Tekist á um meinta spillingu embættismanna - aðalmeðferð í miskabótamáli Hreiðars Más

Sérstakur saksóknari notaði Héraðsdóm Vesturlands til að fá rannsóknarheimildir gegn Kaupþingsmönnum, vegna tengsla starfsmanna dómstólsins í Reykjavík við Kaupþing. Þetta kom fram í aðalmeðferð í máli Hreiðars Már Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu í dag

Hreiðar Már
Auglýsing

Aðal­með­ferð fer fram í máli Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaup­þings, gegn íslenska rík­inu í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag. Hreiðar Már stefndi rík­inu til greiðslu miska­bóta vegna þess sem hann telur vera spill­ing emb­ætt­is­manna.

Telur Hreiðar að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hafi brotið á sér í tengslum við hler­anir á síma hans á árinu 2010. Í aðsendri grein í Frétta­blað­inu þegar málið var þing­fest í des­em­ber 2016 sagði Hreið­ar: „Á árinu 2010 braut Emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara lög þegar far­sími m­inn var hler­aður þrátt fyrir að ég hafi verið ný kom­inn úr yfir­­heyrsl­u­m þar sem ég hafði rétt til­ að svara ekki spurn­ingum sem bein­t var til mín. Til að bíta höf­uðið af ­skömminni þá hler­uðu starfs­­menn Emb­ættis sér­­staks sak­­sókn­­ara einnig ­sam­­töl mín við lög­­­mann minn þar sem við ræddum mál þar sem ­rann­­sókn beind­ist gegn mér. Það er heil­agur réttur sak­aðs manns að ­geta leitað sér ráð­gjafar lög­­­manns í trún­­að­i.“

Hreiðar heldur því fram að Ólafur Þór Hauks­son sér­stakur sak­sókn­ari hafi á sínum tíma valið að leita til Hér­aðs­dóms Vest­ur­lands til að fá heim­ildir til hler­un­ar, sér­stak­lega vegna teng­inga hans við eina dóm­ara rétt­ar­ins, Bene­dikt Boga­son sem nú er Hæsta­rétt­ar­dóm­ari. Ólafur var sýslu­maður á Vest­ur­landi áður en hann varð sér­stakur sak­sókn­ari, þannig að gera má ráð fyrir að leiðir þeirra Bene­dikts hafi ægi oft legið sam­an.

Auglýsing

Undir rekstri dóms­­mála sem hafa verið höfðuð á hendur mér hef­ur komið fram í vitn­is­­burði fyrrum lög­­­reglu­­manns hjá Emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara að Bene­dikt Boga­­son ­dóm­­ari skáld­aði upp þing­hald og fals­aði skjal þess efnis þeg­ar hann útveg­aði lög­­­reglu­­mönn­um Emb­ættis sér­­staks sak­­sókn­­ara hler­un­ar­úr­­skurð­inn. Ekk­ert þing­hald var hald­ið, engin gögn voru lögð fram, dóm­­ar­inn lagði ekk­ert sjálf­­stætt ­mat á hvort nauð­­syn væri að hlera sím­­töl mín og ekk­ert vitni var að þing­hald­inu eins og lög kveða á um,“ sagði Hreiðar Már í grein­inni í Frétta­blað­inu.

Sýnd­ar­þing­hald

Lög­reglu­maður þessi bar vitni fyrir dóm­stólnum í dag. Jón Óttar Ólafs­son er fyrr­ver­andi lög­reglu­maður við emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Jón hefur lýst því yfir í fjöl­miðlum og fyrir rétti áður að lög­reglan hafi hlerað sam­töl sak­born­inga við verj­endur sína og ítrek­aði það í fram­burði sínum í dag. Hann sagð­ist hafa hlustað á Sig­urð Ein­ars­son fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­mann Kaup­þings ræða við verj­anda sinn en sagð­ist ekki hafa hlustað á Hreiðar sjálfan ræða við sinn verj­anda.

Jón Óttar sagði frá því þegar hann fór heim til Bene­dikts að sækja hler­unar­úr­skurð sem heim­il­aði lög­regl­unni að hlera síma Hreið­ars eftir að hann losn­aði úr gæslu­varð­haldi á árinu 2010. Jón, sem er aðal vitni til stuðn­ings kröfu Hreið­ars í þessu máli, vill meina að þar hafi í raun sýnd­ar­þing­hald verið hald­ið. Hann hafi ásamt öðrum lög­reglu­manni sótt skjalið á heim­ili dóm­ar­ans, sem hafi skrifað fyrir þá úrskurð­ar­orð á staðn­um, prentað út og stimpl­að. Hler­unin á síma Hreið­ars hófst stuttu seinna.

„Það er verið að loka gat­inu. Þetta þarf að vera til, þessi gögn. Það þarf að setja úrskurð inn í máls­gögn­in,“ sagði Jón Ótt­ar.

Starfs­menn dóm­stóls­ins tengd­ust Kaup­þingi

Bene­dikt Boga­son Hæsta­rétt­ar­dóm­ari kom sjálfur og bar vitni í dag. Dóm­ar­inn stendur í stór­ræðum fyrir dóm­stólum um þess­ari mundir en auk þess að vera einn af helstu per­sónum og leik­endum í þessu máli hefur hann stefnt fyrr­ver­andi kollega sín­um, Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni, fyrir meið­yrði.

Bene­dikt sagði að Ólafur hafi haft sam­band við hann árið 2010 til að fara fram á umrædda rann­sóknar­úr­skurði. Hann sagði ástæð­una fyrir því að leitað hafi verið til hans sem dóm­ara hjá Hér­aðs­dómi Vest­ur­lands vera þá að mála­skráa­kerfi dóm­stóls­ins í Reykja­vík væri með þeim hætti að það sé opið öllum starfs­mönn­um. Í þessu máli hafi verið mjög mik­il­vægt að ekk­ert spyrð­ist út um þessar rann­sókn­ar­að­gerð­ir. Bene­dikt sagði að nær­vera til­tek­inna starfs­manna við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, sem tengd­ust Kaup­þingi, hefðu orðið þess vald­andi að ákveðið hafi verið að leita til dóm­stóls­ins fyrir vestan og hann taldi þessar skýr­ingar mál­efna­leg­ar.

Hann rifj­aði upp að hafa hitt Ólaf Þór sak­sókn­ara í óform­legu þing­haldi vegna máls­ins. Ólafur hafi ekki getað beðið eftir úrskurð­inum og því hafi lög­reglan sótt hann síðar um dag­inn. Bene­dikt mundi aðeins eftir öðrum lög­reglu­mann­inum á heim­ili sínu, ekki Jóni Ótt­ari. Hann sagði þó það langt um liðið að hann gæti alls ekki úti­lokað að þeir hafi verið tveir. Heim­sóknin hafi verið örstutt, bara örfáar mín­út­ur.

Bene­dikt vís­aði að öðru leyti öllum vitn­is­burði Jóns Ótt­ars, og þannig kröfum Hreið­ars, á bug og sagði frá­sögn­ina eins og hún birt­ist í stefn­unni vera til­hæfu­lausa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent