Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kosninga til stjórnar VR, sem stóð frá 6. mars til hádegis í dag er nú lokið. Sjö stjórnarmenn hafa þar af leiðandi verið kosnir í stjórn VR til tveggja ára samkvæmt fléttulista. Hópurinn sem stendur að baki Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, náði ekki meirihluta.
Þau eru:
- Sigríður Lovísa Jónsdóttir
- Bjarni Þór Sigurðsson
- Dóra Magnúsdóttir
- Arnþór Sigurðsson
- Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir
- Friðrik Boði Ólafsson
- Ingibjörg Ósk Birgisdóttir
Þrír varamenn voru kosnir í stjórn VR til eins árs. Eru það þau Agnes Erna Estherardóttir, Oddný Margrét Stefánsdóttir og Sigurður Sigfússon.
Samkvæmt frétt VR greiddu 3345 manns atkvæði. Á kjörskrá voru alls 34.980 og var því kosningaþátttaka 9,56 prósent.
Atkvæðagreiðslan var rafræn og kosið var á milli 27 frambjóðenda til sjö sæta í stjórn.
Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu VR hafa allir fullgildir VR-félagar atkvæðisrétt í kosningunum. Á kjörskrá eru einnig eldri félagsmenn, sem eru hættir atvinnuþátttöku vegna aldurs, sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt a.m.k. 50 mánuði af 60 á síðustu fimm árum áður en þeir urðu 67 ára.
Saman til verka í VR náði ekki meirihluta
Hópur sem stendur að baki formanns VR náði ekki meirihluta. Þeir Friðrik Boði Ólafsson og Arnþór Sigurðsson voru þó kosnir í stjórnina og þær Agnes Erna Estherardóttir og Oddný Margrét Stefánsdóttir voru kosnar varamenn. Ef ekki hefði verið um fléttulista að ræða þá hefðu þær Agnes Erna og Oddný Margrét verið kosnar í stjórn, þar sem þær lentu í fimmta og sjöunda sæti. Í staðinn fara Arnþór og Friðrik Boði í stjórn.
Klukkutími í að lokað verði fyrir kosningar VR. Nýtið kosningaréttinn! Við Rúnar Einarsson, Agnes Erna, Oddný Margrét...
Posted by Friðrik Boði Ólafsson on Tuesday, March 13, 2018
Úrslit samkvæmt fjölda atkvæða: