Viðhaldsþörf mikil á vegum landsins

Brýnt er að tvöfalda stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg um Kjalarnes en kostnaður við þær framkvæmdir er metinn á um 60 milljarða króna.

vegur-1.jpg
Auglýsing

Fjár­veit­ingar til vega­mála hafa und­an­farin ár verið langt undir við­halds- og fram­kvæmda­þörf­um. Á sama tíma hefur akstur á vegum auk­ist veru­lega, sem og kröfur sam­fé­lags­ins um greiðar og öruggar sam­göngur allt árið. Vax­andi ferða­þjón­usta er stór þáttur í þess­ari þró­un. Þannig jókst akstur um allt að 11 pró­sent á síð­asta ári einu sam­an.

Þetta kom fram þegar Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra kynnti stöðu í vega­málum á rík­is­stjórn­ar­fundi í lok febr­úar síð­ast­lið­ins.

Segir í kynn­ing­unni að sam­hliða þessu hafi þörfin fyrir þjón­ustu, við­hald og fram­kvæmdir auk­ist. Fram­kvæmdir séu háðar verk­efna­bundnum fjár­veit­ing­um. Aðeins sú fram­kvæmd að tvö­falda stofn­leiðir til og frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Reykja­nes­braut, Suð­ur­lands­veg og Vest­ur­lands­veg um Kjal­ar­nes sé metin á um 60 millj­arða króna en heildar fram­lög til nýfram­kvæmda á þessu ári séu 11,7 millj­arðar króna. „Auka þarf við­hald vega og verða fjár­veit­ingar að nema um 10 til 11 millj­örðum króna á ári en voru ríf­lega 8 millj­arðar árið 2017. Vax­andi kröfur eru til þjón­ustu, sér­stak­lega vetr­ar­þjón­ustu, sem og til veg­merk­inga og þurfa fram­lög að nema minnst 5,5 millj­örðum árlega en þau námu á síð­asta ári 4,6 millj­örð­u­m.“

Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að unnið sé að sam­göngu­á­ætlun en þar komi fram til­lögur að brýnum verk­efnum sem verði síðan lögð fyrir Alþingi sem fjalli um hana í haust.

Auglýsing

Mikil þörf fyrir fram­kvæmdir

Jafn­framt segir í kynn­ing­unni að á und­an­förnum ára­tug hafi fjár­munum verið for­gangs­raðað til við­halds og vetr­ar­þjón­ustu á kostnað fram­kvæmda. Nægi þar að nefna fram­kvæmdir á Vest­fjörðum í fram­haldi af Dýra­fjarð­ar­göng­um, jarð­ganga­teng­ingu Seyð­is­fjarð­ar, end­ur­bætur á Hring­vegi og útrým­ingu ein­breiðra brúa á honum sem sam­tals gera um 100 millj­arða króna. Þá sé afar brýnt að tvö­falda stofn­leiðir til og frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Reykja­nes­braut, Suð­ur­lands­veg og Vest­ur­lands­veg um Kjal­ar­nes en kostn­aður við þær fram­kvæmdir er met­inn á um 60 millj­arða króna.

Við­halds­þörfin er brýn, sam­kvæmt ráð­herra. Hann segir að und­an­farin ár hafi fjár­veit­ing til við­halds vega verið umtals­vert lægri en þörf og því liggi vegir víða undir skemmd­um. Sam­tals sé áætlað að þurfi um 11 millj­arða króna á ári til að við­halda vega­kerf­inu í ásætt­an­legu horfi og vinna upp við­var­andi skort en upp­söfnuð við­halds­þörf nemi um 65 millj­örðum króna.

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: Birgir Þór

Upp­safn­aður vandi nálægt 50 millj­örðum

Bundið slit­lag er víða í slæmu ástandi, hjól­för sums staðar svo djúp að hætta skap­ast í vatns­veðrum og holur eru hættu­legar þar sem burð­ar­lag er jafn­vel farið að gefa sig, segir í kynn­ingu ráð­herra. Enn­fremur að bundið slit­lag sé á um 5.500 km vega og sé árleg við­halds­þörf þess metin á um 2,8 millj­arða króna. Upp­söfnuð þörf sé nú metin 11,3 millj­arðar króna. Fjár­heim­ild árs­ins 2017 hafi hins vegar ver­ið  4 millj­arðar króna.

„Þörfin fyrir styrk­ingar og end­ur­bætur vega er mik­il. Árleg þörf er metin 3 millj­arðar króna á ári en upp­safn­aður vandi er nú tal­inn vera nálægt 50 millj­örðum króna. Fjár­heim­ild var hins vegar 1,3 millj­arðar króna á síð­asta ári. Afleið­ingar þessa eru dýrar því í stað við­halds þarf jafn­vel að end­ur­byggja veg frá grunni. Mikil umferð­ar­aukn­ing gerir einnig kröfur um breið­ari vegi og er breikkun víða orðið brýn. Við­haldi mal­ar­vega er einnig ábóta­vant. Lengd þeirra er um 7.400 km, þar af eru stofn- og tengi­vegir 2.800 km. Árleg við­halds­þörf er metin 1,3 millj­arðar króna en upp­söfnuð þörf til við­bótar er að lág­marki 2 millj­arðar króna. Þá skortir víða á heflun og ryk­bind­ing­u,“ segir í kynn­ing­unni.

Þjón­ustu­þörf vega­kerf­is­ins fer vax­andi

Kemur fram að alls séu 1.225 brýr í vega­kerf­inu og 712 þeirra séu ein­breið­ar. Um 35 pró­sent brúa séu eldri en 50 ára og því sé komin mikil þörf á end­ur­nýj­un. End­urstofn­verð brúnna sé 71,5 millj­arðar króna og æski­leg árleg við­halds­þörf um 1,4 millj­arðar króna á ári.

„Kostn­aður við árlega þjón­ustu, að almennri þjón­ustu með­tal­inni, er sam­tals metin á um 5 millj­arða króna. Sífellt meiri kröfur eru um vetr­ar­þjón­ustu, mest vegna ört vax­andi ferða­þjón­ustu allt árið. Undir þjón­ustu falla einnig vega­merk­ing­ar, yfir­borðs­mál­un, stik­un, skilti, lýs­ing, örygg­is­mál svo sem upp­setn­ing vegriða o.fl. Þá er upp­lýs­inga­miðlun um veður og færð vax­andi. Sam­dráttur í fjár­veit­ingum til þjón­ustu hefur bitnað á almennri þjón­ustu en leit­ast er við að hlífa vetr­ar­þjón­ustu.

Gera má ráð fyrir að vetr­ar­þjón­ustan kosti nú að með­al­tali rúma 3 millj­arða króna árlega. Það sem af er þessu ári hefur dag­legur kostn­aður við vetr­ar­þjón­ustu verið að með­al­tali um 25 millj­ónir og á snjó­þungum dögum um 35 millj­ónir króna“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Listafólk kallar eftir tilslökunum
Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent