Sögulegur sigur Sólveigar Önnu markar nýtt upphaf

Í 20 ár hefur ekki verið kosið í forystu Eflingar. Nýr formaður vill róttæka verkalýðsbráttu fyrir þau sem lægstu launin hafa.

Sólveig Anna Jónsdóttir290118
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, starfs­maður á leik­skóla í Reykja­vík, sigr­aði for­manns­kosn­ingu í Efl­ingu með yfir­burðum í gær, og má með sanni segja að sig­ur­inn marki nýtt upp­hafi í stétt­ar­fé­lags­bar­átt­unni hér á landi.

Í Efl­ingu eru nú tæp­lega 30 þús­und félags­menn en á kjör­­skrá voru 16.578 fé­lags­­menn og af þeim greiddu 2.618 at­­kvæði. Sól­veig Anna fékk 2.099 atkvæði af þeim heild­ar­fjölda, eða um 80 pró­sent atkvæða, og meðan mót­fram­bjóð­andi hennar fyrir A-lista stjórnar og trún­að­ar­ráðs, Ingvar Vigur Hall­­dór­s­­son, hlaut 519 atkvæði.

Yfir­burðir eins og hjá VR

Sól­veig Anna var opin­ber­lega stutt af Ragn­ari Þór Ing­ólfs­syni, for­manni VR, sem sigr­aði einnig for­manns­kosn­ing­arnar hjá VR, sem er með um 33 þús­und félags­menn, með yfir­burð­um. Hann fékk rúm­lega 62 pró­sent atkvæða þegar hann var kjör­inn for­maður til tveggja ára, í fyrra.

Auglýsing

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Rót­tæktar breyt­ingar

Sól­veig Anna mun taka við af Sig­urði Bessa­syni, sem hefur verið for­maður Efl­ingar í tæp­lega 20 ár, en á þeim tíma hefur aldrei komið til mót­fram­boðs og því verið sjálf­kjörið í stjórn.

Sól­veig Anna hefur boðað rót­tæka stefnu­breyt­ingu í verka­lýðs­hreyf­ing­unni, og vill að barist sé með meira afger­andi hætti fyrir hönd þeirra sem lægstu launin hafa.

Þeir sem voru með Sól­­veigu Önnu á lista og taka sæti í stjórn Efl­ing­ar eru Magda­­lena Kwi­at­kowska hjá Café Par­is, Aðal­­­geir Björns­­son, tækja­­stjóri hjá Eim­­skip, Anna Marta Mar­j­an­kowska hjá Nátt­úru þrif­um, Daní­el Örn Arn­­ar­s­­son hjá Kerfi fyr­ir­tækja­þjón­ustu, Guð­mund­ur Jón­atan Bald­­ur­s­­son, bíl­­stjóri hjá Snæ­land Gríms­­son, Jamie Mcquilk­in hjá Reso­urce In­ternat­i­onal ehf. og Kol­brún Val­ves­dótt­ir, starfs­maður bú­­setu­þjón­­ustu Reykja­vík­­­ur­­borg­­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
Kjarninn 18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
Kjarninn 18. janúar 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent