Rörin verða tekin af G-mjólkinni

Mjólkursamsalan hyggst taka rörin af 250 millilítra G-mjólkurfernum sínum. Það verður gert núna í mars og mega neytendur vænta þess að sjá röralausar fernur koma í verslanir upp úr næsta mánuði.

7DM_0704_raw_0910.JPG
Auglýsing

Mjólkursamsalan hyggst taka rörin af 250 millilítra G-mjólkurfernum sínum. Það verður gert núna í mars og mega neytendur vænta þess að sjá röralausar fernur koma í verslanir upp úr næsta mánuði. Þetta kemur fram í svari MS við fyrirspurn Kjarnans.

Í frétt Kjarnans frá því í janúar 2016 kom fram að árið áður seldi MS rúmlega 1,6 milljón stykki af 250 millilítra G-mjólkurfernum með röri, bæði venjulega og létt G-mjólk.

Ólíkt flestum öðrum mjólk­ur­af­urðum sem seldar eru í litlum umbúð­um, kemur G-mjólkin með röri á hlið­inni eins og hún sé ætluð til drykkj­ar, eins og ávaxta­safi eða Kókó­mjólk. En lang­flestir nota mjólk­ina hins vegar út í kaffi.

Auglýsing

Í svari MS á sínum tíma kom fram að pökkunarvél G-mjólkurinnar sé afar óhentug fyrir vöruna, en ný vél hlaupi á milljónum.

Nú segir MS að á þessum tveimur árum sem liðin eru síðan Kjarninn spurði síðast fyrir um málið hafi verið reynt að breyta umbúðunum á G-mjólkinni þegar settur var flipi á fernuna og rörið tekið. Það fékk dræmar undirtektir neytenda á þeim tíma, sem var meðal ástæðna þess að farið var aftur í núverandi umbúðir. Hins vegar framkvæmdi MS neytendakönnun í lok síðasta árs þar sem fram kom að meirihluti neytenda myndi ekki sakna rörsins. Í framhaldi var tekin ákvörðun um að taka rörin aftur af fernunum núna í mars.

Nú fjarlægjum við rörið af G-mjólk

Nú tökum við jákvætt skref í umhverfismálum og drögum úr plastnotkun með því að hætta að setja rör á G-mjólkina. Minna plast og enn auðveldara að skila til endurvinnslu. Á næstu vikum munum við svo kynna fleiri aðgerðir til að minnka plast í umbúðum okkar.

Posted by Mjólkursamsalan on Thursday, March 1, 2018
Kjarninn spurði MS hvernig umbúðir G-mjólkurinnar falli að umhverfisstefnu fyrirtækisins, þar sem fram kemur að MS vilji lágmarka alla aðfanganotkun í starfseminni og leitist við að endurspegla umhverfisvæn sjónarmið í öllum skrefum virðiskeðjunnar. Fyrirtækið leggi þar með ríka áherslu á bestu umgengni til verndar umhverfinu og náttúru landsins.

MS segist á síðasta ári hafa skipt úr fernum sínum þannig að kolefnisfótspor sé 66 prósent minna en áður þar sem efnin í þeim séu nú úr endurnýjanlegum uppruna.

MS framleiðir í heildina um 25 milljón fernur árlega sem innihalda ferskvörur sem verða nú með 66 prósentum minna kolefnisspor og var sú aðgerð hluti af framfylgd umhverfisstefnu fyrirtækisins. „Á þessu ári er meðal annars á áætlun okkar að klára að flytja síðustu af okkar vörum í umhverfisvænni fernur eftir því sem umbúðalager klárast og færa drykkarvörur úr plastumbúðum í fernur,“ segir í svari MS.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent