Þórður og Birgir kvörtuðu yfir fjölmiðlum til ÖSE

Á fundi sínum með ÖSE í aðdraganda kosninga lýstu framkvæmdastjóri og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins áhyggjum sínum af meintri hlutdrægni RÚV og fleiri miðla.

Þórður Þórarinsson og Birgir Ármannsson.
Þórður Þórarinsson og Birgir Ármannsson.
Auglýsing

Birgir Ármanns­son, for­maður þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, stað­festir í sam­tali við Kjarn­ann að hann og Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri flokks­ins, hafi í aðdrag­andi kosn­inga fundað með ÖSE og viðrað áhyggjur sínar af slag­síðu í fjöl­miðl­um. Hann segir að sér­stak­lega hafi þeim fund­ist Rík­is­út­varpið ekki verið að sinna hlut­leys­is­skyldum sín­um. 

Í skýrslu ÖSE, Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unar Evr­ópu, segir að full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafi kvartað yfir hlut­drægni fjöl­miðla á fundi með eft­ir­lits­mönnum stofn­un­ar­innar í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga í lok októ­ber í fyrra.

Í skýrsl­unni segir að full­trú­arnir hafi kvartað undan hlut­drægni fjöl­miðla sem fjöll­uðu um „lög­bann­ið, þannig að það hafi ein­göngu átt við um umfjöllun um for­sæt­is­ráð­herrann,“ sem á þessum tíma var Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Auglýsing

Lög­bannið sem vitnað er til, var lög­bannið sem Glitnir Holdco fékk sett á umfjöllun Stund­ar­innar og Reykja­vík Media upp úr gögnum frá Glitni. Meðal ann­ars var þar umfjöllun um við­skipta­mála­efni Bjarna, þegar hann var bæði stór þátt­tak­andi í íslensku við­skipta­lífi og þing­maður fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Fund­uðu tvisvar

„Ég geri ráð fyrir því að hér sé vísað til funda okkar Þórðar [Þór­ar­ins­son­ar] sem við áttum með ÖSE í aðdrag­anda kosn­ing­anna,“ segir Birg­ir. Hann segir að þeir hafi átt tvo fundi með ÖSE. Umfjöll­un­ar­efni fyrri fund­ar­ins hafi verið almennt um kosn­ing­ar, enda séu slíkir fundir partur af eft­ir­liti stofn­un­ar­inn­ar. Síð­ari fund­ur­inn var nokkrum dögum fyrir kosn­ing­ar, að sögn Birg­is, og var meg­in­um­fjöll­un­ar­efnið fjöl­miðlar og fjöl­miðlaum­fjöll­un.

Hann segir að árum saman hafi full­trúar flokk­anna átt sam­töl við ÖSE af þessu tagi og að ekk­ert óeðli­legt sé við það. „Ef ég man rétt þá var þetta með þeim hætti að full­trú­arnir voru að velta fyrir sér aðgangi stjórn­mála­flokka að fjöl­miðl­u­m,“ segir Birg­ir. Hann hafi ekki litið á það sem vanda­mál, enda hafi allir flokkar ágætis mögu­leika á að koma mál­flutn­ingi sínum á fram­færi.

Slag­síða á RÚV

„Við ræddum það á fund­inum sem okkur þykir slag­síða í fjöl­miðl­um; í frétta­vali, fram­setn­ingu og þess hátta,“ segir Birg­ir. Hann bætir því við að þeir hafi einnig rætt fjöl­miðla með almennum hætti. Þeir hafi bent á að eins og gengur væri það ekki óþekkt eða óeðli­legt að sumir væru þeim and­vígir og aðrir hlið­holl­ir. Ekk­ert væri undan því að kvarta.

Aftur á móti væri slag­síða á Rík­is­út­varp­inu. „Já, við nefndum það,“ segir Birg­ir. Sér­stak­lega hafi þeir verið með í huga frétta­flutn­ing RÚV mánu­dags­kvöldið fyrir kosn­ing­ar. Einnig hafi þeim fund­ist sér­kenni­leg­ur frétta­flutn­ingur á laug­ar­dags­kvöldið en að sögn Birgis til­greindu þeir hann sér­stak­lega á fund­in­um.

Þeir hafi talað um að Rík­is­út­varpið bæri ríkar hlut­leys­is­skyldur sem stofn­unin væri ekki að sinna. Birgir nefnir í því sam­hengi lög­banns­málið svo­kall­aða og seg­ist hann vera með fleiri mál í huga hvað þetta varð­ar. Hann nefnir þó ekki fleiri dæmi því til stuðn­ings.

Lög­bannið þeim óvið­kom­andi

Birgir segir að þeir hafi nefnt það við ÖSE að þeim þætti ann­ars vegar ósann­gjarnt að málum væri stillt upp þannig að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bæri á ein­hvern hátt ábyrgð á lög­bann­inu. „Það var okkur algjör­lega óvið­kom­and­i,“ segir hann. Hins vegar finnst honum ósann­gjörn sú umræða sem bein­ist að því að um væri að ræða lög­bann á gögn um fjár­mál Bjarna Bene­dikts­son­ar. Lög­bannið hafi ekki beinst að því heldur að gögn­unum í heild sinni.

Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að rétt sé haft eftir þeim Þórði í skýrslu ÖSE en bætir því þó við að þetta sé ein­ungis brot af heild­ar­mynd­inni. Þessi sjón­ar­mið hafi komið í sam­hengi við almenna umræðu um fjöl­miðla.

Birgir segir að Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni flokks­ins, hafi ekki verið greint frá þessu enda sé ákveðin verka­skipt­ing innan flokks­ins.

Upp­fært kl. 14:31:

Í svari Þórðar Þór­ar­ins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans stað­festir hann að hann og Birgir hafi hitt full­trúa ÖSE mánu­dag­inn 23. októ­ber 2017. „Fund­ur­inn var hald­inn að frum­kvæði ÖSE, sem hitti full­trúa stjórn­mála­flokka í tengslum við kosn­inga­eft­ir­lit vegna alþing­is­kosn­inga. Á fund­inum fór fram almennt spjall þar sem snert var á ýmsum málum tengdum kosn­ing­un­um. Meðal þess sem var til umræðu var fjöl­miðlaum­fjöll­un,“ segir í svar­in­u. 

Hann bætir því við að þeir hafi tekið það fram að þeir gerðu ekki athuga­semdir um aðgang að fjöl­miðl­um, allir flokkar fengju tæki­færi til kynna sig og koma skila­boðum á fram­færi í fjöl­miðl­um. Hins vegar hefði að þeirra mati komið fyrir að slag­síða væri á fréttaum­fjöllun sem væri alvar­legt er rík­is­fjöl­mið­ill ætti í hlut enda rek­inn fyrir almannafé og hefði lögum sam­kvæmt ríkar hlut­leys­is­skyld­ur.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent