Kína leggur allt að 25 prósent verndartolla á bandarískar vörur

Kínversk stjórnvöld hafa svarað ákvörðun Donald Trump um að setja háa tolla á innfluttar vörur frá Kína með því að gera slíkt hið sama. Alls leggjast nýju tollarnir, sem taka gildi í dag, á 128 bandarískar vörur. Tollastríð er skollið á.

Xi JInping, forseti Kína, hefur svarað Donald Trump í sömu mynt.
Xi JInping, forseti Kína, hefur svarað Donald Trump í sömu mynt.
Auglýsing

Kín­versk stjórn­völd hafa ákveðið að leggja allt að 25 pró­sent vernd­ar­tolla á 128 banda­rískar inn­flutn­ings­vör­ur. Aðgerðin er svar þeirra við ákvörðun Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, um að hækka tolla á erlenda stál- og álf­ram­leiðslu í byrjun mars.

Á meðal þeirra vara sem tollar verða hækk­aðir á eru svína­kjöt og vín. Talið er að virði þeirra vara sem nýju vernd­ar­toll­arnir muni hafa áhrif á séu um þrír millj­arðar Banda­ríkja­dal­ir, eða um 300 millj­arðar króna. Þeir taka gildi í dag, mánu­dag. Frá þessu er greint á vef BBC.

Í frétt mið­ils­ins er haft eftir stjórn­völdum í Pek­ing að aðgerðin sé til þess fallin að vernda hags­muni og við­skipta­jöfnuð Kín­verja, sem hafi tekið á sig högg vegna þeirra vernd­ar­tolla sem Trump lagði á í mars.

Trump að fylgja boð­aðri ein­angr­un­ar­stefnu

Don­ald  Trump marg­ít­rek­aði í kosn­­inga­bar­áttu sinni árið 2016 að Banda­­ríkin þyrftu að end­­ur­­skoða utan­­­rík­­is­verslun sína og þátt­­töku sína í alþjóða­­sam­­starfi og fjöl­­þjóð­­legum frí­versl­un­­ar­­samn­ing­­um.

Auglýsing
Í byrjun mars lét hann til skarar skríða í þessum efn­um. Þá setti hann á tolla á inn­­­flutn­ing á stáli og áli, en Trump sagði sjálfur þegar til­­kynnt var um þessar aðgerð­ir, að þær myndu skapa störf í Banda­­ríkj­unum og leiða til þess að banda­rísk fyr­ir­tæki gætu eflt við­­skipti sín, meðal ann­­ars við bíla­fram­­leið­endur í land­inu sjálfu.

Um 25 pró­­sent tollur var lagður á inn­­­flutt stál og tíu pró­­sent á ál. Þessar aðgerðir voru risa­­vaxnar á flesta mæli­kvarða, og leiddu af sér mikil mót­­mæli frá öðrum mark­aðs­­svæð­um, eins og í Evr­­ópu og Asíu.

Aðgerð­irnar þá beindust ekki síst að Kín­verj­um, en málm­­iðn­­að­­ur­inn hefur vaxið gríð­­ar­­lega hratt þar á und­an­­förnum árum, og hefur sala þaðan verið sífellt umfangs­­meiri, meðal ann­­ars til Banda­­ríkj­anna. Kín­verjar sögðu strax að þeir hefðu ekki hafa áhuga á tolla­­stríði við Banda­­rík­­in, en létu þó með fylgja að ef fari svo að hags­munir Kína yrðu skað­að­ir, þá verði slíkum aðgerðum svar­að. Það gerð­ist í dag.

Fleiri tollar í bígerð

Trump hefur sagt opin­ber­lega að tolla­stríð séu af hinu góða og að það sé auð­velt fyrir Banda­ríkin að vinna slík stríð. Stjórn­völd þar í landi hafa þegar kunn­gert ráða­gerðir um að leggja tolla á enn fleiri vörur sem inn­fluttar eru frá Kína og sam­kvæmt frétt BBC er árlegt virði þeirra vara tugir millj­arðar Banda­ríkja­dala.

Vænta má þess að kín­versk stjórn­völd haldi áfram að svara öllum slíkum aðgerðum í sömu mynt. Tolla­stríð er því sann­ar­lega skollið á.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent