Evrópusambandið er tilbúið í tollastríð, ef það er það sem þarf, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.
Cecilia Malmström, sem fer með málefni utanríkisviðskipta hjá Evrópusambandinu, fundaði með Robert Lightizer, fulltrúa bandaríska viðskiptaráðuneytisins, og viðskiptaráðherra Japans, Hioshige Seko.
Samkvæmt umfjöllun BBC þá á Seko að hafa hvatt til þess að varlega yrði farið í að brjóta upp grunninn í viðskiptasambandi þessara risavöxnum markaðssvæða, og þá hafi þau sjónarmið einnig komið fram að Evrópusambandið yrði tilbúið að grípa til aðgerða sem það þyrfti, til að vernda mikilvæga hagsmuni Evrópusambandsríkja.
That’s right @RepBost! Thank you for your support in helping put America back to work. It’s about JOBS, JOBS, JOBS for our incredible workers and putting AMERICA FIRST! https://t.co/ChUQEa6rsC
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 9, 2018
Eins og kunnugt er, þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti þegar ákveðið að setja 25 prósent toll á innflutt stál og 10 prósent toll á innflutt ál. Kanada og Mexíkó munu fá undanþágu frá þessum tollum, með lengri aðlögunartíma. Er markmiðið að örva bandarískt efnahagslíf.
Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trumps, sagði af sér vegna þessa máls, þar sem hann var í grundvallaratriðum ósammála Trump.
Fulltrúar hagsmunasamtaka bílaiðnaðarins í Bandaríkjunum og hergagnaframleiðenda líka, hafa mótmælt fyrirhuguðum hækknum á þessar mikilvægu vörur. Telja þeir að samkeppnishæfni bandarísks efnahagslífs geti skaðast með þessum breytingum, og að alþjóðavæddur heimur viðskipta muni gera það sömuleiðis, til lengdar litið.