Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður VG, spyr á Facebook-síðu sinni hvers stöðugleika sé verið að vernda í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær.
Hún velur klausu úr fjármálaáætluninni og birtir: Ríkisstjórnin leggur áherslu á að gott samstarf takist milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til að varðveita efnahagslegan stöðugleika og efla velferð. Þannig megi stuðla að farsælli niðurstöðu í kjarasamningum næstu ára sem varðveiti óvenju mikla kaupmáttaraukningu síðustu ára með hóflegum launahækkunum og skili heimilunum áfram auknum kaupmætti.
„Ha? Hóflegum launahækkunum? Án þess að nýta skattkerfið til tekjujöfnunar heldur þvert á móti ýkja misskiptinguna? Stöðugleika hvers er verið að vernda? Velferð hvers? Hvaða góða samstarf á að byggja á þessum grunni?“ spyr Drífa.
Auglýsing
Úr fjármálaáætlun: "Ríkisstjórnin leggur áherslu á að gott samstarf takist milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins...
Posted by Drífa Snædal on Thursday, April 5, 2018