Kína leggur allt að 25 prósent verndartolla á bandarískar vörur

Kínversk stjórnvöld hafa svarað ákvörðun Donald Trump um að setja háa tolla á innfluttar vörur frá Kína með því að gera slíkt hið sama. Alls leggjast nýju tollarnir, sem taka gildi í dag, á 128 bandarískar vörur. Tollastríð er skollið á.

Xi JInping, forseti Kína, hefur svarað Donald Trump í sömu mynt.
Xi JInping, forseti Kína, hefur svarað Donald Trump í sömu mynt.
Auglýsing

Kín­versk stjórn­völd hafa ákveðið að leggja allt að 25 pró­sent vernd­ar­tolla á 128 banda­rískar inn­flutn­ings­vör­ur. Aðgerðin er svar þeirra við ákvörðun Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, um að hækka tolla á erlenda stál- og álf­ram­leiðslu í byrjun mars.

Á meðal þeirra vara sem tollar verða hækk­aðir á eru svína­kjöt og vín. Talið er að virði þeirra vara sem nýju vernd­ar­toll­arnir muni hafa áhrif á séu um þrír millj­arðar Banda­ríkja­dal­ir, eða um 300 millj­arðar króna. Þeir taka gildi í dag, mánu­dag. Frá þessu er greint á vef BBC.

Í frétt mið­ils­ins er haft eftir stjórn­völdum í Pek­ing að aðgerðin sé til þess fallin að vernda hags­muni og við­skipta­jöfnuð Kín­verja, sem hafi tekið á sig högg vegna þeirra vernd­ar­tolla sem Trump lagði á í mars.

Trump að fylgja boð­aðri ein­angr­un­ar­stefnu

Don­ald  Trump marg­ít­rek­aði í kosn­­inga­bar­áttu sinni árið 2016 að Banda­­ríkin þyrftu að end­­ur­­skoða utan­­­rík­­is­verslun sína og þátt­­töku sína í alþjóða­­sam­­starfi og fjöl­­þjóð­­legum frí­versl­un­­ar­­samn­ing­­um.

Auglýsing
Í byrjun mars lét hann til skarar skríða í þessum efn­um. Þá setti hann á tolla á inn­­­flutn­ing á stáli og áli, en Trump sagði sjálfur þegar til­­kynnt var um þessar aðgerð­ir, að þær myndu skapa störf í Banda­­ríkj­unum og leiða til þess að banda­rísk fyr­ir­tæki gætu eflt við­­skipti sín, meðal ann­­ars við bíla­fram­­leið­endur í land­inu sjálfu.

Um 25 pró­­sent tollur var lagður á inn­­­flutt stál og tíu pró­­sent á ál. Þessar aðgerðir voru risa­­vaxnar á flesta mæli­kvarða, og leiddu af sér mikil mót­­mæli frá öðrum mark­aðs­­svæð­um, eins og í Evr­­ópu og Asíu.

Aðgerð­irnar þá beindust ekki síst að Kín­verj­um, en málm­­iðn­­að­­ur­inn hefur vaxið gríð­­ar­­lega hratt þar á und­an­­förnum árum, og hefur sala þaðan verið sífellt umfangs­­meiri, meðal ann­­ars til Banda­­ríkj­anna. Kín­verjar sögðu strax að þeir hefðu ekki hafa áhuga á tolla­­stríði við Banda­­rík­­in, en létu þó með fylgja að ef fari svo að hags­munir Kína yrðu skað­að­ir, þá verði slíkum aðgerðum svar­að. Það gerð­ist í dag.

Fleiri tollar í bígerð

Trump hefur sagt opin­ber­lega að tolla­stríð séu af hinu góða og að það sé auð­velt fyrir Banda­ríkin að vinna slík stríð. Stjórn­völd þar í landi hafa þegar kunn­gert ráða­gerðir um að leggja tolla á enn fleiri vörur sem inn­fluttar eru frá Kína og sam­kvæmt frétt BBC er árlegt virði þeirra vara tugir millj­arðar Banda­ríkja­dala.

Vænta má þess að kín­versk stjórn­völd haldi áfram að svara öllum slíkum aðgerðum í sömu mynt. Tolla­stríð er því sann­ar­lega skollið á.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent