Stjórn Walmart, stærsta smásölufyrirtækisins Bandaríkjanna og heimsins, sé horft til árlegra tekna, ákvað í gær að banna sölu á byssum og skotum til fólks yngra en 21 árs. Áður hafði stór verslunarkeðja, Dick's Sporting Goods, stigið sama skref.
Áður var viðmiðið 18 ár. Með þessu telur Walmart sig vera að svara kalli tímans, ekki síst að undanförnu.
Ungmenni úr Marjory Stoneman Douglas High School í Flórída, þar sem 17 voru drepin í skotárás með AR-15 riffli hinn 14. febrúar síðastliðinn, hafa að undanförnu haft mikil áhrif um öll Bandaríkin og leitt áfram þrýstihópa og mótmæli gegn núverandi byssulöggjöf.
Edward Stack, forstjóri Walmart, sagði ungmennin hafa hreyft við stjórnendum Walmart og leitt til þess að málin voru tekin til endurskoðunar.
BOOM!!
— Brian Krassenstein🐬 (@krassenstein) March 1, 2018
Walmart says it will raise the age restriction to 21 for all gun purchases.
Thank you Walmart... doing what Congress refuses to do to protect our children.
RETWEET to show your appreciation and to encourage other companies to follow suit!#Walmart
Hefur þeirra meginkrafa verið sú að leitt verði í lög bann við sjálfvirkum rifflum, skilgreindum árásarvopnum og að hámarksaldur fyrir kaupum á byssum verði hækkaður í 21 árs.
Walmart ákvað í gær að bíða ekki eftir lagabreytingum heldur ákveða að hækka lágmarksaldur fyrir byssukaupum í verslunum sínum, og taka ákveðnar tegundir skota úr sölu.
Ákvörðunin þykir mikill sigur fyrir andstæðinga byssulöggjafarinnar í Bandaríkjunum. Eftir að Walmart tilkynnti um ákvörðun sína var tilkynnt um það að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri tilbúinn til þess að endurskoða byssulöggjöfina í Bandaríkjunum, og taka þar tillit til ólíkra sjónarmiða.
Walmart er stærsti vinnuveitandi Bandaríkjanna með 2,3 milljónir starfsmanna og meira en 500 milljarða Bandaríkjadala í tekjur, eða sem nemur 50 þúsund milljörðum króna.