Viðhaldsþörf mikil á vegum landsins

Brýnt er að tvöfalda stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg um Kjalarnes en kostnaður við þær framkvæmdir er metinn á um 60 milljarða króna.

vegur-1.jpg
Auglýsing

Fjár­veit­ingar til vega­mála hafa und­an­farin ár verið langt undir við­halds- og fram­kvæmda­þörf­um. Á sama tíma hefur akstur á vegum auk­ist veru­lega, sem og kröfur sam­fé­lags­ins um greiðar og öruggar sam­göngur allt árið. Vax­andi ferða­þjón­usta er stór þáttur í þess­ari þró­un. Þannig jókst akstur um allt að 11 pró­sent á síð­asta ári einu sam­an.

Þetta kom fram þegar Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra kynnti stöðu í vega­málum á rík­is­stjórn­ar­fundi í lok febr­úar síð­ast­lið­ins.

Segir í kynn­ing­unni að sam­hliða þessu hafi þörfin fyrir þjón­ustu, við­hald og fram­kvæmdir auk­ist. Fram­kvæmdir séu háðar verk­efna­bundnum fjár­veit­ing­um. Aðeins sú fram­kvæmd að tvö­falda stofn­leiðir til og frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Reykja­nes­braut, Suð­ur­lands­veg og Vest­ur­lands­veg um Kjal­ar­nes sé metin á um 60 millj­arða króna en heildar fram­lög til nýfram­kvæmda á þessu ári séu 11,7 millj­arðar króna. „Auka þarf við­hald vega og verða fjár­veit­ingar að nema um 10 til 11 millj­örðum króna á ári en voru ríf­lega 8 millj­arðar árið 2017. Vax­andi kröfur eru til þjón­ustu, sér­stak­lega vetr­ar­þjón­ustu, sem og til veg­merk­inga og þurfa fram­lög að nema minnst 5,5 millj­örðum árlega en þau námu á síð­asta ári 4,6 millj­örð­u­m.“

Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að unnið sé að sam­göngu­á­ætlun en þar komi fram til­lögur að brýnum verk­efnum sem verði síðan lögð fyrir Alþingi sem fjalli um hana í haust.

Auglýsing

Mikil þörf fyrir fram­kvæmdir

Jafn­framt segir í kynn­ing­unni að á und­an­förnum ára­tug hafi fjár­munum verið for­gangs­raðað til við­halds og vetr­ar­þjón­ustu á kostnað fram­kvæmda. Nægi þar að nefna fram­kvæmdir á Vest­fjörðum í fram­haldi af Dýra­fjarð­ar­göng­um, jarð­ganga­teng­ingu Seyð­is­fjarð­ar, end­ur­bætur á Hring­vegi og útrým­ingu ein­breiðra brúa á honum sem sam­tals gera um 100 millj­arða króna. Þá sé afar brýnt að tvö­falda stofn­leiðir til og frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Reykja­nes­braut, Suð­ur­lands­veg og Vest­ur­lands­veg um Kjal­ar­nes en kostn­aður við þær fram­kvæmdir er met­inn á um 60 millj­arða króna.

Við­halds­þörfin er brýn, sam­kvæmt ráð­herra. Hann segir að und­an­farin ár hafi fjár­veit­ing til við­halds vega verið umtals­vert lægri en þörf og því liggi vegir víða undir skemmd­um. Sam­tals sé áætlað að þurfi um 11 millj­arða króna á ári til að við­halda vega­kerf­inu í ásætt­an­legu horfi og vinna upp við­var­andi skort en upp­söfnuð við­halds­þörf nemi um 65 millj­örðum króna.

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: Birgir Þór

Upp­safn­aður vandi nálægt 50 millj­örðum

Bundið slit­lag er víða í slæmu ástandi, hjól­för sums staðar svo djúp að hætta skap­ast í vatns­veðrum og holur eru hættu­legar þar sem burð­ar­lag er jafn­vel farið að gefa sig, segir í kynn­ingu ráð­herra. Enn­fremur að bundið slit­lag sé á um 5.500 km vega og sé árleg við­halds­þörf þess metin á um 2,8 millj­arða króna. Upp­söfnuð þörf sé nú metin 11,3 millj­arðar króna. Fjár­heim­ild árs­ins 2017 hafi hins vegar ver­ið  4 millj­arðar króna.

„Þörfin fyrir styrk­ingar og end­ur­bætur vega er mik­il. Árleg þörf er metin 3 millj­arðar króna á ári en upp­safn­aður vandi er nú tal­inn vera nálægt 50 millj­örðum króna. Fjár­heim­ild var hins vegar 1,3 millj­arðar króna á síð­asta ári. Afleið­ingar þessa eru dýrar því í stað við­halds þarf jafn­vel að end­ur­byggja veg frá grunni. Mikil umferð­ar­aukn­ing gerir einnig kröfur um breið­ari vegi og er breikkun víða orðið brýn. Við­haldi mal­ar­vega er einnig ábóta­vant. Lengd þeirra er um 7.400 km, þar af eru stofn- og tengi­vegir 2.800 km. Árleg við­halds­þörf er metin 1,3 millj­arðar króna en upp­söfnuð þörf til við­bótar er að lág­marki 2 millj­arðar króna. Þá skortir víða á heflun og ryk­bind­ing­u,“ segir í kynn­ing­unni.

Þjón­ustu­þörf vega­kerf­is­ins fer vax­andi

Kemur fram að alls séu 1.225 brýr í vega­kerf­inu og 712 þeirra séu ein­breið­ar. Um 35 pró­sent brúa séu eldri en 50 ára og því sé komin mikil þörf á end­ur­nýj­un. End­urstofn­verð brúnna sé 71,5 millj­arðar króna og æski­leg árleg við­halds­þörf um 1,4 millj­arðar króna á ári.

„Kostn­aður við árlega þjón­ustu, að almennri þjón­ustu með­tal­inni, er sam­tals metin á um 5 millj­arða króna. Sífellt meiri kröfur eru um vetr­ar­þjón­ustu, mest vegna ört vax­andi ferða­þjón­ustu allt árið. Undir þjón­ustu falla einnig vega­merk­ing­ar, yfir­borðs­mál­un, stik­un, skilti, lýs­ing, örygg­is­mál svo sem upp­setn­ing vegriða o.fl. Þá er upp­lýs­inga­miðlun um veður og færð vax­andi. Sam­dráttur í fjár­veit­ingum til þjón­ustu hefur bitnað á almennri þjón­ustu en leit­ast er við að hlífa vetr­ar­þjón­ustu.

Gera má ráð fyrir að vetr­ar­þjón­ustan kosti nú að með­al­tali rúma 3 millj­arða króna árlega. Það sem af er þessu ári hefur dag­legur kostn­aður við vetr­ar­þjón­ustu verið að með­al­tali um 25 millj­ónir og á snjó­þungum dögum um 35 millj­ónir króna“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent