50 milljón króna stjórnvaldssekt FME á Eimskip stendur

Héraðsdómur hefur hafnað öllum kröfum Eimskip í máli sem höfðað var vegna stjórnvaldssektar sem Fjármálaeftirlitið lagði á fyrirtækið fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar úr rekstri sínum nægilega snemma.

Eimskip er skráð í Kauphöll Íslands.
Eimskip er skráð í Kauphöll Íslands.
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hefur hafnað öllum kröfum Eim­skipa­fé­lags Íslands (Eim­skip) í máli þess gegn Fjár­mála­eft­ir­lit­inu (FME). Þetta kemur fram í frétt á vef eft­ir­lits­ins.

Eft­ir­litið lagði í byrjun apríl 2017 50 millj­­óna stjórn­­­valds­­sekt á Eim­­skipa­­fé­lag Íslands fyrir að birta ekki inn­herj­a­upp­lýs­ingar úr rekstri félags­­ins næg­i­­lega snemma. Í frétta­til­kynn­ingu á vef FME segir að öllum kröfum Eim­skip hafi verið hafn­að, bæði hvað varðar ógild­ingu ákvörð­un­ar­innar og einnig varð­andi lækkun á sekt­ar­fjár­hæð. Ekki liggi fyrir hvort að mál­inu verði áfrýjað en dóm­ur­inn hefur enn ekki verið birtur á vef dóm­stóla.

Drógu línu í sand­inn varð­andi með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga

Hinn 8. mars 2017 tók stjórn FME  ákvörðun gegn Eim­­skipa­­fé­lagi Ísland hf. (Eim­­skip) vegna brots gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verð­bréfa­við­­skipti. „Brotið fólst í því að Eim­­skip birti ekki inn­herj­a­upp­lýs­ing­ar, sem lágu fyrir þann 20. maí 2016, um mikið bætta rekstr­­ar­af­komu félags­­ins á fyrsta árs­fjórð­ungi 2016, eins fljótt og auðið var og á jafn­­ræð­is­grund­velli eða frestaði birt­ingu inn­herj­a­upp­lýs­ing­anna,“ sagði í til­­kynn­ingu FME.

Auglýsing

Í byrjun apríl var svo greint frá því að 50 milljón króna stjórn­­­valds­­sekt yrði lögð á Eim­skip fyrir að birta ekki inn­herj­a­upp­lýs­ingar úr rekstri félags­­ins næg­i­­lega snemma.

Eim­skip tók ekki nið­ur­stöð­unni vel

Óhætt er að segja að Eim­skip hafi ekki tekið þess­ari nið­ur­stöðu vel. Félagið sagði laga­túlkun FME setja í upp­­­nám hvernig staðið skuli að birt­ingu upp­­lýs­inga í aðdrag­anda á upp­gjöri á mark­aði.

Í til­­kynn­ingu frá Eim­­skip eftir að sektin var lögð á fyr­ir­tækið sagði að ef þessi nið­­ur­­staða FME ætti að vera leið­andi fyrir skráðan mark­að, þá væri skráðum félögum í raun gert ómög­u­­legt með að vinna að und­ir­­bún­­ingi á fjár­hags­upp­gjör­um.

FME rök­studdi nið­­ur­­stöðu sína með því að horfa sér­­stak­­lega til þess hvernig máls­at­vik voru í umrætt sinn.

Í lýs­ingu á máls­at­vikum sagði að vinna við gerð árs­hluta­­reikn­ings Eim­­skips fyrir fyrsta árs­fjórð­ung 2016, tíma­bilið 1. jan­úar til 31. mars (Q1), hafi haf­ist um miðjan maí og „lágu fyrstu drög fyrir þann 20. maí 2016 kl. 11:39,“ eins og orð­rétt sagði í máls­at­vika­lýs­ing­unni.

Þá sagði að drög hafi sýnt „mikið bætta rekstr­­ar­af­komu Q1 2016, m.a. nam EBITDA 9,6 millj­­ónum evra og jókst um 66,5% í sam­an­­burði við Q1 2015“, og hagn­aður hafi numið 1,8 millj­­ónum evra og jókst um 21,1 pró­­sent í sam­an­­burði við Q1 2015.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent