Rauði baróninn

Um 100 ár er nú frá lokum fyrri heimstyrjaldar. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur og listamaður, fer í gegnum sögu rauða barónsins.

Flosi Þorgeirsson
Baróninn
Auglýsing

Man­fred von Richt­hofen ­fædd­ist 2. maí 1892, sonur hefð­ar­hjón­anna K­unigunde og Al­brecht von Richt­hofen. Hann var elstur þriggja sona, bræður hans vor­u Lot­har og Karl. Lot­har von Richt­hofen varð einnig flug­hetja, þótt hann næði aldrei sömu hæðum og elsti bróð­ir­inn. Þótt Lot­har lifði fyrri heims­styrj­öld­ina af þá urðu það örlög hans, eins og Man­freds, að láta lífið í flug­vél árið 1922. Fjöl­skyldan var nokkuð dæmi­gerð prúss­nesk ­aristókrata­fjöl­skylda, svo­kall­að­ir Jún­ker­ar. 

Það var sjálfur Frið­rik mikli sem hafði sæmt fjöl­skyld­una ridd­ara­tign svo að hún hafði leyfi til að setja sæmd­ar­tit­il­inn Freiherr ­fyrir framan nafn sitt. Al­brecht von Richt­hofen á­kvað fljót­lega að elsti sonur hans ætti að verða her­mað­ur. Aðeins 11 ára að aldri var Man­fred sendur í her­skól­ann í Wahlstatt. Þar ríkti járnagi og Man­fred lík­aði það svo illa að hann var­að­i Lot­har, bróður sinn, ein­dregið við því að verða her­mað­ur. Þrátt fyrir að líka illa í skól­anum þá stóð Man­fred sig vel og það var þar sem hann þró­aði með sér ýmsa hæfi­leika sem áttu eftir að nýt­ast vel seinna meir. Hann varð meðal ann­ars afburða­góður í fim­leikum og öllu lík­am­legu atgervi. Hann reynd­ist einnig hafa gott lag á hestum og varð skjótt góður knapi. Þó er eitt sem stendur öðru fram­ar: Man­fred varð meist­ara­skytta.

Liðs­for­ingi

Er fyrri heims­styrj­öld­in skall á árið 1914 var Man­fred þegar orð­inn liðs­for­ingi í ridd­ara­lið­inu. Það varð þó fljótt ljóst á vest­ur­víg­stöðv­unum að tím­i ­ridd­ara­liðs­ins var lið­inn. Þeir sáu aðal­lega um að koma skila­boðum á milli og Man­fred leidd­ist afar mikið á víg­stöðv­un­um. Á þessum tíma var flug til­tölu­lega nýtt fyr­ir­brigði og margir töldu að það ætti sér litla fram­tíð í hern­aði. Seinna við­ur­kenndi Man­fred að hann hefði í raun ekki vitað neitt um flug á þessum tíma en hann sá litla fram­tíð í því að vera í ridd­ara­lið­inu. Flugið virt­ist eitt­hvað nýtt og spenn­andi og Man­fred sló til, bað um lausn frá ridd­ara­lið­inu og sótti um í flug­hern­um.

Auglýsing

Í maí 1915 var Man­fred því skólaður í öllu er sneri að flugi nema þó einu: Að stjórna vél­inni. Í þá daga var aðal­hlut­verk flug­vél­anna að fljúga yfir víg­stöðv­arnar og taka myndir af her­sveitum óvin­ar­ins, ekki síst stað­setn­ingu stór­skota­liðs. Flug­vél­arnar voru tveggja sæta könn­un­ar­vélar og sá sem var hærra settur var vana­lega í hlut­verki ljós­mynd­ar­ans og átti að segja flug­mann­inum til. Man­fred var liðs­for­ingi og því sjálf­val­inn í það hlut­verk. 

Fyrsta flug­ferðin gekk ekki sem skyldi. Er hreyfil­inn fór í gang fuku öll blöð og kort Man­freds út í veður og vind og jafn­vel hjálm­ur­inn losn­aði af honum og hvarf að eilífu. Hann upp­götv­aði að hann hafði hneppt jakk­anum vit­laust og vind­ur­inn s­maug inn um gat­ið. Auk þess heyrði flug­mað­ur­inn ekki orð af því sem Man­fred reyndi að kalla til hans. Þrátt fyrir þessi óþæg­indi var Man­fred strax heill­aður af þess­ari nýju ver­öld sem hann var þarna kynntur fyr­ir: „Eftir nokkra stund taldi ég í mig kjark til að líta nið­ur. Ég sá Köln í fjarska. Dóm­kirkjan leit út eins og eitt­hvað leik­fang. Allt var svo smátt og fjar­lægt. Ég var grip­inn þeirri til­finn­ingu að ég væri alveg ósnert­an­legur hér uppi í skýj­un­um. Ég naut þess til hins ýtrasta og varð afar leiður er flug­mað­ur­inn sagði tíma­bært að snúa við og lenda.“ Flug­hern­aður eflist

Þró­unin í flug­hern­aði var hröð. Könn­un­ar­vélin hafði sannað sig og öllum var ljóst að það yrði að finna aðferðir til að ráða nið­ur­lögum henn­ar. Loft­varna­byssur voru ekki nógu nákvæm­ar. Á þessum tíma fædd­ist hug­myndin að flug­vél sem væri sér­hönnuð til að elta aðrar flug­vélar og skjóta þær nið­ur: Orr­ustu­vél. Vanda­málið var hvar ætti að stað­setja vél­byssur á slíka vél. Best væri að hún væri beint fyrir framan flug­mann­inn en þá þyrftu kúl­urnar að kom­ast í gegnum hreyfil­inn. Tækni­menn ýmissa herja höfðu gert til­raunir og kom­ist að því að þótt hreyfil­inn skemmd­ist alvar­lega þá fóru lang­flestar kúl­urnar á milli blað­anna. Bæði Frakkar og Þjóð­verjar höfðu í stríðs­byrjun reynt að hanna búnað sem gerði vél­byss­unni kleyft að skjóta án þess að hitta hreyfil flug­vél­ar­inn­ar. Það voru Þjóð­verjar sem voru fljót­ari til er þeir settu á mark­að ­Fokker Eindecker ­vél­ina, um mitt ár 1915, sem var með eina vél­byssu og áður­nefndan bún­að. Eindecker ­vélin olli strax miklu upp­námi meðal Breta og Frakka sem flýttu sér að fram­leiða svip­aðar vél­ar. Man­fred von Richt­hofen ­fylgd­ist með öllu þessu og var stað­ráð­inn í að læra að fljúga og verða orr­ustuflug­mað­ur. Mað­ur­inn sem Man­fred leit upp til í þessu sam­bandi var Oswald ­Boelcke. ­Boelcke var rísandi stjarna meðal þýskra orr­ustuflug­manna og er í raun litlu minni goð­sögn en Man­fred sjálfur átti eftir að verða. ­Boelcke er af flestum tal­inn vera sá sem fyrstur setti niður skýrar reglur fyrir orr­ustuflug­menn, sem kall­aðar er D­ict­a ­Boelcke, og margt af því sem hann skrif­aði um her­tækni í háloft­unum er enn þá ­kennt og not­að, jafn­vel í orr­ustu­þotum nútím­ans. ­Boelcke benti m.a. á mik­il­vægi þess að reyna alltaf að gera árás með sól­ina á bak við sig, einnig lagði hann ríka áherslu á að flug­menn sem væru komnir yfir óvina­svæði þyrftu alltaf að vera með ákveðna und­an­komu­leið og ef óvinur ræðst að þig að ofan áttu ekki að reyna að koma þér undan heldur snúa vél þinni beint að hon­um. Þetta urðu fyrstu grunn­reglur þýska flug­hers­ins og Man­fred von Richt­hofen ­fór eftir þeim, allt fram til örlaga­dags­ins 21. apríl 1918.

Stóra tæki­færið kemur

Það var ekki fyrr en í ágúst 1916 sem von Richt­hofen ­fékk sitt stóra tæki­færi. ­Boelcke ­sjálfur hafði sam­band við hann og bauð honum að ganga í flug­sveit sína Jagd­staf­feln 2. Richt­hofen brást ekki meist­ara sínum og sigrar hans í loft­inu urðu fleiri og fleiri. ­Boelcke ­sjálfur lést í októ­ber 1916 en hann hafði skotið niður 40 óvina­vél­ar. Man­fred var nú ákveð­inn í að verða besti orr­ustuflug­maður Þýska­lands og ákvað í árs­lok 1916 að það væri tíma­bært að bæði vinir og óvinir gerðu sér grein fyrir hver hann var. Á þessum tíma voru engar tal­stöðvar í flug­vélum svo sumir flug­menn merktu vélar sín­ar ­sér­stak­lega svo það færi ekki á milli mála hver væri á ferð­inni. Man­fred ákvað að nota rauðan lit til að ein­kenna sína vél. Ekki er nákvæm­lega vitað hví hann valdi þann lit en það má vera að það hafi verið í heið­urs­skyni við Uhlan-­ridd­ara­liðs­sveit­ina sem hann barð­ist með í byrjun stríðs en ein­kenn­islitur þeirra var rauð­ur. And­stæð­ingar Þjóð­verja vissu vel hver leiddi sirkus­inn fljúg­andi og vegna rauða lit­ar­ins var Man­fred nú kall­aður „Rauði bar­ón­inn“.

Fjórar sveitir í eina

Hlut­irnir gerð­ust nú hratt. Um sum­arið 1917 fékk von Richt­hofen það hlut­verk að sam­eina fjórar flug­sveitir í eina. Sú sveit var skipuð þeim bestu og fékk heit­ið Jagd­geschwader 1 og von Richt­hofen varð yfir­maður henn­ar. Breski flug­her­inn gaf sveit­inni nafnið sirkus­inn fljúg­andi (Flying Circus) vegna þess hve lit­skrúð­ugar vélar þeirra þýsku voru og sú stað­reynd að sveitin var sjaldan lengi á sama stað í einu og liðs­menn bjuggu vana­lega í tjöld­um. Man­fred von Richt­hofen var nú orð­inn fræg­asti flug­kappi Þýska­lands. Í júlí­mán­uði hafð­i Richt­hofen skotið niður 57 óvina­vél­ar. Hann var eng­inn harð­stjóri en gerði þó miklar kröfur til sinna manna, eins og hans sjálfs, hann drakk lítið og reykti sjaldan og krafð­ist þess af mönnum sínum að þeir forð­uð­ust allan ólifn­að. Man­fred von Richt­hofen ­fékk á þessum tíma mörg hund­ruð bréf frá konum víðs vegar að en hann var aldrei við kven­mann kenndur og er hann var í leyfi frá víg­stöðv­unum sást hann aldrei í fylgd konu. Sumir tóku etir því að þessi fræga flug­hetja sat oft einn til borðs á veit­inga­stöð­um. Bróðir hans Lot­har ­naut sín í sam­skiptum við konur en margir tóku eftir því að eldri bróðir hans var greini­lega feim­inn og ófram­fær­inn er kom að sam­skiptum við hitt kyn­ið. Á víg­stöðv­unum fylgdi Man­fred eftir regl­u­m ­Boelckes og brýndi því mönnum sínum að fljúga aldrei ein­ir, alltaf minnst fjórir eða sex saman og aldrei taka óþarfa áhættu, aðeins leggja til árásar ef þeir væru nokkuð vissir um sig­ur. Menn hans og einnig and­stæð­ingar báru tak­marka­lausa virð­ingu fyrir hon­um.

Þann 6 júlí særð­ist Man­fred á höfði í bar­daga og var í raun hepp­inn að sleppa lif­andi. Kúla frá óvina­vél hitti hann í höf­uðið og hann missti allan mátt og sjón en fann þó hvað var að ger­ast. Til­finn­ing kom þó fljót­lega aftur í liða­mótin og hann gat stjórnað vél­inni en var áfram sjón­laus og vissi ekk­ert hvað sneri upp né nið­ur. Sjónin kom smátt og smátt og von Richt­hofen ­lenti vél­inni heilu og höldnu. Þetta atvik hafði djúp áhrif á Man­fred von Richt­hofen. Hann hafði sann­ar­lega aldrei verið létt­úð­ugur gal­gopi en gat þó gant­ast og glaðst. Eftir þessa reynslu, að hafa verið hárs­breidd frá dauð­an­um, varð Man­fred jafn­vel enn­þá ­meiri ein­fari og bland­aði lítt geði við aðra.

Þann 21. apríl fóru von Richt­hofen og sex aðrir flug­menn í könn­un­ar­flug. Richt­hofen flaug ­Fokker ­þrí­þekju sem var nán­ast alrauð. Það fór ekki á milli mála hver var þar á ferð. Rauða þrí­þekjan hefur einatt verið tengd við Rauða bar­ón­inn en af 80 óvina­vélum sem hann felldi þá voru það aðeins 9 sem féllu fyrir vél­byssum þrí­þekj­unn­ar. Man­fred von Richtofen var ­sig­ur­sælast­ur er hann flaug Albatros tví­þekju. 

Ekki langt frá Þjóð­verj­unum voru and­stæð­ingar þeirra Bretar einnig komnir á loft. Hinn reynd­i Roy Brown ­leiddi þá sveit en í för með þeim var flug­mað­ur­, Ma­y að nafni, sem var í sinni fyrstu flug­ferð og hafði fengið skýrar skip­anir um að halda sig frá bar­dög­um. Ma­y stóðst þó ekki mátið er breska sveitin mætti þeim þýsku og reyndi að elta og skjóta niður þýska vél. Skyndi­lega var Ma­y kom­inn í miðjan bar­dag­ann og átti ekki mögu­leika gegn bestu flug­mönnum Þjóð­verja. Til að bæta gráu ofan á svart hafð­i Ma­y ­tek­ist að stífla vél­byssur sínar því hann hélt takk­anum of lengi niðri. Ma­y á­kvað að forða sér, tók dýfu og stefndi að bresku víg­stöðv­un­um. Von Richt­hofen var fljótur að sjá að þarna var óreyndur flug­maður og því auð­veld bráð. Það má þó vel vera að reynslu­leysi Ma­y hafi hjálpað hon­um. 

Reyndir flug­menn brugð­ust yfir­leitt eins við í ákveðnum aðstæðum en Ma­y ­gerði hvað sem honum datt í hug og Richt­hofen átti erfitt með að sjá gjörðir hans fyr­ir­. Roy Brown sá að Ma­y var í stór­hættu og flaug því strax á eftir honum og Man­fred. Hátt fyrir ofan þá fylgd­ust þýsku flug­menn­irnir með og skyldu ekk­ert í fram­ferði von Richt­hofen því í raun allt sem hann gerði var í hróp­andi mót­sögn við hans eigin reglur sem hann hafði margoft lagt ríka áherslu á að þeir sjálfir færu eft­ir. Að fljúga í lág­flugi yfir víg­línur and­stæð­ing­anna var nokkuð sem Richt­hofen hafði harð­bannað þeim en nú var rauða þrí­þekjan aðeins í nokkur hund­ruð metra hæð langt inn í landi óvin­ar­ins!? Þetta náði engri átt. Roy Brown var nú að nálgast Richt­hofen og byrj­aði að skjóta. Ástr­alskar vél­byssu­skyttur á jörðu niðri hófu einnig að skjóta á Þjóð­verj­ann og aðrir her­menn í nágrenn­inu hleyptu af rifflum sín­um. Þrí­þekjan skall í jörð­ina. Rauði bar­ón­inn var all­ur.

Áfall fyrir þjóð­ina

Áfallið var gíf­ur­legt fyrir þýsku þjóð­ina. Man­fred von Richt­hofen var þjóð­hetja og hafði verið leið­andi í bar­átt­unni gegn óvin­inum árum sam­an. Það var einnig eitt­hvað við flug­menn, sér­stak­lega orr­ustuflug­menn, sem heill­aði fólk meira en ann­að. Ólíkt fót­göngu­liðum á jörðu niðri lögðu þeir líf sitt í hættu í háloft­un­um, heimi þar sem mað­ur­inn var gest­kom­andi. Öllum var ljóst að starf þeirra var mjög hættu­legt. Fall­hlífar voru ekki teknar í notkun fyrr en seint í stríð­inu og það voru aðal­lega Þjóð­verjar sem not­uðu þær en Bretar höfn­uðu þeim af ótta við að flug­menn myndu gef­ast upp of fljótt og henda sér úr vél­inn­i. Er­ich Lu­dend­orff hers­höfð­ingi sagði að dauði Rauða bar­óns­ins hefði verið svipað sál­fræði­legt áfall fyrir þýska her­inn og að missa heilt her­fylki. Man­fred von Richt­hofen var goð­sögn í lif­anda lífi en einnig áfram eftir dauða sinn.

Hvaðan kom skot­ið?

Hver skaut niður Man­fred von Richt­hofen? Um það er deilt enn í dag. Eitt eru flestir þó sam­mála um. Það var ekki Roy Brown heldur kom kúlan sem grand­að­i Richt­hofen frá jörðu niðri. Menn töldu í fyrstu að það hefðu án efa verið áströlsku vél­byssu­skytt­urn­ar. Líkið var með sár framan á búknum og einnig á fót­um. Breski flug­her­inn mót­mælti þessu þó ákaft og á end­anum var ákveðið að færa Roy Brown þennan sigur enda var mörgum ljóst að það yrði gíf­ur­leg lyfti­stöng fyrir breska flug­her­inn og lið­sanda hans. Í dag telja ýmsir að kúlan sem grand­aði von Richt­hofen hafi verið úr riffli, ekki vél­byssu, og það sé nán­ast ómögu­legt að kom­ast að því hver skaut úr þeim riffli. Þó er það jafn­vel enn stærri spurn­ing að velta því fyrir sér hví von Richt­hofen hunds­aði sínar eigin reglur og elt­i Ma­y inn yfir víg­línur óvin­anna? Það var algjört feigð­ar­flan og þvert á það sem Richt­hofen ­sjálfur hafði kennt sínum mönn­um. Svona nokkuð hafði hann aldrei gert áður. Getur verið að á þessum tíma­punkti hafi honum hrein­lega staðið á sama hvort hann myndi lifa eða deyja? Ýmis­legt bendir til þess að hann hafi verið orð­inn þung­lyndur á þessu tíma­bili og eins og áður er getið þá var hegðun hans önnur eftir höf­uð­meiðsli sem hann hlaut nokkrum mán­uðum fyrir dauða sinn. Aðeins nokkrum vikum áður en hann lést reit hann svo í dag­bók sína: „Mér líður ömur­lega eftir hvern bar­daga. Kannski hefur það eitt­hvað að gera með höf­uð­meiðsli mín. Um leið og ég stíg fæti á jörð­ina, eftir flug­ferð, held ég beint til her­bergis míns. Ég hef enga löngun til að sjá ein­hvern eða heyra eitt­hvað. Ég sé þetta stríð núna eins og það er í raun, ekki eins og almenn­ingur ímyndar sér það. Þau halda að þetta sé gleði­legur bar­dagi þar sem menn öskra húrra­hróp og halda til orr­ustu með bros á vör. Það er langt frá raun­veruleik­an­um. Þetta stríð er mjög alvar­legt og ólýs­an­lega hrylli­leg­t…"

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar