Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1800 í fyrra

Íbúðum þarf að fjölga um samtals 17.000 árin 2017 til 2019 til að mæta að fullu þörf og uppsöfnuðum skorti, samkvæmt Íbúðalánasjóði.

reykjavík
Auglýsing

Íbúðum hér á landi fjölg­aði um 1.759 í fyrra. Til sam­an­burðar fjölg­aði þeim um 1.580 árið 2016 og er aukn­ingin því tæp­lega 200 íbúðir milli ára. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Íbúða­lána­sjóði sem send var út í dag.

Jafn­framt kemur fram að fjölg­unin hafi þó verið hæg­fara í sam­an­burði við eft­ir­spurn og fjölgun íbúða í fyrra hafi verið enn undir með­al­tali síð­ustu tveggja ára­tuga. Íbúðum sé því enn að fjölga mun hægar en þörf er á og upp­safn­aður skortur sé enn til staðar eftir hæga fjölgun íbúða und­an­farin 8 ár.

Íbúðum fjölg­aði mest í Mos­fellsbæ eða um 401 íbúð. Næst kemur Reykja­vík en þar fjölg­aði íbúðum um 322 í fyrra sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár. Til sam­an­burðar fjölg­aði íbúðum í borg­inni um 635 árið 2016. Kópa­vogur er í þriðja sæti í fjölgun íbúða í fyrra, en íbúðum í bænum fjölg­aði um 269 í fyrra borið saman við 168 árið 2016.

Auglýsing

Ólafur Heiðar Helga­son, hag­fræð­ingur í hag­deild Íbúða­lána­sjóðs, sagði þegar ný grein­ing Íbúða­lána­sjóðs og Íslenska bygg­inga­vett­vangs­ins var kynnt í gær að ljóst væri að mikil þörf er á upp­bygg­ingu hús­næðis víða um land. Það skipti miklu máli að sú upp­bygg­ing verði hag­kvæm og í sam­ræmi við þörf lands­manna. Um ára­bil hefðu Íslend­ingar búið við miklar sveiflur í hús­næð­is­mál­um. „Það þarf að minnka þessar sveiflur til þess að auka fram­leiðni, lækka bygg­inga­kostnað og tryggja að hús­næði fáist á við­ráð­an­legu verði fyrir almenn­ing. Aukin fram­leiðni í bygg­ing­ar­iðn­aði er því ekki aðeins góð fyrir þá sem starfa í grein­inni sjálfri, heldur er hún lyk­il­at­riði til að stuðla að auknum stöð­ug­leika í hús­næð­is­mál­u­m,“ sagði hann.

Þörf á 17.000 íbúðum næstu tvö ár

Í nýlegri skýrslu Íbúða­lána­sjóðs kemur fram að íbúðum þyrfti að fjölga um sam­tals 17.000 árin 2017 til 2019 til að mæta að fullu þörf og upp­söfn­uðum skorti. Nú þegar liggur fyrir að íbúðum fjölg­aði um tæp­lega 1.800 í fyrra má segja að íbúðum þyrfti að fjölga um um það bil 15.000 í ár og næsta ár, 2018 og 2019, til að mæta að fullu þörf og upp­söfn­uðum skorti. Sam­kvæmt þessum upp­lýs­ingum er talið ólík­legt að upp­bygg­ing­ar­hrað­inn verði nægj­an­legur næstu tvö árin til að það náist að mæta þörf almenn­ings fyrir íbúð­ir.

Sig­rún Ásta Magn­ús­dótt­ir, deild­ar­stjóri á hús­næð­is­sviði Íbúða­lána­sjóðs, segir að þessar tölur séu áhyggju­efni en séu þær bornar saman við nýja grein­ingu hag­deildar Íbúða­lána­sjóðs um þörf á íbúð­ar­hús­næði kemur í ljós að lík­lega verður enn mik­ill skortur á íbúðum næstu 2 til 3 árin. Þessar nýju tölur um fjölgun íbúða sýni að lang­tíma­sýn og áætl­ana­gerð í hús­næð­is­málum hefur verið ábóta­vant og að skortur hefur verið á áreið­an­legum upp­lýs­ing­um.

„Töl­urnar sýna okkur hversu mik­il­vægt það er að sveit­ar­fé­lög marki stefnu í hús­næð­is­málum og geri áætl­anir um hvernig þau ætla að mæta þeim mikla skorti sem ríkir á hús­næð­is­mark­aði. Hús­næð­is­á­ætl­anir sveit­ar­fé­laga eru lyk­il­þáttur í því að stuðla að stöð­ug­leika og sjá til þess að fram­boð hús­næðis mæti eft­ir­spurn,“ segir Sig­rún Ásta.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent