Félög sem skráð eru á þekktum skattskjólum, eins og Bresku jómfrúareyjunum, eiga um 23 þúsund fasteignir í Englandi og Wales, samkvæmt rannsókn breska ríkisútvarpsins BBC.
Þar af er tæplega helmingur í London, og yfir 11 þúsund af þessum eignum, sem félög í þekktum skattaskjólum eiga, eru í City of Westminister.
Rannsókn BBC miðaði að því að upplýsa um eignir þessara félaga í skattaskjólum, og voru gögn samkeyrð við fasteignaskrá í Bretlandi, með fyrrnefndri útkomu.
#Exclusive: Thousands of properties in England and Wales are owned by firms based in the British Virgin Islands - @andyverity reports https://t.co/qThNNptcsr
— BBC Business (@BBCBusiness) February 13, 2018
Samanlagt virði eignanna sem skattaskjólafélögin eiga í London, nemur tæplega 34 milljörðum punda, eða sem nemur um 4.900 milljörðum króna.