Ekki samstaða í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um breytingu á kosningaaldri

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vilja færa kosningaaldurinn niður í 16 ár á meðan ekki sé hægt að bjóða sig fram og lögræðisaldur sé 18 ár.

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson.
Auglýsing

Ekki er sam­staða um nefnd­ar­á­lit með breyt­ing­ar­til­lögu lagt var fram af meiri­hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar síð­ast­lið­inn fimmtu­dag um frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um kosn­ingar til sveit­ar­stjórna, þar sem lagt er til að kosn­inga­aldur verði lækk­aður niður í 16 ár. 

Þeir sem standa að meiri­hluta­á­lit­inu eru þing­menn frá Vinstri græn­um, Sam­fylk­ingu, Við­reisn, Fram­sókn og Píröt­um. Minni­hlut­inn í nefnd­inni sam­anstendur hins vegar af þing­mönnum frá Sjálf­stæð­is­flokki, einum frá Fram­sókn­ar­flokki og einum frá Mið­flokkn­um. Meiri­hluta­á­litið er því ekki lagt fram eftir hefð­bundnum víg­lín­um. Tveir stjórn­ar­þing­menn í nefnd­inni standa að álit­inu ásamt þremur stjórn­ar­and­stöðu­þing­mönnum á meðan þrír stjórn­ar­þing­menn og einn stjórn­ar­and­stæð­ingur eru ekki fylgj­andi því.

Meiri­hlut­inn sam­anstendur af Kol­beini Ótt­ars­syni Proppé, Helgu Völu Helga­dótt­ur, Jóni Þóri Ólafs­syni, Jóni Stein­dóri Valdi­mars­syni og Þór­unni Egils­dótt­ur. Þeir sem eru í minni­hlut­anum eru Brynjar Níels­son, Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, Óli Björn Kára­son og Þor­steinn Sæmunds­son.

Auglýsing

Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, segir í sam­tali við Kjarn­ann prinsipp­á­stæður vera að baki afstöðu hans. „Ég lít svo á að því fylgi mikil ábyrgð að geta kos­ið. Mér finnst að þeir sem geta kosið ættu einnig að geta boðið sig fram,“ segir hann.

Brynjar seg­ist ekki vera mót­fall­inn 16 ára kosn­inga­aldri en hann telur að sam­ræma þurfi lög­ræð­is­ald­ur­inn að sama skapi. „Ég vil bara að menn séu sam­kvæmir sjálfum sér.“

Býst við að málið verði afgreitt fyrir páska

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna og fram­sögu­maður nefnd­ar­á­lits­ins, segir að þetta mál sé hluti af alþjóð­legri umræðu sem lúti að því að efla lýð­ræð­is­þátt­töku ungs fólks. Hann bendir á að Vinstri græn hafi áður lagt fram sam­bæri­legt mál en Katrín Jak­obs­dóttir lagði fram frum­varp í fyrra er varðar kosn­inga­ald­ur.

„Við teljum mjög mik­il­vægt að efla lýð­ræð­is­þátt­töku. Á þessum aldri eru þau farin að greiða skatta af tekjum sínum og þá er eðli­legt að þau taki þátt í kosn­ing­um.“

Kol­beinn seg­ist ekki búast við öðru en að hægt sé að afgreiða málið fyrir páska. Hann segir að mik­il­vægt sé að nið­ur­staða fáist í málið og ef ekki sé meiri­hluti fyrir því á þing­inu þá þurfi það að koma fram.

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tekur í sama streng og Brynj­ar. Hann segir að mörg gild rök séu fyrir því að lækka kosn­inga­aldur en hann telur að þá þurfi að breyta sjálf­ræð­is­aldr­inum á sama tíma. Jafn­framt þyrfti kjör­gengi að fylgja. Hann segir að breyt­ing­arnar ættu að ná yfir allar kosn­ing­ar, ekki ein­ungis sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Ýmiss rétt­indi mið­ast við annan aldur en lög­ræð­is­aldur

Í nefnd­ar­á­lit­inu segir að með frum­varp­inu sé lagt til að ald­urs­mörk kosn­ing­ar­réttar í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum verði við 16 ára aldur í stað 18 ára. Mark­miðið með frum­varp­inu sé að styðja við lýð­ræð­is­þátt­töku ungs fólks og auka tæki­færi þess til að hafa áhrif á sam­fé­lagið sem virkir og ábyrgir þátt­tak­end­ur.

„Nefndin ræddi nokkuð um rétt­indi og skyldur barna og skyldur for­sjár­for­eldra en sam­kvæmt lög­ræð­is­lögum verða menn lög­ráða 18 ára en fram að því ráða for­eldrar per­sónu­legum högum barns­ins, þ.e. fara með for­sjá þess. Í því felst skylda til að taka ákvarð­anir um upp­eldi barns og réttur barns­ins til að njóta for­sjár for­eldr­anna. Ýmis rétt­indi og skyldur barna mið­ast við annan aldur en lög­ræð­is­aldur auk þess sem skv. 5. gr. samn­ings­ins um rétt­indi barns­ins skulu börn njóta sívax­andi rétt­inda miðað við aldur og þroska. 

Í ein­stökum lögum er með beinum hætti mælt fyrir um rétt­ar­stöðu barns yngra en 18 ára, t.d. ráða börn sjálfsaflafé og gjafafé sínu sam­kvæmt lög­ræð­is­lög­um, réttur til að skrá sig í trú­fé­lag er mið­aður við 16 ár, réttur til að taka ákvörðun um fóst­ur­eyð­ingu er mið­aður við 16 ár og í lögum um rétt­indi sjúk­linga er rétt­ur­inn til að taka ákvörðun um heil­brigð­is­þjón­ustu mið­aður við 16 ár svo að eitt­hvað sé nefnt.

Meiri hlut­inn telur að það sé rétt skref að veita 16 ára börnum rétt til að kjósa og þurfa þau þá að fara að þeim fyr­ir­mælum sem eiga við um kjós­endur og kveðið er á um í kosn­inga­lög­um. Meiri hlut­inn tekur fram að í for­sjá for­eldr­anna felst ekki réttur for­eldra til að taka ákvörðun fyrir börnin um hvað þau eigi að kjósa eða til að aðstoða börn sín á kjör­stað í krafti for­sjár­skyldna,“ segir í nefnd­ar­á­lit­in­u. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent