Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir það oft gleymast, í umfjöllunum um stéttarfélög og vinnu þeirra, hversu mikilvæg réttindi þau semja um fyrir hönd sinna félagsmanna.
Í færslu á Facebook síðu sinni, segir að hann að svonefnd gul stéttarfélög, láti alvöru stéttarfélögum það eftir að semja um ýmis mikilvæg réttindi, svo sem lífeyrisréttindi, veikinda- og slysatryggingar, réttindi í fæðingarorlofi, endurhæfingarþjónustu og svo mætti lengi telja.
Þess vegna sé lítið að marka samanburð á félagsgjöldum milli slíkra félaga og síðan alvöru stéttarfélaga.
„Vegna þess að alvöru stéttarfélög sjá um svona mál geta svona félög látið sér nægja að afar lág félagsgjöld því hinir sjá um vinnuna! Það má auðvitað nota um svona starfsemi ýmis lýsingarorð sem ég ætla að spara hérna, en eitt er víst að að baki þessu fer lítið fyrir samstöðu og samfélagslegri ábyrgð,“ segir Gylfi á Facebook síðu sinni, og beinir spjótunum að Félagi lykilmanna, sem eru með mun lægri gjöld en önnur stéttarfélög.
Spegillinn á RÚV fjallaði ítarlega um svonefnd gul stéttarfélög á vef sínum. Þar segir Gunnar Páll að vissulega megi skilgreina Félag lykilmanna sem gult stéttarfélag. Félagið skilgreini sig hins vegar sem félag fyrir stjórnendur og sérfræðinga og sjónum hafi sérstaklega verið beint að þeim sem standa utan stéttarfélaga. Félagið er samt sem áður opið öllum, og einblínir á að vera miðað fyrir stjórnendur og sérfræðinga, þó það sé öllum opið.