Kína leggur allt að 25 prósent verndartolla á bandarískar vörur

Kínversk stjórnvöld hafa svarað ákvörðun Donald Trump um að setja háa tolla á innfluttar vörur frá Kína með því að gera slíkt hið sama. Alls leggjast nýju tollarnir, sem taka gildi í dag, á 128 bandarískar vörur. Tollastríð er skollið á.

Xi JInping, forseti Kína, hefur svarað Donald Trump í sömu mynt.
Xi JInping, forseti Kína, hefur svarað Donald Trump í sömu mynt.
Auglýsing

Kín­versk stjórn­völd hafa ákveðið að leggja allt að 25 pró­sent vernd­ar­tolla á 128 banda­rískar inn­flutn­ings­vör­ur. Aðgerðin er svar þeirra við ákvörðun Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, um að hækka tolla á erlenda stál- og álf­ram­leiðslu í byrjun mars.

Á meðal þeirra vara sem tollar verða hækk­aðir á eru svína­kjöt og vín. Talið er að virði þeirra vara sem nýju vernd­ar­toll­arnir muni hafa áhrif á séu um þrír millj­arðar Banda­ríkja­dal­ir, eða um 300 millj­arðar króna. Þeir taka gildi í dag, mánu­dag. Frá þessu er greint á vef BBC.

Í frétt mið­ils­ins er haft eftir stjórn­völdum í Pek­ing að aðgerðin sé til þess fallin að vernda hags­muni og við­skipta­jöfnuð Kín­verja, sem hafi tekið á sig högg vegna þeirra vernd­ar­tolla sem Trump lagði á í mars.

Trump að fylgja boð­aðri ein­angr­un­ar­stefnu

Don­ald  Trump marg­ít­rek­aði í kosn­­inga­bar­áttu sinni árið 2016 að Banda­­ríkin þyrftu að end­­ur­­skoða utan­­­rík­­is­verslun sína og þátt­­töku sína í alþjóða­­sam­­starfi og fjöl­­þjóð­­legum frí­versl­un­­ar­­samn­ing­­um.

Auglýsing
Í byrjun mars lét hann til skarar skríða í þessum efn­um. Þá setti hann á tolla á inn­­­flutn­ing á stáli og áli, en Trump sagði sjálfur þegar til­­kynnt var um þessar aðgerð­ir, að þær myndu skapa störf í Banda­­ríkj­unum og leiða til þess að banda­rísk fyr­ir­tæki gætu eflt við­­skipti sín, meðal ann­­ars við bíla­fram­­leið­endur í land­inu sjálfu.

Um 25 pró­­sent tollur var lagður á inn­­­flutt stál og tíu pró­­sent á ál. Þessar aðgerðir voru risa­­vaxnar á flesta mæli­kvarða, og leiddu af sér mikil mót­­mæli frá öðrum mark­aðs­­svæð­um, eins og í Evr­­ópu og Asíu.

Aðgerð­irnar þá beindust ekki síst að Kín­verj­um, en málm­­iðn­­að­­ur­inn hefur vaxið gríð­­ar­­lega hratt þar á und­an­­förnum árum, og hefur sala þaðan verið sífellt umfangs­­meiri, meðal ann­­ars til Banda­­ríkj­anna. Kín­verjar sögðu strax að þeir hefðu ekki hafa áhuga á tolla­­stríði við Banda­­rík­­in, en létu þó með fylgja að ef fari svo að hags­munir Kína yrðu skað­að­ir, þá verði slíkum aðgerðum svar­að. Það gerð­ist í dag.

Fleiri tollar í bígerð

Trump hefur sagt opin­ber­lega að tolla­stríð séu af hinu góða og að það sé auð­velt fyrir Banda­ríkin að vinna slík stríð. Stjórn­völd þar í landi hafa þegar kunn­gert ráða­gerðir um að leggja tolla á enn fleiri vörur sem inn­fluttar eru frá Kína og sam­kvæmt frétt BBC er árlegt virði þeirra vara tugir millj­arðar Banda­ríkja­dala.

Vænta má þess að kín­versk stjórn­völd haldi áfram að svara öllum slíkum aðgerðum í sömu mynt. Tolla­stríð er því sann­ar­lega skollið á.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent