Rúmlega 70 prósent Íslendinga andvígir sölu áfengis í matvöruverslunum

Ný könnun MMR gefur til kynna að 73,7 prósent Íslendinga eru andvígir sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum.

bjór og hvítt
Auglýsing

Stór hluti Íslend­ingar er and­vígur sölu áfengis í mat­vöru­versl­un­um. Stuðn­ings­fólk Fram­sóknar er mest and­vígt því en stuðn­ings­fólk Við­reisnar eru hvað hlynnt­ust því. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.

Í könn­un­inni sögðu 73,7 pró­sent aðspurðra að þeir væru and­vígir sölu á sterku áfengi í mat­vöru­versl­unum og 54,8 pró­sent sölu á léttu áfengi og bjór. Könn­unin var fram­kvæmd á dög­unum 2.-12. mars síð­ast­lið­inn og svör­uðu 995 manns. And­staðan við mál­efnið stendur nokkurn veg­inn í stað frá því að Félags­vís­inda­stofnun birti nið­ur­stöður úr rann­sókn sinni fyrir um ári síð­an. Þá voru 69,2 pró­sent á móti sölu áfengis í mat­vöru­versl­un­um.

Nær allir stuðn­ings­menn Fram­sóknar sem tók þátt í könn­un­inni, eða 96 pró­sent, voru and­vígir sölu á sterku áfengi í mat­vöru­versl­un­um. Stuðn­ings­fólk Flokks fólks­ins, Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­innar voru einnig and­víg sölu áfengis í mat­vöru­versl­un­um. Stuðn­ings­fólk Við­reisn­ar, Pírata og Sjálf­stæð­is­flokks tjáðu mestan stuðn­ing við sölu áfengis í mat­vöru­versl­un­um.

Auglýsing

Minni and­staða við sölu á léttu áfengi og bjór

Aðeins 15,3 pró­sent voru hlynnt sölu á sterku áfengi í mat­vöru­versl­unum og 35,8 pró­sent sögð­ust vera hlynnt sölu á léttu áfengi og bjór. Svar­endur yngsta ald­urs­hóps­ins, 18-29 ára, reynd­ust í meira mæli hlynnt sölu á létt áfengi og bjór í mat­vöru­versl­unum eða 52 pró­sent. 

And­staða við sölu áfengis í mat­vöru­versl­unum jókst með hækk­andi aldri. Yfir­gnæf­andi meiri­hluti, eða 84 pró­sent,  í elsta ald­urs­hópn­um, 68 ára og eldri, taldi að áfengi ætti ekki að vera selt í mat­vöru­versl­un­um. Af þeim voru 70 pró­sent mjög and­víg. And­staða var minni meðal svar­enda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, 52 pró­sent, en á lands­byggð­inni, 59 pró­sent. 62 pró­sent kvenna voru and­vígar en aðeins 49 pró­sent karla. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent