Viðhaldsþörf mikil á vegum landsins

Brýnt er að tvöfalda stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg um Kjalarnes en kostnaður við þær framkvæmdir er metinn á um 60 milljarða króna.

vegur-1.jpg
Auglýsing

Fjárveitingar til vegamála hafa undanfarin ár verið langt undir viðhalds- og framkvæmdaþörfum. Á sama tíma hefur akstur á vegum aukist verulega, sem og kröfur samfélagsins um greiðar og öruggar samgöngur allt árið. Vaxandi ferðaþjónusta er stór þáttur í þessari þróun. Þannig jókst akstur um allt að 11 prósent á síðasta ári einu saman.

Þetta kom fram þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti stöðu í vegamálum á ríkisstjórnarfundi í lok febrúar síðastliðins.

Segir í kynningunni að samhliða þessu hafi þörfin fyrir þjónustu, viðhald og framkvæmdir aukist. Framkvæmdir séu háðar verkefnabundnum fjárveitingum. Aðeins sú framkvæmd að tvöfalda stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg um Kjalarnes sé metin á um 60 milljarða króna en heildar framlög til nýframkvæmda á þessu ári séu 11,7 milljarðar króna. „Auka þarf viðhald vega og verða fjárveitingar að nema um 10 til 11 milljörðum króna á ári en voru ríflega 8 milljarðar árið 2017. Vaxandi kröfur eru til þjónustu, sérstaklega vetrarþjónustu, sem og til vegmerkinga og þurfa framlög að nema minnst 5,5 milljörðum árlega en þau námu á síðasta ári 4,6 milljörðum.“

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans kemur fram að unnið sé að samgönguáætlun en þar komi fram tillögur að brýnum verkefnum sem verði síðan lögð fyrir Alþingi sem fjalli um hana í haust.

Auglýsing

Mikil þörf fyrir framkvæmdir

Jafnframt segir í kynningunni að á undanförnum áratug hafi fjármunum verið forgangsraðað til viðhalds og vetrarþjónustu á kostnað framkvæmda. Nægi þar að nefna framkvæmdir á Vestfjörðum í framhaldi af Dýrafjarðargöngum, jarðgangatengingu Seyðisfjarðar, endurbætur á Hringvegi og útrýmingu einbreiðra brúa á honum sem samtals gera um 100 milljarða króna. Þá sé afar brýnt að tvöfalda stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg um Kjalarnes en kostnaður við þær framkvæmdir er metinn á um 60 milljarða króna.

Viðhaldsþörfin er brýn, samkvæmt ráðherra. Hann segir að undanfarin ár hafi fjárveiting til viðhalds vega verið umtalsvert lægri en þörf og því liggi vegir víða undir skemmdum. Samtals sé áætlað að þurfi um 11 milljarða króna á ári til að viðhalda vegakerfinu í ásættanlegu horfi og vinna upp viðvarandi skort en uppsöfnuð viðhaldsþörf nemi um 65 milljörðum króna.

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: Birgir Þór

Uppsafnaður vandi nálægt 50 milljörðum

Bundið slitlag er víða í slæmu ástandi, hjólför sums staðar svo djúp að hætta skapast í vatnsveðrum og holur eru hættulegar þar sem burðarlag er jafnvel farið að gefa sig, segir í kynningu ráðherra. Ennfremur að bundið slitlag sé á um 5.500 km vega og sé árleg viðhaldsþörf þess metin á um 2,8 milljarða króna. Uppsöfnuð þörf sé nú metin 11,3 milljarðar króna. Fjárheimild ársins 2017 hafi hins vegar verið  4 milljarðar króna.

„Þörfin fyrir styrkingar og endurbætur vega er mikil. Árleg þörf er metin 3 milljarðar króna á ári en uppsafnaður vandi er nú talinn vera nálægt 50 milljörðum króna. Fjárheimild var hins vegar 1,3 milljarðar króna á síðasta ári. Afleiðingar þessa eru dýrar því í stað viðhalds þarf jafnvel að endurbyggja veg frá grunni. Mikil umferðaraukning gerir einnig kröfur um breiðari vegi og er breikkun víða orðið brýn. Viðhaldi malarvega er einnig ábótavant. Lengd þeirra er um 7.400 km, þar af eru stofn- og tengivegir 2.800 km. Árleg viðhaldsþörf er metin 1,3 milljarðar króna en uppsöfnuð þörf til viðbótar er að lágmarki 2 milljarðar króna. Þá skortir víða á heflun og rykbindingu,“ segir í kynningunni.

Þjónustuþörf vegakerfisins fer vaxandi

Kemur fram að alls séu 1.225 brýr í vegakerfinu og 712 þeirra séu einbreiðar. Um 35 prósent brúa séu eldri en 50 ára og því sé komin mikil þörf á endurnýjun. Endurstofnverð brúnna sé 71,5 milljarðar króna og æskileg árleg viðhaldsþörf um 1,4 milljarðar króna á ári.

„Kostnaður við árlega þjónustu, að almennri þjónustu meðtalinni, er samtals metin á um 5 milljarða króna. Sífellt meiri kröfur eru um vetrarþjónustu, mest vegna ört vaxandi ferðaþjónustu allt árið. Undir þjónustu falla einnig vegamerkingar, yfirborðsmálun, stikun, skilti, lýsing, öryggismál svo sem uppsetning vegriða o.fl. Þá er upplýsingamiðlun um veður og færð vaxandi. Samdráttur í fjárveitingum til þjónustu hefur bitnað á almennri þjónustu en leitast er við að hlífa vetrarþjónustu.

Gera má ráð fyrir að vetrarþjónustan kosti nú að meðaltali rúma 3 milljarða króna árlega. Það sem af er þessu ári hefur daglegur kostnaður við vetrarþjónustu verið að meðaltali um 25 milljónir og á snjóþungum dögum um 35 milljónir króna“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent