eða sem nemur um 4.900 millj­örðum króna.

Meira úr sama flokkiErlent