Skortur á gagnsæi í söluferli Arion banka

Framkvæmdastjóri LSR tjáir sig við Morgunblaðið um ástæður þess að sjóðurinn bakkaði út úr viðræðum um kaup á hlut í Arion banka, fyrir útboð.

borgartun_20767550659_o.jpg
Auglýsing

Haukur Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri LSR, segir í við­tali við Morg­un­blaðið í dag, að líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi bakkað út úr við­ræðum um kaup á hlut í Arion banka, fyrir útboð og skrán­ingu, meðal ann­ars vegna skorts á gagn­sæi í sölu­ferl­in­u. 

Þá segir hann að fram­tíð­ar­sýn fyrir hönd bank­ans hafi mátt vera skýr­ari í við­ræð­un­um, og að LSR, eins og aðrir líf­eyr­is­sjóð­ir, þurfi að meta sínar fjár­fest­ingar eftir áhættu og öðrum þátt­um, en nú leggur sjóð­ur­inn meðal ann­ars áherslu fjár­fest­ingar erlend­is. 

Íslenska ríkið á 13 pró­sent hlut í Arion banka, Kaup­skil fara með 57 pró­sent hlut, og vog­un­ar­sjóðir og Gold­man Sachs, eiga um 30 pró­sent. 

Auglýsing

Unnið er að und­ir­bún­ingi skrán­ingar bank­ans á mark­að, síðar á þessu ári, og hefur Kvika umsjón með ferl­inu fyrir hönd Kaup­skila. Við­ræðum hefur ekki verið slitið við trygg­ing­ar­fé­lög og fjár­fest­inga­sjóði, um að kaupa hlut í bank­anum áður en til útboðs kem­ur. 

Miðað við bók­fært eigið fé Arion bank­ans er hlutur rík­is­ins um 29 millj­arða króna virði, og bank­inn því með verð­miða upp á 223 millj­arða króna sé miðað við það verð. 

Meira úr sama flokkiInnlent