Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1800 í fyrra

Íbúðum þarf að fjölga um samtals 17.000 árin 2017 til 2019 til að mæta að fullu þörf og uppsöfnuðum skorti, samkvæmt Íbúðalánasjóði.

reykjavík
Auglýsing

Íbúðum hér á landi fjölg­aði um 1.759 í fyrra. Til sam­an­burðar fjölg­aði þeim um 1.580 árið 2016 og er aukn­ingin því tæp­lega 200 íbúðir milli ára. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Íbúða­lána­sjóði sem send var út í dag.

Jafn­framt kemur fram að fjölg­unin hafi þó verið hæg­fara í sam­an­burði við eft­ir­spurn og fjölgun íbúða í fyrra hafi verið enn undir með­al­tali síð­ustu tveggja ára­tuga. Íbúðum sé því enn að fjölga mun hægar en þörf er á og upp­safn­aður skortur sé enn til staðar eftir hæga fjölgun íbúða und­an­farin 8 ár.

Íbúðum fjölg­aði mest í Mos­fellsbæ eða um 401 íbúð. Næst kemur Reykja­vík en þar fjölg­aði íbúðum um 322 í fyrra sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár. Til sam­an­burðar fjölg­aði íbúðum í borg­inni um 635 árið 2016. Kópa­vogur er í þriðja sæti í fjölgun íbúða í fyrra, en íbúðum í bænum fjölg­aði um 269 í fyrra borið saman við 168 árið 2016.

Auglýsing

Ólafur Heiðar Helga­son, hag­fræð­ingur í hag­deild Íbúða­lána­sjóðs, sagði þegar ný grein­ing Íbúða­lána­sjóðs og Íslenska bygg­inga­vett­vangs­ins var kynnt í gær að ljóst væri að mikil þörf er á upp­bygg­ingu hús­næðis víða um land. Það skipti miklu máli að sú upp­bygg­ing verði hag­kvæm og í sam­ræmi við þörf lands­manna. Um ára­bil hefðu Íslend­ingar búið við miklar sveiflur í hús­næð­is­mál­um. „Það þarf að minnka þessar sveiflur til þess að auka fram­leiðni, lækka bygg­inga­kostnað og tryggja að hús­næði fáist á við­ráð­an­legu verði fyrir almenn­ing. Aukin fram­leiðni í bygg­ing­ar­iðn­aði er því ekki aðeins góð fyrir þá sem starfa í grein­inni sjálfri, heldur er hún lyk­il­at­riði til að stuðla að auknum stöð­ug­leika í hús­næð­is­mál­u­m,“ sagði hann.

Þörf á 17.000 íbúðum næstu tvö ár

Í nýlegri skýrslu Íbúða­lána­sjóðs kemur fram að íbúðum þyrfti að fjölga um sam­tals 17.000 árin 2017 til 2019 til að mæta að fullu þörf og upp­söfn­uðum skorti. Nú þegar liggur fyrir að íbúðum fjölg­aði um tæp­lega 1.800 í fyrra má segja að íbúðum þyrfti að fjölga um um það bil 15.000 í ár og næsta ár, 2018 og 2019, til að mæta að fullu þörf og upp­söfn­uðum skorti. Sam­kvæmt þessum upp­lýs­ingum er talið ólík­legt að upp­bygg­ing­ar­hrað­inn verði nægj­an­legur næstu tvö árin til að það náist að mæta þörf almenn­ings fyrir íbúð­ir.

Sig­rún Ásta Magn­ús­dótt­ir, deild­ar­stjóri á hús­næð­is­sviði Íbúða­lána­sjóðs, segir að þessar tölur séu áhyggju­efni en séu þær bornar saman við nýja grein­ingu hag­deildar Íbúða­lána­sjóðs um þörf á íbúð­ar­hús­næði kemur í ljós að lík­lega verður enn mik­ill skortur á íbúðum næstu 2 til 3 árin. Þessar nýju tölur um fjölgun íbúða sýni að lang­tíma­sýn og áætl­ana­gerð í hús­næð­is­málum hefur verið ábóta­vant og að skortur hefur verið á áreið­an­legum upp­lýs­ing­um.

„Töl­urnar sýna okkur hversu mik­il­vægt það er að sveit­ar­fé­lög marki stefnu í hús­næð­is­málum og geri áætl­anir um hvernig þau ætla að mæta þeim mikla skorti sem ríkir á hús­næð­is­mark­aði. Hús­næð­is­á­ætl­anir sveit­ar­fé­laga eru lyk­il­þáttur í því að stuðla að stöð­ug­leika og sjá til þess að fram­boð hús­næðis mæti eft­ir­spurn,“ segir Sig­rún Ásta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent