Verðhrun Facebook heldur áfram

Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá Bandaríkjaþingi þar sem rætt verður um hvernig fyrirtækið fer með gögn notenda.

FAcebook
Auglýsing

Verð­mið­inn á Face­book hefur fallið um 80 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 8 þús­und millj­örðum króna, á und­an­förnum tveimur vik­um.

Spjótin hafa beinst að félag­inu eftir að greint var frá því að fyr­ir­tækið Cambridge Ana­lyt­ica hefði nýtt sér gögnum um not­endur Face­book, sam­tals um 50 millj­ónir manna, meðal ann­ars í vinnu fyrir fram­boð í kosn­ing­um, bæði í Banda­ríkj­unum og Bret­land­i. 

Mark Zucker­berg, for­stjóri og stofn­andi Face­book, hefur nú verið gert að koma fyrir þing­nefnd í Banda­ríkj­unum og svara spurn­ingum um hvernig fyr­ir­tækið fer með gögn not­enda. Zucker­berg segir að nú þegar sá hafin ítar­leg rann­sókn á því hvort skil­málar Face­book hafi verið brotnir eða lög um per­sónu­vernd. 

Auglýsing

Hann hefur beðist opin­ber­lega afsök­unar á því að fyr­ir­tækið kunni að hafa brugð­ist trausti not­enda, en segir að rann­sókn muni leiða sann­leik­ann í ljós. Í gær lækk­aði verðið á Face­book um tæp­lega 5 pró­sent, og nemur mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins rúm­lega 440 millj­örð­um. Fyrir aðeins 13 dögum var það 520 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða um 52 þús­und millj­arðar króna.

Sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg ótt­ast fjár­festar nú hið ver­sta, þegar kemur að horfum Face­book og jafn­vel einnig fleiri tækni­fyr­ir­tækja. Ótt­inn snýr meðal ann­ars að því að nýtt reglu­verk muni gera það að verkum að tækni­fyr­ir­tækin geti ekki nýtt gögn með sama hætti go áður, sem geri þeim erfitt fyrir í rekstri.

Mark­aðsvirði Amazon, Apple og Alp­habet (Goog­le) lækk­aði nokkuð mikið í gær, eða á bil­inu 2,5 til tæp­lega 5 pró­sent. Í umfjöllun Bloomberg var lækk­unin skýrð með því, að fjár­festar ótt­ist að tækni­fyr­ir­tæk­inu muni þurfa að breyta starf­semi sinni og takast á við hert­ari reglu­verk. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiErlent