Kína leggur allt að 25 prósent verndartolla á bandarískar vörur

Kínversk stjórnvöld hafa svarað ákvörðun Donald Trump um að setja háa tolla á innfluttar vörur frá Kína með því að gera slíkt hið sama. Alls leggjast nýju tollarnir, sem taka gildi í dag, á 128 bandarískar vörur. Tollastríð er skollið á.

Xi JInping, forseti Kína, hefur svarað Donald Trump í sömu mynt.
Xi JInping, forseti Kína, hefur svarað Donald Trump í sömu mynt.
Auglýsing

Kín­versk stjórn­völd hafa ákveðið að leggja allt að 25 pró­sent vernd­ar­tolla á 128 banda­rískar inn­flutn­ings­vör­ur. Aðgerðin er svar þeirra við ákvörðun Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, um að hækka tolla á erlenda stál- og álf­ram­leiðslu í byrjun mars.

Á meðal þeirra vara sem tollar verða hækk­aðir á eru svína­kjöt og vín. Talið er að virði þeirra vara sem nýju vernd­ar­toll­arnir muni hafa áhrif á séu um þrír millj­arðar Banda­ríkja­dal­ir, eða um 300 millj­arðar króna. Þeir taka gildi í dag, mánu­dag. Frá þessu er greint á vef BBC.

Í frétt mið­ils­ins er haft eftir stjórn­völdum í Pek­ing að aðgerðin sé til þess fallin að vernda hags­muni og við­skipta­jöfnuð Kín­verja, sem hafi tekið á sig högg vegna þeirra vernd­ar­tolla sem Trump lagði á í mars.

Trump að fylgja boð­aðri ein­angr­un­ar­stefnu

Don­ald  Trump marg­ít­rek­aði í kosn­­inga­bar­áttu sinni árið 2016 að Banda­­ríkin þyrftu að end­­ur­­skoða utan­­­rík­­is­verslun sína og þátt­­töku sína í alþjóða­­sam­­starfi og fjöl­­þjóð­­legum frí­versl­un­­ar­­samn­ing­­um.

Auglýsing
Í byrjun mars lét hann til skarar skríða í þessum efn­um. Þá setti hann á tolla á inn­­­flutn­ing á stáli og áli, en Trump sagði sjálfur þegar til­­kynnt var um þessar aðgerð­ir, að þær myndu skapa störf í Banda­­ríkj­unum og leiða til þess að banda­rísk fyr­ir­tæki gætu eflt við­­skipti sín, meðal ann­­ars við bíla­fram­­leið­endur í land­inu sjálfu.

Um 25 pró­­sent tollur var lagður á inn­­­flutt stál og tíu pró­­sent á ál. Þessar aðgerðir voru risa­­vaxnar á flesta mæli­kvarða, og leiddu af sér mikil mót­­mæli frá öðrum mark­aðs­­svæð­um, eins og í Evr­­ópu og Asíu.

Aðgerð­irnar þá beindust ekki síst að Kín­verj­um, en málm­­iðn­­að­­ur­inn hefur vaxið gríð­­ar­­lega hratt þar á und­an­­förnum árum, og hefur sala þaðan verið sífellt umfangs­­meiri, meðal ann­­ars til Banda­­ríkj­anna. Kín­verjar sögðu strax að þeir hefðu ekki hafa áhuga á tolla­­stríði við Banda­­rík­­in, en létu þó með fylgja að ef fari svo að hags­munir Kína yrðu skað­að­ir, þá verði slíkum aðgerðum svar­að. Það gerð­ist í dag.

Fleiri tollar í bígerð

Trump hefur sagt opin­ber­lega að tolla­stríð séu af hinu góða og að það sé auð­velt fyrir Banda­ríkin að vinna slík stríð. Stjórn­völd þar í landi hafa þegar kunn­gert ráða­gerðir um að leggja tolla á enn fleiri vörur sem inn­fluttar eru frá Kína og sam­kvæmt frétt BBC er árlegt virði þeirra vara tugir millj­arðar Banda­ríkja­dala.

Vænta má þess að kín­versk stjórn­völd haldi áfram að svara öllum slíkum aðgerðum í sömu mynt. Tolla­stríð er því sann­ar­lega skollið á.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent