Hvað vissi ríkisstjórnin?

Félags- og jafnréttismálaráðherra er boðaður á opinn fund í velferðarnefnd næstkomandi mánudag til að ræða frekar ásakanir á hendur forstjóra Barnaverndarstofu.

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason
Auglýsing

Bragi Guð­brands­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu og fram­bjóð­andi Íslands til Barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna, beitti sér fyrir því að ungur maður fengi að umgang­ast dætur sínar sem hann var grun­aður um kyn­ferð­is­brot gegn. Þetta kemur fram í ítar­legri umfjöllun Stund­ar­innar í morg­un.

Segir jafn­framt að Bragi hafi hann átt ítrekuð sam­skipti við föður manns­ins sem er mál­kunn­ugur Braga frá því þeir störf­uðu báðir við barna­vernd­ar­mál.

Ásmundur Einar Daða­son félags­mála­ráð­herra var upp­lýstur um máls­at­vik, sam­kvæmt heim­ildum Stund­ar­inn­ar, og afskipti Braga Guð­brands­sonar af umræddu barna­vernd­ar­máli á fundi í ráðu­neyt­inu í lok jan­úar 2018. 

Auglýsing

For­maður vel­ferð­ar­nefndar boðar ráð­herra á opinn fund

Í nótt boð­að­i Hall­dóra Mog­en­sen, for­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþingis og þing­maður Pírata, ­fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra á opinn fund í vel­ferð­ar­nefnd næst­kom­andi mánu­dag. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Hall­dóru í dag.

„Við lestur Stund­ar­innar fæ ég ekki séð betur en Ásmundur Einar hafi sagt ósatt í þing­sal Alþingis 26. febr­úar þegar ég spurði hann út í ásak­anir á hendur for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu. Þar sagði hann orð­rétt „Barna­vernd­ar­stofa eða for­stjóri hennar hafa ekki brotið af sér með neinum hætt­i". En sam­kvæmt fréttum Stund­ar­innar hafði hann fulla vit­neskju um þetta mál og afskipti Braga Guð­brands­sonar af því.

Í stað þess að láta Braga sæta ábyrgð á gjörðum sínum er honum verð­launað með stuðn­ingi rík­is­stjórn­ar­innar við fram­boð hans til Barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna,“ segir Hall­dóra.

Ekki til­efni til áminn­ingar

Kjarn­inn hefur enn ekki náð tali af for­svars­mönnum rík­is­stjórn­ar­innar til að fá stað­fest­ingu á því hvað var nákvæm­lega rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi þann 23. febr­úar síð­ast­lið­inn þegar Bragi var út­nefndur sem fram­bjóð­andi Íslands til Barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Ásmundur Einar er staddur erlendis en Sóley Ragn­ars­dótt­ir, aðstoð­ar­maður hans, segir í sam­tali við Kjarn­ann að upp­lýs­ingar um barna­vernd­ar­málin sjálf hafi ekki verið til umræðu á fyrr­nefndum fund­i. 

Aftur á móti hafi verið farið yfir það á rík­is­stjórn­ar­fund­inum að mál hafi verið til með­ferðar hjá ráðu­neyt­inu sem vörð­uðu kvart­anir þriggja barna­vernd­ar­nefnda á hendur Braga og að þeim hefði lokið með þeirri nið­ur­stöðu að ekki hafi verið til­efni til áminn­ingar og að hann hafi ekki brotið af sér í starfi.

Staða Braga var talin sterk

Rík­­is­­stjórnin sam­­þykkti eins og fyrr segir að sækj­­ast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barna­rétt­­ar­­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna. Bragi Guð­brands­­son for­­stjóri Barna­vernd­­ar­­stofu verður í kjöri til nefnd­­ar­innar en í henni sitja 18 sér­­fræð­ingar og hafa þeir það hlut­verk að fylgj­­ast með fram­­kvæmd Barna­sátt­­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Ásmundur Einar veitti Braga leyfi til eins árs frá emb­ætti for­­stjóra Barna­vernd­­ar­­stofu en nái Bragi kjöri lætur hann af emb­ætti sínu sem for­­stjóri Barna­vernd­­ar­­stofu þar sem áhersla er lögð á að nefnd­­ar­­menn séu óháðir barn­vernd­­ar­yf­­ir­völdum í ein­­stökum ríkjum SÞ.

Staða Braga var sem fram­­bjóð­anda Íslands var talin sterk og sagði í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu þann 23. febr­úar síð­ast­lið­inn „vegna ára­tuga reynslu hans af mála­­flokknum og þátt­­töku í alþjóð­­legu sam­­starfi á þessu svið­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent