Viðskiptaráð vill að frjálslyndir berjist gegn auknum umsvifum hins opinbera

Skattar hafa hækkað undanfarin tíu ár, bæða hvað varðar tekjuskatt einstaklinga og fyrirtækjaskatt. Viðskiptaráð segir frjálslyndar áherslur hafa heillt á litið orðið undir undanfarin ár.

peningar
Auglýsing

Frjáls­lyndar áhersl­ur, á mæli­kvarða rík­is­um­svifa, hafa heilt á litið orðið undir und­an­farin ár. Þetta er mat Við­skipta­ráðs sem kemur fram í frétt þess. 

Ráðið fagnar umræðu síð­ustu daga, þar sem mikið hafi verið rætt um það hvaða flokkar raun­veru­lega standi fyrir frjáls­lyndi, og aug­lýsir um leið eftir að fleiri sýni frjáls­lyndi í verki. „Verð­mætin verða ekki til með öflun skattekna – verð­mætin verða til í atvinnu­líf­inu. Hvetur Við­skipta­ráð þá flokka sem gefa sig út fyrir að standa fyrir frjáls­lyndi að standa betur vörð um raun­veru­lega verð­mæta­sköpun og berj­ast gegn auknum umsvifum hins opin­ber­a,“ segir í frétt­inn­i. 

­Jafn­framt kemur fram að skattar hafi hækkað und­an­farin tíu ár, sama hvort horft sé á álagn­ingar ein­stak­linga eða fyr­ir­tækja. „Fylgi­fiskur þess­ara skatta­hækk­ana er aukin umsvif hins opin­bera, bæði ríkis og sveit­ar­fé­laga, hér á landi. Heild­ar­um­svif hins opin­bera hafa auk­ist und­an­farin ár en heild­ar­tekjur rík­is­sjóðs árið 2017 námu 43 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu sam­an­borið við 35 pró­sent 30 árum fyrr. Með öðrum orðum er leitnin sú að ríkið tekur til sín hærra hlut­fall af verð­mæta­sköpun lands­manna.

Auglýsing

Heild­ar­um­svif ríkis og sveit­ar­fé­laga hafa ekki ein­ungis auk­ist heldur hafa tekjur á mann auk­ist gríð­ar­lega und­an­farin ár og ára­tugi. Tekur hið opin­bera til sín nærri tvö­falt meiri tekjur af hverjum íbúa heldur en fyrir 30 árum síðan að teknu til­liti til verð­bólg­u,“ segir í frétt­inn­i. 

Eins og fjallað var um í leið­ara á Kjarn­anum í gær þá kemur fram í skýrslu hag­­deildar Alþýð­u­­sam­­bands Íslands (ASÍ), sem birt var í ágúst 2017 að skatt­­byrði hefði auk­ist í öllum tekju­hópum hér­­­lendis frá árinu 1998 til loka árs 2016. Aukn­ingin væri lang­­­mest hjá tekju­lægstu hóp­un­um, mun­­­ur­inn á skatt­­­byrði tekju­lægstu hópanna og þeirra tekju­hærri hefur minnkað og dregið hefur úr tekju­­­jöfn­un­­­ar­hlut­verki skatt­­­kerf­is­ins. Kaup­mátt­­­ar­aukn­ing síð­­­­­ustu ára hefur þannig síður skilað sér til launa­­­fólks með lægri tekjur en þeirra tekju­hærri vegna vax­andi skatt­­­byrð­i.

Það liggur því fyrir að skatt­­byrði hefur auk­ist á umræddu tíma­bili. Full­­trúi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins sat í fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu allt þetta tíma­bil ef und­an­skilin eru árin 2009 til 2013.

Í fjár­­lögum árs­ins 2018 kemur fram að tekju­skattur sem ein­stak­l­ingar greiða verði 14,1 millj­­örðum krónum hærri í ár en hann var í fyrra. Þá aukast skatt­greiðslur sem fyr­ir­tækin í land­inu greiða í tekju­skatt um 7,4 millj­­arða króna. Bankar lands­ins greiða alls kyns við­­bót­­ar­skatta sem fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki í öðrum löndum greiða ekki og fjár­­­magnstekju­skattur var hækk­­aður úr 20 í 22 pró­­sent um síð­­­ustu ára­­mót.

Ýmiss konar háar álögur eru lagðar á bif­­reið­­ar­eig­end­­ur, hús­næð­is­­kaup­endur eru látnir greiða svo­­kallað stimp­il­gjald, tóbaksnot­endur greiða millj­­arða króna í skatta fyrir fíkn sína og þeir sem drekka áfengi munu skila 18,6 millj­­örðum krónum í áfeng­is­­gjöldum til rík­­is­­sjóðs á yfir­­stand­andi ári. Þá er auð­vitað ótalið að allir 16 til 70 ára þurfa að greiða útvarps­­­gjald til RÚV og sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki lands­ins greiða sér­­­stök veið­i­­­gjöld í rík­­is­­sjóðs. Sam­tals verða tekjur rík­­is­­sjóðs 840 millj­­arðar króna í ár, sam­­kvæmt fjár­­lög­­um. Það er 42 pró­­sent fleiri krónur sem inn­­heimtar verða í rík­­is­­kass­ann en skil­uðu sér þangað 2013.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent