Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum fyrir 300 milljónir

Íbúðaleigufélagið Heimavellir hefur lokið endurfjármögnun að andvirði þriggja milljarða króna við bandarískan fjárfestingasjóð sem jafnframt keypti hlutabréf í Heimavöllum fyrir um 300 milljónir króna.

Hús
Auglýsing

Íbúða­leigu­fé­lagið Heima­vellir hefur lokið end­ur­fjár­mögnun að and­virði þriggja millj­arða króna við banda­rískan fjár­fest­inga­sjóð fyrir milli­göngu Fossa mark­aða. Þá hefur banda­ríski fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn jafn­framt keypt hluta­bréf í Heima­völlum fyrir um 300 millj­ónir króna.

Í byrjun maí hefst almennt útboð á nýju hlutafé í félag­inu sem í kjöl­farið verða tekin til við­skipta í Kaup­höll Íslands. Skrán­ing­ar­lýs­ing vegna hluta­fjár­út­boðs­ins hefur þegar verið birt og þessa dag­ana fara fram kynn­ingar með fjár­fest­um.

Í yfir­lýs­ingu er haft eftir Guð­brandi Sig­urðs­syni fram­kvæmda­stjóra að það að erlendir aðilar séu til­búnir að fjár­magna félagið yfir lengri tíma og koma inn sem hlut­hafar sýni traust á starf­semi félags­ins. „Mark­miðið er að Heima­vell­ir, sem er stærsta leigu­fé­lag sinnar teg­undar á Íslandi, sé í dreifðri eign­ar­að­ild og jafn­framt góð við­bót í hóp skráðra félaga í Kaup­höll Íslands sem gefi fjár­festum kost á frek­ari áhættu­dreif­ingu í eigna­söfnum sín­um.“

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina
Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fiskar sá sem rær
Kjarninn 14. nóvember 2019
Miðflokkurinn fékk 81 milljón króna í ríkisframlög
Miðflokkurinn er búinn að hreinsa upp skuldir sem hann stofnaði til þegar hann tók þátt í þingkosningunum 2017. Eigið fé flokksins fór úr því að vera verulega neikvætt 2017 í að vera jákvætt í fyrra, að uppistöðu vegna ríkisframlaga.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent