Verðmiðinn á Facebook hefur fallið um 80 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 8 þúsund milljörðum króna, á undanförnum tveimur vikum.
Spjótin hafa beinst að félaginu eftir að greint var frá því að fyrirtækið Cambridge Analytica hefði nýtt sér gögnum um notendur Facebook, samtals um 50 milljónir manna, meðal annars í vinnu fyrir framboð í kosningum, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, hefur nú verið gert að koma fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum og svara spurningum um hvernig fyrirtækið fer með gögn notenda. Zuckerberg segir að nú þegar sá hafin ítarleg rannsókn á því hvort skilmálar Facebook hafi verið brotnir eða lög um persónuvernd.
Hann hefur beðist opinberlega afsökunar á því að fyrirtækið kunni að hafa brugðist trausti notenda, en segir að rannsókn muni leiða sannleikann í ljós.
To catch up:
— Alexandria Ocasio-Cortez (@Ocasio2018) March 27, 2018
1. Facebook lost control of 50 million users’ data to Cambridge Analytica, who weaponized it in the 2016 election;
2. Facebook has been freely giving backend data to ICE without a warrant;
3. Facebook has been monitoring private calls and texts of Android users. https://t.co/U0HD5VrJWj
Í gær lækkaði verðið á Facebook um tæplega 5 prósent, og nemur markaðsvirði fyrirtækisins rúmlega 440 milljörðum. Fyrir aðeins 13 dögum var það 520 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 52 þúsund milljarðar króna.
Samkvæmt umfjöllun Bloomberg óttast fjárfestar nú hið versta, þegar kemur að horfum Facebook og jafnvel einnig fleiri tæknifyrirtækja. Óttinn snýr meðal annars að því að nýtt regluverk muni gera það að verkum að tæknifyrirtækin geti ekki nýtt gögn með sama hætti go áður, sem geri þeim erfitt fyrir í rekstri.
Markaðsvirði Amazon, Apple og Alphabet (Google) lækkaði nokkuð mikið í gær, eða á bilinu 2,5 til tæplega 5 prósent. Í umfjöllun Bloomberg var lækkunin skýrð með því, að fjárfestar óttist að tæknifyrirtækinu muni þurfa að breyta starfsemi sinni og takast á við hertari regluverk.