Rörin verða tekin af G-mjólkinni

Mjólkursamsalan hyggst taka rörin af 250 millilítra G-mjólkurfernum sínum. Það verður gert núna í mars og mega neytendur vænta þess að sjá röralausar fernur koma í verslanir upp úr næsta mánuði.

7DM_0704_raw_0910.JPG
Auglýsing

Mjólk­ur­sam­salan hyggst taka rörin af 250 milli­lítra G-mjólk­ur­fernum sín­um. Það verður gert núna í mars og mega neyt­endur vænta þess að sjá röra­lausar fernur koma í versl­anir upp úr næsta mán­uði. Þetta kemur fram í svari MS við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Í frétt Kjarn­ans frá því í jan­úar 2016 kom fram að árið áður seldi MS rúm­lega 1,6 milljón stykki af 250 milli­lítra G-mjólk­ur­fernum með röri, bæði venju­lega og létt G-mjólk.

Ólíkt flestum öðrum mjólk­­ur­af­­urðum sem seldar eru í litlum umbúð­um, kemur G-mjólkin með röri á hlið­inni eins og hún sé ætluð til drykkj­­ar, eins og ávaxta­­safi eða Kókó­­mjólk. En lang­flestir nota mjólk­ina hins vegar út í kaffi.

Auglýsing

Í svari MS á sínum tíma kom fram að pökk­un­ar­vél G-mjólk­ur­innar sé afar óhentug fyrir vör­una, en ný vél hlaupi á millj­ón­um.

Nú segir MS að á þessum tveimur árum sem liðin eru síðan Kjarn­inn spurði síð­ast fyrir um málið hafi verið reynt að breyta umbúð­unum á G-mjólk­inni þegar settur var flipi á fern­una og rörið tek­ið. Það fékk dræmar und­ir­tektir neyt­enda á þeim tíma, sem var meðal ástæðna þess að farið var aftur í núver­andi umbúð­ir. Hins vegar fram­kvæmdi MS neyt­enda­könnun í lok síð­asta árs þar sem fram kom að meiri­hluti neyt­enda myndi ekki sakna rörs­ins. Í fram­haldi var tekin ákvörðun um að taka rörin aftur af fern­unum núna í mars.

Nú fjar­lægjum við rörið af G-mjólk

Nú tökum við jákvætt skref í umhverf­is­málum og drögum úr plast­notkun með því að hætta að setja rör á G-mjólk­ina. Minna plast og enn auð­veld­ara að skila til end­ur­vinnslu. Á næstu vikum munum við svo kynna fleiri aðgerðir til að minnka plast í umbúðum okk­ar.

Posted by Mjólk­ur­sam­salan on Thurs­day, March 1, 2018
Kjarn­inn spurði MS hvernig umbúðir G-mjólk­ur­innar falli að umhverf­is­stefnu fyr­ir­tæk­is­ins, þar sem fram kemur að MS vilji lág­marka alla aðfanga­notkun í starf­sem­inni og leit­ist við að end­ur­spegla umhverf­is­væn sjón­ar­mið í öllum skrefum virð­is­keðj­unn­ar. Fyr­ir­tækið leggi þar með ríka áherslu á bestu umgengni til verndar umhverf­inu og nátt­úru lands­ins.

MS seg­ist á síð­asta ári hafa skipt úr fernum sínum þannig að kolefn­is­fót­spor sé 66 pró­sent minna en áður þar sem efnin í þeim séu nú úr end­ur­nýj­an­legum upp­runa.

MS fram­leiðir í heild­ina um 25 milljón fernur árlega sem inni­halda ferskvörur sem verða nú með 66 pró­sentum minna kolefn­is­spor og var sú aðgerð hluti af fram­fylgd umhverf­is­stefnu fyr­ir­tæk­is­ins. „Á þessu ári er meðal ann­ars á áætlun okkar að klára að flytja síð­ustu af okkar vörum í umhverf­is­vænni fernur eftir því sem umbúðala­ger klár­ast og færa drykk­ar­vörur úr plast­um­búðum í fern­ur,“ segir í svari MS.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent