Hannes Hólmsteinn braut gegn siðareglum með ummælum um Kjarnann

Prófessor í stjórnmálafræði, sem ítrekað hélt fram röngum staðhæfingum um Kjarnann á opinberum vettvangi, braut gegn siðareglum Háskóla Íslands með athæfi sínu. Hann hefur neitað að rökstyðja staðhæfingar sínar og vill ekki leiðrétta þær.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Auglýsing

Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands, braut gegn tveimur siða­reglum Háskóla Íslands með ummælum um Kjarn­inn sé fjár­magn­aður af kröfu­höfum föllnu íslensku bank­anna og gangi þar með erinda þeirra, sam­kvæmt ákvörðun siða­nefnd­ar­innar sem dag­sett er 9. mars 2018.

Um­mælin setti Hannes fram í pistli á Press­unni sem birt­ist 14. febr­úar 2015 og end­ur­tók síðan efn­is­lega þrí­vegis í stöðu­upp­færslum á Face­book. Sú síð­asta var birt í nóv­em­ber 2016. Sumar stöðu­upp­færsl­urnar urðu upp­spretta frétta í öðrum frétta­miðl­um. Hann­esi var ítrekað boðið að rök­styðja ummælin með gögnum eða draga þau ann­ars til baka, en kaus í öllum til­vikum að gera það ekki.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans og stunda­kenn­ari við Háskóla Íslands, kærði því Hannes til siða­nefndar í jan­úar 2017 fyrir að hafa ítrekað haldið fram ósönnum og órök­studdum full­yrð­ingum og neitað að draga þær til baka. Í kærunni sagði m.a. að aðrir hefðu tekið upp þessar ávirð­ingar og sett þær fram á opin­berum vett­vangi. „Þær hafa meira að segja verið ræddar á meðal þing­manna. Það er eng­inn vafi í huga und­ir­rit­aðs þegar virtur pró­fessor við Háskóla Íslands, með 30 ára starfs­feril að baki, setur þessar sömu upp­lognu ávirð­ingar fram opin­ber­lega þá öðl­ast þær óverð­skuld­aðan trú­verð­ug­leika.“

Brotið var ekki talið alvar­legt þótt það snerti mik­il­væg við­mið þar sem líta verði til þess að „fjöl­mið­ill­inn Kjarn­inn getur ekki talist í jafn við­kvæmri stöðu og ef um ein­stak­ling væri að ræða.“

Hægt er að lesa ákvörðun siða­nefndar Háskóla Íslands í heild sinni hér.

Frelsi til að fara með rangt mál nýtur ekki verndar

Í ákvörðun siða­nefndar segir að sam­fé­lags­legt umhverfi dags­ins í dag sé ólíkt því sem áður var og að það sé í stöðugri þró­un. „Skýrt dæmi þar um er notkun net­miðla og aðgengi upp­lýs­inga á ver­ald­ar­vefn­um. Þessi þróun hefur opnað gáttir og leitt af sér ný sið­ferð­is­leg við­fangs­efni. Dæmi þar um eru svo­kall­aðar „fals­frétt­ir“. Þó svo að slíkt sé ekk­ert nýnæmi í sögu­legu sam­hengi er það af ýmsum ástæðum hættu­legt lýð­ræð­inu, m.a. þar sem það grefur undan einni grunn­stoða þess, tján­ing­ar­frels­inu, og skerðir aðgang almenn­ings að „sönn­um“ upp­lýs­ingum sem er nauð­syn­leg for­senda þess að geta myndað sé sjálf­stæða skoð­un. Ósannar fréttir telj­ast sið­ferði­lega rangar þar sem þær eru and­stæðar sann­leik­an­um. Grund­völlur tján­ing­ar­frels­is­ins er frelsið til að tjá skoð­anir sínar og hug­mynd­ir, en ekki frelsi til að segja hvað sem er um hvern sem er eða hvar sem er.“

Auglýsing
Frelsi til að fara með rangt mál njóti ekki verndar sem slíkt og siða­reglur Háskóla Íslands leggi áherslu á sið­ferði­leg gildi eins og sann­leika og heið­ar­leika vegna þess að séu þau ekki virt þá grafi það undna trú­verð­ug­leika hins akademíska sam­fé­lags.

Siða­nefndin telur það vera úrskurð­ar­nefni dóm­stóla að rann­saka og skera úr um hvort til­tekin stað­hæf­ing sé röng og því eftir atvikum meið­andi fyrir ein­hvern. Þess vegna vísar hún frá þeim atriðum kærunnar sem velta á sann­leiks­gildi hinna kærðu ummæla.

Neit­aði að leið­rétta, ítrek­aði þess í stað

Í ákvörðun siða­nefndar segir að það skipti einkum máli í nið­ur­stöðu siða­nefndar að kær­andi fór ítrekað fram á leið­rétt­ingu ummæla sem hann segir vera röng, en Hannes varð ekki við því og ítrek­aði þau í hinum síð­ari til­vik­um. „Í einu til­viki nýtir kærði ekki tæki­færi til að rök­styðja ummæli sín þegar blaða­maður hefur sam­band við hann. Ein af frum­skyldum háskóla­borg­ara er að styðja við sann­leik­ann og hamla gegn and­stæðu hans, og er í því sam­bandi aftur bent á þá hættu sem tján­ing­ar­frels­inu getur stafað af röngum full­yrð­ing­um. Góður akademískur siður væri því að bregð­ast við kröfu um rök­stuðn­ing í til­viki eins og þessu en ella draga full­yrð­ingu til baka hafi hún ekki trygga stoð.“

Siðanefndin telur því að ágrein­ings­efnið geti varðað við siða­reglur Háskóla Íslands að því leyti að háskóla­borg­urum ber að sýna hver öðrum virð­ingu í ræðu og riti. Þá felist ábyrgð háskóla­borg­ara í því að end­ur­taka ekki stað­hæf­ingar á opin­berum vett­vangi, sem mót­mælt er og ítrekað er óskað eftir að þeir leið­rétti, án þess þá að færa rök fyrir þeirri afstöðu eða eftir atvikum vísa til heim­ilda, en ella að draga þær til baka. „Þykir það eiga sér­stak­lega við ef háskóla­borg­ari aðgreinir sig ekki frá því hlut­verki sínu með skýrum hætti eins og á við um pistil kærða á Press­unni. Nið­ur­staða siða­nefnd­ar­innar er að kærði hafi ekki virt sem skyldi ábyrgð sína sam­kvæmt reglu 2.4.1 um mál­efna­leg og gagn­rýnin skoð­ana­skipt­i[...]og reglu 2.4.2. um að háskóla­borg­ara skuli vera minntur stöðu sinnar þegar þeir taka þátt í opin­berri umræðu, með því að hafna ítrekað áskorun kærða um leið­rétt­ingu eða rök­stuðn­ing, en ein meg­in­skylda háskóla­borg­ara er að stuðla að því að fram komi það sem sann­ara reyn­ist. Þykir kærði hafa brotið gegn siða­reglum 2.4.1. og 2.4.2 með því að hafna því, þegar eftir því var leit­að, að færa rök fyrir full­yrð­ingu sem hann setti fram opin­ber­lega í pistli sínum á Press­unni og kær­andi segir ósanna og meið­and­i.“

Siða­nefnd segir að við mat á alvar­leika brots­ins verði að hafa í huga að ummæli Hann­esar hafi verið „sett fram sem við­bragð við full­yrð­ingu Kjarn­ans um hags­muna­tengsl ann­ars fjöl­mið­ils og hins vegar má líta til þess að fjöl­mið­ill­inn Kjarn­inn getur ekki talist vera í jafn við­kvæmri stöðu og ef um ein­stak­ling væri að ræða. Af þessum ástæðum verður brotið ekki talið alvar­legt þótt það snerti mik­il­væg við­mið.“



Ummæli Hannesar sem kærð voru:

  • Ummæli í pistli á Press­unni 14. febr­úar 2015: „Tvær öfl­ugar áróð­urs­vélar útlend­inga mala allan dag­inn alla daga. Aðra kostar Evr­ópu­sam­band­ið, og er fjöldi manns á launum hjá henni. Hina kosta erlendir kröfu­hafar bank­anna. Sjá mátti sam­stillt átak þeirra, þegar rætt var á dög­unum um sölu tveggja af þremur rík­is­bönkum og skulda­bréf eins þeirra og efast um, að nið­ur­staðan hefði verið eins hag­stæð Íslend­ingum og kostur hefði verið á. Gam­al­reyndir menn og glöggir sjá fingraför þess­arar áróð­urs­vélar á bloggi Stef­áns Ólafs­sonar pró­fess­ors um Viglund Þor­steins­son og á ýmsum fréttum Kjarn­ans.“

  • Ummæli í stöðu­upp­færslu á Face­book 22. apríl 2015: „: „Það er ekki nóg með, að allir sjái, að þið rekið erindi kröfu­haf­anna í Kjarn­an­um, heldur hef ég heim­ildir fyrir því, sem ég vil ekki upp­lýsa um fremur en þú um þínar heim­ild­ir. Ég þarf því ekk­ert að taka til bak­a.“ Umrædd ummæli urðu and­lag frétta á vef­miðl­inum Eyj­unni sama dag.

  • Ummæli í stöðu­upp­færslu á Face­book 16. jan­úar 2016: „En þú skalt gæta að því, að Kjarn­inn er að ráð­ast á aðra fjöl­miðla fyrir að vera vanda­bundna hags­muna­að­il­um. Hann ætti að sleppa því sam­kvæmt lög­mál­inu, að sá yðar, sem synd­laus er, kasti fyrsta stein­in­um. Ég held raun­ar, að það sé betra að fá stuðn­ing frá útgerð­ar­mönnum en frá erlendum kröfu­höf­um, svo að við höldum okkur áfram við Kjarn­ann.“ Umrædd ummæli urðu and­lag frétta á Vísi.is sama dag.

  • Ummæli í stöðu­upp­færslu á Face­book 12. nóv­em­ber 2016: „Ef þú ert súr yfir því, að ég hef bent á tengsl ykkar á Kjarn­anum við erlendu kröfu­haf­ana, þá svara ég því til, að ég tel mig hafa áreið­an­legar heim­ildir fyrir því (og miklu nákvæm­ari en ég hef látið upp opin­ber­lega), þótt ég kjósi ekki frekar en þið stundum að greina frá þeim opin­ber­lega. Heim­ild­ar­menn verða stundum að njóta frið­helgis, eins og þið fjöl­miðla­menn hljótið að skilja öðrum bet­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent