Helmingur landsmanna fylgjandi banni á umskurði drengja

Öndverð afstaða til málsins virðist ganga þvert á flesta stjórnamálaflokka þannig að segja má að þjóðin sé pólitískt séð klofin í málinu.

Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknar er flutningsmaður frumvarps um umskurð drengja.
Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknar er flutningsmaður frumvarps um umskurð drengja.
Auglýsing

Sléttur helm­ingur lands­manna segj­ast fylgj­andi banni á umskurði drengja sam­kvæmt nýrri könnun MMR sem lauk í dag. Fyrsta umræða um málið hélt einnig áfram í dag á Alþingi.

Í frétt MMR segir að lands­menn virð­ist hafa nokkuð sterkar skoð­anir á mál­inu, sem sjá­ist helst á því að 68 pró­sent svar­enda höfðu alger­lega önd­verða skoðun á því, það er sög­ust vera annað hvort mjög fylgj­andi bann­inu (39 pró­sent) eða mjög and­víg umskurð­ar­banni (29 pró­sent).

Þá voru 11 pró­sent frekar fylgj­andi bann­inu, 8 pró­sent frekar and­víg og 13 pró­sent svar­enda kváð­ust hvorki fylgj­andi því né and­víg.

Auglýsing

Þá vekur athygli að önd­verð afstaða til máls­ins virð­ist ganga þvert á flesta stjórna­mála­flokka þannig að segja má að þjóðin sé póli­tískt séð klofin í mál­inu.

Stuðn­ingur við bann reynd­ist meiri með lækk­andi aldri. Af yngsta ald­urs­hópnum (18-29 ára) sögð­ust 57 pró­sent vera fylgj­andi banni sam­an­borið við 34 pró­sent í elsta ald­urs­hópnum (68 ára og eldri). Að sama skapi voru 24 pró­sent yngsta ald­urs­hóps­ins sem sögð­ust vera and­víg banni sam­an­borið við 51 pró­sent elsta ald­urs­hóps­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent