Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að haldlagningu héraðssaksóknara á fjármunum og eignum í tengslum við rannsókn skattrannsóknarstjóra á Sigurði Gísla Björnssyni, fiskútflytjanda.
Hann er grunaður um stórfelld skattsvik, en vantalinn skattstofn er talinn vera 1,3 milljarðar króna. Fangelsisvist getur orðið að hámarki sex ár fyrir þau brot sem hann er grunaður um.
Upp komst um málið, eftir að gögn um Íslendinga sem áttu eignir í skattaskjólum, voru keypt af skattrannsóknarstjóra.
Fram kemur í úrskurðinum, að lagt hafi verið hald á ´fjármuni í krónum, Bandaríkjadal, pundum, evrum og Kandadal, samtals upp á rúmlega 150 milljónir króna.
Lagt var hald á fjármuni í íslenskum krónum, bandarískum dollurum, breskum pundum, evrum og kanadískum dollurum að upphæð tæplega 153,5 milljónir króna miðað við gengi þegar haldlagning fór fram en húsleit fór fram á skrifstofu Sigurðar Gísla 15. desember.
Fram kemur í úrskurðinum að eignir upp á tæplega 700 milljónir hafi verið kyrsettar.