„Þolinmæði gagnvart ofurlaunum er þrotin“

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði baráttufund verkalýðsfélaga í Reykjanesbæ í dag, 1. maí. Hún vill m.a. að vinnuvikan sé stytt, kynbundnum launamun útrýmt og að samtök launafólks standi saman gegn auknum ójöfnuði.

1. maí-ganga
1. maí-ganga
Auglýsing

„Við finnum öll spenn­una í sam­fé­lag­inu, spennu sem virð­ist aukast frekar en hitt hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Spennu sem leiðir af sér rifr­ildi í stað sam­tals, átök í stað sam­vinnu. Þetta á við innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, í stjórn­mál­un­um, í við­skipta­líf­inu og hvar sem er ann­ars­staðar sem okkur ber nið­ur.

Við verðum líka öll vör við hvernig sam­fé­lagið breyt­ist og þró­ast. Allir þurfa að hlaupa hrað­ar, fylgj­ast með öllu, tengdir í gegnum síma og tölvu­póst og til taks allan sól­ar­hring­inn. Er ekki kom­inn tími til að staldra við og spyrja okkur hvort þetta sé virki­lega það sem við vilj­um? Erum við á réttri leið? Og ef ekki, hvernig ætlum við að breyta sam­fé­lag­inu til hins betra?“

Þannig hefst ræða Elínar Bjargar Jóns­dótt­ur, for­manns BSRB, á degi verka­lýðs­ins í ár sem flutt var í Stapa í Reykja­nes­bæ.

Auglýsing

Elín Björg JónsdóttirElín Björg segir í ræðu sinni að órétt­lætið í sam­fé­lag­inu blasi við launa­fólki hvert sem litið er. Á meðan for­stjórar og stjórn­endur fyr­ir­tækja og stofn­ana fái tuga pró­senta launa­hækk­anir á milli ára eigi aðrir launa­menn að sætta sig við hóf­legar hækk­anir í nafni stöð­ug­leika.

„Það er alltaf sama fólkið sem á að bera ábyrgð á þessum stöð­ug­leika. Ein­hvern veg­inn virð­ist það alltaf vera þeir sem eru á lægstu töxt­unum sem eiga að sætta sig við lág laun áfram á meðan aðrir taka til sín sífellt stærri sneið af kök­unn­i,“ segir hún. 

Elín bætið því við að á meðan for­stjórar og stjórn­endur fái veru­legar launa­hækk­anir finn­ist þeim sjálf­sagt að tala um það á aðal­fundum að það sé ekk­ert svig­rúm til að hækka laun ann­ars starfs­fólks. Ekki til pen­ingar til að hækka þá sem lægst hafa laun­in. Hræsnin verði varla meiri.

Hún segir að það sé engin til­viljun að hag­sældin sé mest í þeim sam­fé­lögum þar sem minnstur munur sé á milli þeirra sem hafa lægstu launin og þeirra hæst laun­uð­ustu. Stjórn­endur fyr­ir­tækja verði að kunna sér hóf í launa­kröf­um. Það sé engin ástæða til að greiða þeim sem sýsla með pen­inga eða vinna við að stýra fyr­ir­tækjum gríð­ar­háa bónusa fyrir það eitt að mæta í vinn­una sína.

„Of­ur­laun stjórn­enda eru ekki nýtt vanda­mál en þol­in­mæðin gegn þeim er end­an­lega þrot­in. Okkur blöskrar öllum þegar við sjáum ofur­laun stjórn­enda stórra fyr­ir­tækja. Okkur blöskr­aði líka þegar Kjara­ráð hækk­aði laun ráð­herra, þing­manna og stjórn­endur rík­is­fyr­ir­tækja, oft í nafni þess að leið­rétta hafi þurft laun þeirra. Á meðan talar verka­lýðs­hreyf­ingin fyrir daufum eyrum þegar talað er fyrir leið­rétt­ingu á launum heilu stétt­anna sem dreg­ist hafa aftur úr í laun­um. Trúir því ein­hver hér, að það sé til­viljun að þar sé oft um kvenna­stéttir að ræða?“ spyr hún. 

Vilja stytta vinnu­vik­una

Elín segir í ræð­unni að liðin sé tæp hálf öld frá því ákveðið var að vinnu­vikan skuli vera 40 stund­ir. Hún spyr þar af leið­andi hvers vegna Íslend­ingar ættu að vinna eftir næstum fimm­tíu ára gömlu vinnu­fyr­ir­komu­lagi og hvaða afleið­ingar það hafi fyrir fjöl­skyld­ur, börnin og vinn­una sjálfa.

„Við sjáum afleið­ing­arnar alla daga. Við þekkjum streit­una og álag­ið, könn­umst við veik­indin og aukna örorku. Við vitum líka að leik­skóla­dag­ur­inn er lengri hjá íslenskum börnum en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Er þetta það sem við vilj­u­m? Það eru aðal­lega konur sem axla þung­ann af ólaun­uðum störfum við heim­il­is- og umönn­un­ar­störf. Það skilar sér í lægri tekjum og minni starfs­þró­un­ar­mögu­leikum þeirra á vinnu­mark­að­i,“ segir hún. 

Hún segir að góðu frétt­irnar séu þær að eftir ára­langa bar­áttu séu sífellt fleiri farnir að taka undir þetta sjón­ar­mið og fram­sýnir stjórn­endur farnir að prófa sig áfram með stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar.

„Við getum stytt vinnu­dag­inn og dregið með því úr álagi, streitu og veik­indum án þess að hafa áhrif á afköst starfs­manna. Við sjáum líka að við það að stytta vinnu­vik­una eykst starfs­á­nægjan og það auð­veldar fólki að sam­þætta vinnu og einka­líf.

Þá getur styttri vinnu­vika stuðlað að auknu jafn­rétti bæði á heim­ilum og á vinnu­mark­aði. Ef körlum er gert kleift að taka þátt með sama hætti og konum við umönnun barna sinna og í rekstri heim­il­is­ins minnka lík­urnar á því að konur sæki í hluta­störf og vinnu­þátt­taka þeirra mun aukast,“ segir Elín.

Útrýma þarf kyn­bundnum launa­mun

Í ræð­unni talar Elín um að ef Íslend­ingar ætli að byggja upp rétt­látt sam­fé­lag gangi ekki að konur og karlar fái ekki sömu laun fyrir sömu vinnu.

Hluti af vand­anum sé kyn­skiptur vinnu­mark­aður þar sem mál hafa þró­ast með þeim hætti að þær stéttir þar sem konur eru í meiri­hluta fái ekki eðli­leg laun fyrir ábyrgð­ar­mikil störf. „Við viljum að þeir sem sinna mik­il­vægum umönn­un­ar­störfum fái greitt í sam­ræmi við ábyrgð. Það er skakkt gild­is­mat sam­fé­lags­ins að borga þeim sem sýsla með pen­inga á tölvu­skjá marg­föld laun umönn­un­ar­stétta,“ segir Elín. 

Hún segir jafn­fram að jafn­rétt­is­mál hafi verið ofar­lega í huga allra und­an­far­ið. Að með #metoo-­bylt­ing­unni hafi þolendur kyn­ferð­is­of­beldis og áreitni, fengið sterka rödd sem eftir var tek­ið. „Þær hug­rökku konur sem þar stigu fram hafa sýnt okkur svart á hvítu hver staðan er. Og það er okkar allra að breyta henn­i,“ segir Elín. 

Laga þarf skatt­kerf­ið 

Elín bendir á að skatt­byrðin hafi auk­ist lang mest hjá tekju­lægstu hóp­un­um. Hún segir að stjórn­völd hafi dregið jafnt og þétt úr tekju­jöfn­un­ar­hlut­verki skatt­kerf­is­ins. Per­sónu­af­sláttur hafi ekki fylgt launa­þró­un, vaxta­bætur og barna­bætur hafi verið skertar veru­lega og hús­næð­is­bætur sömu­leið­is.

Kaup­mátt­ar­aukn­ingin nái sem sagt ekki til þeirra sem verst hafa kjör­in. Þetta sé órétt­læti sem megi ekki við­gang­ast. Stjórn­völd verði að snúa þess­ari þróun við og laga skatt­kerfið með það fyrir augum að bæta kjör þeirra tekju­lægstu veru­lega.

Að lokum segir Elín að Íslend­ingar skuli horfa fram á veg­inn á þessum alþjóð­lega bar­áttu­degi. Sagan sýni með skýrum hætti hverju sam­tök launa­fólks hafa áorkað með sam­stöð­unni. „Stöndum saman gegn auknum ójöfn­uði í sam­fé­lag­inu, stöndum saman í bar­átt­unni fyrir félags­legu rétt­læt­i.“

Hægt er að lesa ræðu Elínar Bjargar í heild sinni á Kjarn­an­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent