Kína leggur allt að 25 prósent verndartolla á bandarískar vörur

Kínversk stjórnvöld hafa svarað ákvörðun Donald Trump um að setja háa tolla á innfluttar vörur frá Kína með því að gera slíkt hið sama. Alls leggjast nýju tollarnir, sem taka gildi í dag, á 128 bandarískar vörur. Tollastríð er skollið á.

Xi JInping, forseti Kína, hefur svarað Donald Trump í sömu mynt.
Xi JInping, forseti Kína, hefur svarað Donald Trump í sömu mynt.
Auglýsing

Kín­versk stjórn­völd hafa ákveðið að leggja allt að 25 pró­sent vernd­ar­tolla á 128 banda­rískar inn­flutn­ings­vör­ur. Aðgerðin er svar þeirra við ákvörðun Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, um að hækka tolla á erlenda stál- og álf­ram­leiðslu í byrjun mars.

Á meðal þeirra vara sem tollar verða hækk­aðir á eru svína­kjöt og vín. Talið er að virði þeirra vara sem nýju vernd­ar­toll­arnir muni hafa áhrif á séu um þrír millj­arðar Banda­ríkja­dal­ir, eða um 300 millj­arðar króna. Þeir taka gildi í dag, mánu­dag. Frá þessu er greint á vef BBC.

Í frétt mið­ils­ins er haft eftir stjórn­völdum í Pek­ing að aðgerðin sé til þess fallin að vernda hags­muni og við­skipta­jöfnuð Kín­verja, sem hafi tekið á sig högg vegna þeirra vernd­ar­tolla sem Trump lagði á í mars.

Trump að fylgja boð­aðri ein­angr­un­ar­stefnu

Don­ald  Trump marg­ít­rek­aði í kosn­­inga­bar­áttu sinni árið 2016 að Banda­­ríkin þyrftu að end­­ur­­skoða utan­­­rík­­is­verslun sína og þátt­­töku sína í alþjóða­­sam­­starfi og fjöl­­þjóð­­legum frí­versl­un­­ar­­samn­ing­­um.

Auglýsing
Í byrjun mars lét hann til skarar skríða í þessum efn­um. Þá setti hann á tolla á inn­­­flutn­ing á stáli og áli, en Trump sagði sjálfur þegar til­­kynnt var um þessar aðgerð­ir, að þær myndu skapa störf í Banda­­ríkj­unum og leiða til þess að banda­rísk fyr­ir­tæki gætu eflt við­­skipti sín, meðal ann­­ars við bíla­fram­­leið­endur í land­inu sjálfu.

Um 25 pró­­sent tollur var lagður á inn­­­flutt stál og tíu pró­­sent á ál. Þessar aðgerðir voru risa­­vaxnar á flesta mæli­kvarða, og leiddu af sér mikil mót­­mæli frá öðrum mark­aðs­­svæð­um, eins og í Evr­­ópu og Asíu.

Aðgerð­irnar þá beindust ekki síst að Kín­verj­um, en málm­­iðn­­að­­ur­inn hefur vaxið gríð­­ar­­lega hratt þar á und­an­­förnum árum, og hefur sala þaðan verið sífellt umfangs­­meiri, meðal ann­­ars til Banda­­ríkj­anna. Kín­verjar sögðu strax að þeir hefðu ekki hafa áhuga á tolla­­stríði við Banda­­rík­­in, en létu þó með fylgja að ef fari svo að hags­munir Kína yrðu skað­að­ir, þá verði slíkum aðgerðum svar­að. Það gerð­ist í dag.

Fleiri tollar í bígerð

Trump hefur sagt opin­ber­lega að tolla­stríð séu af hinu góða og að það sé auð­velt fyrir Banda­ríkin að vinna slík stríð. Stjórn­völd þar í landi hafa þegar kunn­gert ráða­gerðir um að leggja tolla á enn fleiri vörur sem inn­fluttar eru frá Kína og sam­kvæmt frétt BBC er árlegt virði þeirra vara tugir millj­arðar Banda­ríkja­dala.

Vænta má þess að kín­versk stjórn­völd haldi áfram að svara öllum slíkum aðgerðum í sömu mynt. Tolla­stríð er því sann­ar­lega skollið á.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent