Segist ekki vera kunningi Braga

Í yfirlýsingu frá föður mannsins sem sakaður er um brot gegn dætrum sínum í umfjöllun Stundarinnar segist hann einungis einu sinni hafa hitt Braga og að það hafi ekki haft áhrif á ákvarðanatöku barnaverndaryfirvalda.

Bragi Guðbrandsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu og fram­bjóð­andi Íslands til Barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna.
Bragi Guðbrandsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu og fram­bjóð­andi Íslands til Barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna.
Auglýsing

Faðir manns­ins sem sak­aður er um brot gegn dætrum sín­um, í umfjöllun Stund­ar­innar í gær, seg­ist ekki vera „kunn­ingi“ Braga Guð­brands­son­ar, ­fyrr­ver­andi for­­stjóri Barna­vernd­­ar­­stofu og fram­­bjóð­andi Íslands til Barna­rétt­­ar­­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna, og að hann hafi að honum vit­andi aldrei gengið erinda hans. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem lög­fræð­ingur hans sendi á fjöl­miðla í dag. 

Hann segir jafn­framt að af fag­legum ástæðum hafi hann haft sam­skipti við Braga á árum áður, þegar hann starf­aði við barna­vernd, en það séu senni­lega yfir þrjá­tíu ár síðan hann hafði slík sam­skipti við Braga. „Ég hef hitt Braga einu sinni á ævinni, ein­hvern tíman á árunum 1981-1986, þegar ég var for­maður barna­vernd­ar­nefndar og hann starf­aði hjá Kópa­vogs­bæ. Það er allur kunn­ings­skapur okk­ar,“ segir hann í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Í umfjöllun Stund­ar­innar er hvergi notað orðið „kunn­ingi“ og er orða­lagið sem notað er í grein­inni á þann veg að faðir manns­ins og Bragi hafi verið mál­kunn­ugir frá því þeir störf­uðu báðir við barna­vernd­ar­mál. 

Í yfir­lýs­ingu Pírata, sem flokk­ur­inn sendi frá sér í gær, kemur þetta til­tekna orða­lag fram, þar sem dregin er sú ályktun að þeir hafi verið kunn­ingj­ar.

Hér fyrir neðan má lesa yfir­lýs­ingu föður manns­ins í heild sinni.

Yfirlýsing „kunningja“ Braga Guðbrandssonar

Fjöl­mið­il­inn Stundin og þing­flokkur Pírata hafa slegið því upp að ég sé kunn­ingi Braga Guð­brands­sonar for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu og að hann hafi vegna þess kunn­ings­skapar haft ein­hvern óeðli­leg afskipti af barna­vernd­ar­nefnd Hafn­ar­fjarðar og með­ferð þess á máli um umgengni son­ar­dætra minna.

Hið rétta er hins vegar að barna­vernd­ar­yf­ir­völd hafa aldrei tálmað eða tak­markað umgengni sonar míns við dætur sín­ar, hvorki á grund­velli meints gruns um kyn­ferð­is­brot eða af öðrum ástæð­um. Það var þannig aldrei mögu­leiki að neinn mað­ur, kunn­ingi minn eða ekki, gæti haft áhrif á ákvarð­ana­töku þeirra um slíka hluti, þar sem barna­vernd­ar­nefnd Hafn­ar­fjarðar hefur ekki að mér vit­andi haft til með­ferðar mál þar sem tekin var ákvörðun um umgengni sonar míns við dætur sín­ar.

Vegna ásakanna sem stafa frá barns­móður sonar míns og fjöl­skyldu hennar hefur barna­vernd­ar­nefnd óskað eftir rann­sókn lög­reglu og Barna­húss. Slík rann­sókn fór fram og bendir ekk­ert til að sonur minn hafi brotið gegn dætrum sínum eða nokkrum öðr­um. Ef talið væru ein­hverjar líkur á því að börnum stæði hætta af honum hafa barna­vernd­ar­yf­ir­völd allar vald­heim­ildir til að tak­marka umgengni hans við dætur sínar eða láta það fara fram undir eft­ir­liti. Það hafa þau ekki gert, enda ítar­legar rann­sóknir aldrei gefið til­efni til þess.

Ég leit­aði til Barna­vernd­ar­stofu með form­lega kvörtun um starfs­hætti barna­vernd­ar­nefndar Hafn­ar­fjarð­ar, þar sem barns­móðir sonar míns hélt því fram að hún gæti ekki staðið við umgengn­is­sam­komu­lag vegna þess að barna­vernd­ar­nefnd heim­il­aði ekki umgengni. Hvorki, sonur minn, lög­maður hans né ég gátu fengið svör frá barna­vernd­ar­nefnd um hvaðan þessi full­yrð­ing væri komin og hvort í gangi væri eitt­hvað mál sem gæti staðið í vegi fyrir umgengni.

Þetta gerði ég þar sem eig­in­kona mín var þá dauð­vona og þráði það að geta hitt barna­börn sín síð­ustu jólin sem hún lifði. Ég hafði sam­band við alla yfir­menn sem mér hug­kvæmd­ust hjá stofn­unum barna­vernd­ar­yf­ir­valda og reyndi að fá svör. Þá óskaði ég eftir því að þeir beittu sér til að hafa milli­göngu við barns­móður sonar míns og fá hana með ein­hverjum hætti til að leyfa ömmu barn­anna að kveðja þær.

Ég er ekki ‚kunn­ingi‘ Braga Guð­brands­sonar og hann hefur að mér vit­andi aldrei gengið minna erinda. Af fag­legum ástæðum hef ég haft sam­skipti við hann á árum áður, þegar ég starf­aði við barna­vernd, en það eru senni­lega yfir þrjá­tíu ár síðan ég hafði slík sam­skipti við hann. Ég hef hitt Braga einu sinni á ævinni, ein­hvern tíman á árunum 1981-1986, þegar ég var for­maður barna­vernd­ar­nefndar og hann starf­aði hjá Kópa­vogs­bæ. Það er allur kunn­ings­skapur okk­ar.

Ég bið vin­sam­leg­ast fjöl­miðla, þing­menn og almenn­ing að leyfa ekki heift og óbil­girni að særa fleiri. Hættið að nota sak­laus börn sem skot­færi í ljótum leik stjórn­mála- og emb­ætt­is­manna. Hversu mik­il­vægt sem þið teljið það að koma höggi á and­stæð­ing, munið að það er raun­veru­legt fólk á bak við trún­að­ar­gögnin sem þið fenguð ein­hvern til að leka. Og að sá sem lekur trún­að­ar­gögnum velur hverju er lekið úr sam­hengi og hvaða ósann­indum er hvíslað með.

Höf­undur er prestur og fyrrum for­maður barna­vernd­ar­nefnd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent