Segist ekki vera kunningi Braga

Í yfirlýsingu frá föður mannsins sem sakaður er um brot gegn dætrum sínum í umfjöllun Stundarinnar segist hann einungis einu sinni hafa hitt Braga og að það hafi ekki haft áhrif á ákvarðanatöku barnaverndaryfirvalda.

Bragi Guðbrandsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu og fram­bjóð­andi Íslands til Barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna.
Bragi Guðbrandsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu og fram­bjóð­andi Íslands til Barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna.
Auglýsing

Faðir manns­ins sem sak­aður er um brot gegn dætrum sín­um, í umfjöllun Stund­ar­innar í gær, seg­ist ekki vera „kunn­ingi“ Braga Guð­brands­son­ar, ­fyrr­ver­andi for­­stjóri Barna­vernd­­ar­­stofu og fram­­bjóð­andi Íslands til Barna­rétt­­ar­­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna, og að hann hafi að honum vit­andi aldrei gengið erinda hans. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem lög­fræð­ingur hans sendi á fjöl­miðla í dag. 

Hann segir jafn­framt að af fag­legum ástæðum hafi hann haft sam­skipti við Braga á árum áður, þegar hann starf­aði við barna­vernd, en það séu senni­lega yfir þrjá­tíu ár síðan hann hafði slík sam­skipti við Braga. „Ég hef hitt Braga einu sinni á ævinni, ein­hvern tíman á árunum 1981-1986, þegar ég var for­maður barna­vernd­ar­nefndar og hann starf­aði hjá Kópa­vogs­bæ. Það er allur kunn­ings­skapur okk­ar,“ segir hann í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Í umfjöllun Stund­ar­innar er hvergi notað orðið „kunn­ingi“ og er orða­lagið sem notað er í grein­inni á þann veg að faðir manns­ins og Bragi hafi verið mál­kunn­ugir frá því þeir störf­uðu báðir við barna­vernd­ar­mál. 

Í yfir­lýs­ingu Pírata, sem flokk­ur­inn sendi frá sér í gær, kemur þetta til­tekna orða­lag fram, þar sem dregin er sú ályktun að þeir hafi verið kunn­ingj­ar.

Hér fyrir neðan má lesa yfir­lýs­ingu föður manns­ins í heild sinni.

Yfirlýsing „kunningja“ Braga Guðbrandssonar

Fjöl­mið­il­inn Stundin og þing­flokkur Pírata hafa slegið því upp að ég sé kunn­ingi Braga Guð­brands­sonar for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu og að hann hafi vegna þess kunn­ings­skapar haft ein­hvern óeðli­leg afskipti af barna­vernd­ar­nefnd Hafn­ar­fjarðar og með­ferð þess á máli um umgengni son­ar­dætra minna.

Hið rétta er hins vegar að barna­vernd­ar­yf­ir­völd hafa aldrei tálmað eða tak­markað umgengni sonar míns við dætur sín­ar, hvorki á grund­velli meints gruns um kyn­ferð­is­brot eða af öðrum ástæð­um. Það var þannig aldrei mögu­leiki að neinn mað­ur, kunn­ingi minn eða ekki, gæti haft áhrif á ákvarð­ana­töku þeirra um slíka hluti, þar sem barna­vernd­ar­nefnd Hafn­ar­fjarðar hefur ekki að mér vit­andi haft til með­ferðar mál þar sem tekin var ákvörðun um umgengni sonar míns við dætur sín­ar.

Vegna ásakanna sem stafa frá barns­móður sonar míns og fjöl­skyldu hennar hefur barna­vernd­ar­nefnd óskað eftir rann­sókn lög­reglu og Barna­húss. Slík rann­sókn fór fram og bendir ekk­ert til að sonur minn hafi brotið gegn dætrum sínum eða nokkrum öðr­um. Ef talið væru ein­hverjar líkur á því að börnum stæði hætta af honum hafa barna­vernd­ar­yf­ir­völd allar vald­heim­ildir til að tak­marka umgengni hans við dætur sínar eða láta það fara fram undir eft­ir­liti. Það hafa þau ekki gert, enda ítar­legar rann­sóknir aldrei gefið til­efni til þess.

Ég leit­aði til Barna­vernd­ar­stofu með form­lega kvörtun um starfs­hætti barna­vernd­ar­nefndar Hafn­ar­fjarð­ar, þar sem barns­móðir sonar míns hélt því fram að hún gæti ekki staðið við umgengn­is­sam­komu­lag vegna þess að barna­vernd­ar­nefnd heim­il­aði ekki umgengni. Hvorki, sonur minn, lög­maður hans né ég gátu fengið svör frá barna­vernd­ar­nefnd um hvaðan þessi full­yrð­ing væri komin og hvort í gangi væri eitt­hvað mál sem gæti staðið í vegi fyrir umgengni.

Þetta gerði ég þar sem eig­in­kona mín var þá dauð­vona og þráði það að geta hitt barna­börn sín síð­ustu jólin sem hún lifði. Ég hafði sam­band við alla yfir­menn sem mér hug­kvæmd­ust hjá stofn­unum barna­vernd­ar­yf­ir­valda og reyndi að fá svör. Þá óskaði ég eftir því að þeir beittu sér til að hafa milli­göngu við barns­móður sonar míns og fá hana með ein­hverjum hætti til að leyfa ömmu barn­anna að kveðja þær.

Ég er ekki ‚kunn­ingi‘ Braga Guð­brands­sonar og hann hefur að mér vit­andi aldrei gengið minna erinda. Af fag­legum ástæðum hef ég haft sam­skipti við hann á árum áður, þegar ég starf­aði við barna­vernd, en það eru senni­lega yfir þrjá­tíu ár síðan ég hafði slík sam­skipti við hann. Ég hef hitt Braga einu sinni á ævinni, ein­hvern tíman á árunum 1981-1986, þegar ég var for­maður barna­vernd­ar­nefndar og hann starf­aði hjá Kópa­vogs­bæ. Það er allur kunn­ings­skapur okk­ar.

Ég bið vin­sam­leg­ast fjöl­miðla, þing­menn og almenn­ing að leyfa ekki heift og óbil­girni að særa fleiri. Hættið að nota sak­laus börn sem skot­færi í ljótum leik stjórn­mála- og emb­ætt­is­manna. Hversu mik­il­vægt sem þið teljið það að koma höggi á and­stæð­ing, munið að það er raun­veru­legt fólk á bak við trún­að­ar­gögnin sem þið fenguð ein­hvern til að leka. Og að sá sem lekur trún­að­ar­gögnum velur hverju er lekið úr sam­hengi og hvaða ósann­indum er hvíslað með.

Höf­undur er prestur og fyrrum for­maður barna­vernd­ar­nefnd­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent