Kanadíska fyrirtækið AIQ, sem vann með Cambridge Analytica í Brexit-kosningabaráttunni í Bretlandi, hefur verið bannað af Facebook og má fyrirtækið ekki vinna með gögn sem aflað er í gegnum Facebook.
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið BBC. AIQ fékk greiddar 3,8 milljónir punda frá Vote Leave hreyfingunni, sem barðist fyrir því að Bretar færu úr Evrópusambandinu.
Fyrirtækið er sagt hafa komist yfir gögnum um notendur á Facebook, með hætti sem ekki samræmist skilmálum Facebook og því hefur verið gripið til þessara aðgerða. Facebook vinnur nú að innanhúsrannsókn á því hvernig Cambridge Analytica, og fleiri fyrirtæki sem það hefur starfað með, hefur unnið með gögnum notendur á Facebook, en samfélagsmiðlarisinn hefur sagt að upplýsingar um tæplega 90 milljónir notenda, að langmestu leyti í Bandaríkjunum, hafi komist til Cambridge Analytica og fleiri fyritækja með hætti sem ekki samræmist skilmálum Facebook.
Cambridge Analytica whistleblower Christopher Wylie says the data the firm gathered from Facebook could have come from more than 87 million users and could be stored in Russia https://t.co/071BDWgvhU pic.twitter.com/deFYssIgQi
— CNN Breaking News (@cnnbrk) April 8, 2018
Þá eru í nú í gangi opinberar rannsóknir á meðhöndlun persónuupplýsinga hjá fyrrnefndum fyrirtækjum - og Facebook einnig - bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, en það sem ýtti þeim af stað var umfjöllun Cambridge Analytica, en fyrirtækið hefur meðal annars unnið með framboði Donalds Trumps í Bandaríkjunum og Brexit-hreyfingunni í Bretlandi.
Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum 11. apríl næstkomandi, og mun þar svara spurningum um persónuvernd og fleira sem snýr að því hvernig farið er með upplýsingum um notendur miðilsins.
Á heimsvísu eru notendur nú orðnir fleiri en 2 milljarðar.