Hvað vissi ríkisstjórnin?

Félags- og jafnréttismálaráðherra er boðaður á opinn fund í velferðarnefnd næstkomandi mánudag til að ræða frekar ásakanir á hendur forstjóra Barnaverndarstofu.

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason
Auglýsing

Bragi Guð­brands­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu og fram­bjóð­andi Íslands til Barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna, beitti sér fyrir því að ungur maður fengi að umgang­ast dætur sínar sem hann var grun­aður um kyn­ferð­is­brot gegn. Þetta kemur fram í ítar­legri umfjöllun Stund­ar­innar í morg­un.

Segir jafn­framt að Bragi hafi hann átt ítrekuð sam­skipti við föður manns­ins sem er mál­kunn­ugur Braga frá því þeir störf­uðu báðir við barna­vernd­ar­mál.

Ásmundur Einar Daða­son félags­mála­ráð­herra var upp­lýstur um máls­at­vik, sam­kvæmt heim­ildum Stund­ar­inn­ar, og afskipti Braga Guð­brands­sonar af umræddu barna­vernd­ar­máli á fundi í ráðu­neyt­inu í lok jan­úar 2018. 

Auglýsing

For­maður vel­ferð­ar­nefndar boðar ráð­herra á opinn fund

Í nótt boð­að­i Hall­dóra Mog­en­sen, for­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþingis og þing­maður Pírata, ­fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra á opinn fund í vel­ferð­ar­nefnd næst­kom­andi mánu­dag. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Hall­dóru í dag.

„Við lestur Stund­ar­innar fæ ég ekki séð betur en Ásmundur Einar hafi sagt ósatt í þing­sal Alþingis 26. febr­úar þegar ég spurði hann út í ásak­anir á hendur for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu. Þar sagði hann orð­rétt „Barna­vernd­ar­stofa eða for­stjóri hennar hafa ekki brotið af sér með neinum hætt­i". En sam­kvæmt fréttum Stund­ar­innar hafði hann fulla vit­neskju um þetta mál og afskipti Braga Guð­brands­sonar af því.

Í stað þess að láta Braga sæta ábyrgð á gjörðum sínum er honum verð­launað með stuðn­ingi rík­is­stjórn­ar­innar við fram­boð hans til Barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna,“ segir Hall­dóra.

Ekki til­efni til áminn­ingar

Kjarn­inn hefur enn ekki náð tali af for­svars­mönnum rík­is­stjórn­ar­innar til að fá stað­fest­ingu á því hvað var nákvæm­lega rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi þann 23. febr­úar síð­ast­lið­inn þegar Bragi var út­nefndur sem fram­bjóð­andi Íslands til Barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Ásmundur Einar er staddur erlendis en Sóley Ragn­ars­dótt­ir, aðstoð­ar­maður hans, segir í sam­tali við Kjarn­ann að upp­lýs­ingar um barna­vernd­ar­málin sjálf hafi ekki verið til umræðu á fyrr­nefndum fund­i. 

Aftur á móti hafi verið farið yfir það á rík­is­stjórn­ar­fund­inum að mál hafi verið til með­ferðar hjá ráðu­neyt­inu sem vörð­uðu kvart­anir þriggja barna­vernd­ar­nefnda á hendur Braga og að þeim hefði lokið með þeirri nið­ur­stöðu að ekki hafi verið til­efni til áminn­ingar og að hann hafi ekki brotið af sér í starfi.

Staða Braga var talin sterk

Rík­­is­­stjórnin sam­­þykkti eins og fyrr segir að sækj­­ast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barna­rétt­­ar­­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna. Bragi Guð­brands­­son for­­stjóri Barna­vernd­­ar­­stofu verður í kjöri til nefnd­­ar­innar en í henni sitja 18 sér­­fræð­ingar og hafa þeir það hlut­verk að fylgj­­ast með fram­­kvæmd Barna­sátt­­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Ásmundur Einar veitti Braga leyfi til eins árs frá emb­ætti for­­stjóra Barna­vernd­­ar­­stofu en nái Bragi kjöri lætur hann af emb­ætti sínu sem for­­stjóri Barna­vernd­­ar­­stofu þar sem áhersla er lögð á að nefnd­­ar­­menn séu óháðir barn­vernd­­ar­yf­­ir­völdum í ein­­stökum ríkjum SÞ.

Staða Braga var sem fram­­bjóð­anda Íslands var talin sterk og sagði í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu þann 23. febr­úar síð­ast­lið­inn „vegna ára­tuga reynslu hans af mála­­flokknum og þátt­­töku í alþjóð­­legu sam­­starfi á þessu svið­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent