Viðskiptaráð vill að frjálslyndir berjist gegn auknum umsvifum hins opinbera

Skattar hafa hækkað undanfarin tíu ár, bæða hvað varðar tekjuskatt einstaklinga og fyrirtækjaskatt. Viðskiptaráð segir frjálslyndar áherslur hafa heillt á litið orðið undir undanfarin ár.

peningar
Auglýsing

Frjáls­lyndar áhersl­ur, á mæli­kvarða rík­is­um­svifa, hafa heilt á litið orðið undir und­an­farin ár. Þetta er mat Við­skipta­ráðs sem kemur fram í frétt þess. 

Ráðið fagnar umræðu síð­ustu daga, þar sem mikið hafi verið rætt um það hvaða flokkar raun­veru­lega standi fyrir frjáls­lyndi, og aug­lýsir um leið eftir að fleiri sýni frjáls­lyndi í verki. „Verð­mætin verða ekki til með öflun skattekna – verð­mætin verða til í atvinnu­líf­inu. Hvetur Við­skipta­ráð þá flokka sem gefa sig út fyrir að standa fyrir frjáls­lyndi að standa betur vörð um raun­veru­lega verð­mæta­sköpun og berj­ast gegn auknum umsvifum hins opin­ber­a,“ segir í frétt­inn­i. 

­Jafn­framt kemur fram að skattar hafi hækkað und­an­farin tíu ár, sama hvort horft sé á álagn­ingar ein­stak­linga eða fyr­ir­tækja. „Fylgi­fiskur þess­ara skatta­hækk­ana er aukin umsvif hins opin­bera, bæði ríkis og sveit­ar­fé­laga, hér á landi. Heild­ar­um­svif hins opin­bera hafa auk­ist und­an­farin ár en heild­ar­tekjur rík­is­sjóðs árið 2017 námu 43 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu sam­an­borið við 35 pró­sent 30 árum fyrr. Með öðrum orðum er leitnin sú að ríkið tekur til sín hærra hlut­fall af verð­mæta­sköpun lands­manna.

Auglýsing

Heild­ar­um­svif ríkis og sveit­ar­fé­laga hafa ekki ein­ungis auk­ist heldur hafa tekjur á mann auk­ist gríð­ar­lega und­an­farin ár og ára­tugi. Tekur hið opin­bera til sín nærri tvö­falt meiri tekjur af hverjum íbúa heldur en fyrir 30 árum síðan að teknu til­liti til verð­bólg­u,“ segir í frétt­inn­i. 

Eins og fjallað var um í leið­ara á Kjarn­anum í gær þá kemur fram í skýrslu hag­­deildar Alþýð­u­­sam­­bands Íslands (ASÍ), sem birt var í ágúst 2017 að skatt­­byrði hefði auk­ist í öllum tekju­hópum hér­­­lendis frá árinu 1998 til loka árs 2016. Aukn­ingin væri lang­­­mest hjá tekju­lægstu hóp­un­um, mun­­­ur­inn á skatt­­­byrði tekju­lægstu hópanna og þeirra tekju­hærri hefur minnkað og dregið hefur úr tekju­­­jöfn­un­­­ar­hlut­verki skatt­­­kerf­is­ins. Kaup­mátt­­­ar­aukn­ing síð­­­­­ustu ára hefur þannig síður skilað sér til launa­­­fólks með lægri tekjur en þeirra tekju­hærri vegna vax­andi skatt­­­byrð­i.

Það liggur því fyrir að skatt­­byrði hefur auk­ist á umræddu tíma­bili. Full­­trúi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins sat í fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu allt þetta tíma­bil ef und­an­skilin eru árin 2009 til 2013.

Í fjár­­lögum árs­ins 2018 kemur fram að tekju­skattur sem ein­stak­l­ingar greiða verði 14,1 millj­­örðum krónum hærri í ár en hann var í fyrra. Þá aukast skatt­greiðslur sem fyr­ir­tækin í land­inu greiða í tekju­skatt um 7,4 millj­­arða króna. Bankar lands­ins greiða alls kyns við­­bót­­ar­skatta sem fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki í öðrum löndum greiða ekki og fjár­­­magnstekju­skattur var hækk­­aður úr 20 í 22 pró­­sent um síð­­­ustu ára­­mót.

Ýmiss konar háar álögur eru lagðar á bif­­reið­­ar­eig­end­­ur, hús­næð­is­­kaup­endur eru látnir greiða svo­­kallað stimp­il­gjald, tóbaksnot­endur greiða millj­­arða króna í skatta fyrir fíkn sína og þeir sem drekka áfengi munu skila 18,6 millj­­örðum krónum í áfeng­is­­gjöldum til rík­­is­­sjóðs á yfir­­stand­andi ári. Þá er auð­vitað ótalið að allir 16 til 70 ára þurfa að greiða útvarps­­­gjald til RÚV og sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki lands­ins greiða sér­­­stök veið­i­­­gjöld í rík­­is­­sjóðs. Sam­tals verða tekjur rík­­is­­sjóðs 840 millj­­arðar króna í ár, sam­­kvæmt fjár­­lög­­um. Það er 42 pró­­sent fleiri krónur sem inn­­heimtar verða í rík­­is­­kass­ann en skil­uðu sér þangað 2013.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent