Íslenskir nemendur óheilbrigðari, óöruggari með fjárhag og vinna meira

Háskólanemendur á Íslandi fá minni fjárhagsstuðning frá öðrum og eiga við fleiri heilsufarsvandamál að stríða en jafningjar þeirra í Evrópu.

Stöðu háskólanema hér á landi er ábótavant.
Stöðu háskólanema hér á landi er ábótavant.
Auglýsing

Íslenskir háskóla­nemar glíma við fleiri heilsu­far­s­vanda­mál og fjár­hags­örð­ug­leika auk þess sem þeir vinna meira með skóla en evr­ópskir nem­end­ur. Þetta kemur fram í  nýrri skýrslu ­Mennta-og ­menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins sem birt var í gær.

­Skýrslan var unnin úr nið­ur­stöðum Eurostu­dent-könn­un­ar­innar, sem er á vegum Evr­ópu­sam­bands­ins og kann­ar ­fé­lags­-og efna­hags­legar aðstæður háskóla­nema. Könn­unin náði til 28 Evr­ópu­landa. Mask­ína sá um fram­kvæmd könn­un­ar­innar hér á landi, en hún fór fram um vorið 2016. 

Sexfalt fleiri með náms­erf­ið­leika

Sam­kvæmt skýrsl­unni var hlut­fall nem­enda á Íslandi sem skil­greina sig með fötl­un, hömlun eða langvar­andi heilsu­far­s­vanda­mál með því mesta sem ger­ist í öllum 28 þátt­tök­u­löndum könn­un­ar­inn­ar.

Mestur var mun­ur­inn þó á hlut­falli nema sem sögð­ust eiga við athygl­is­brest, ofvirkni, les­blindu eða aðra náms­erf­ið­leika að stríða, en 18% íslenskra háskóla­nema svör­uðu þeirri spurn­ingu ját­andi, sam­an­borið við 3% háskóla­nema í Evr­ópu. Með öðrum orðum er mun­ur­inn sexfald­ur. 

Í hópi með Georgíu og Alban­íu 

Sam­kvæmt könn­un­inni vinna íslenskir nem­endur að með­al­tali 15 tíma á viku, til sam­an­burðar við 12 tíma í Evr­ópu og Norð­ur­lönd­un­um. Sömu­leiðis vinnur tæpur helm­ingur þeirra allt skóla­árið hér á landi, en ein­ungis 35% háskóla­nema í Evr­ópu. 

Þrátt fyrir að það sé algeng­ara að háskóla­nemar á Íslandi vinni með námi en evr­ópskir ­jafn­ingjar þeirra segj­ast margir nem­enda á Íslandi einnig glíma við mikla fjár­hags­erf­ið­leika, eða um 34%. Þetta er tölu­vert hærra hlut­fall en í Evr­ópu, en Ísland er meðal sex landa þar sem meira en þriðj­ungur háskóla­nema seg­ist glíma við mikla fjár­hags­örð­ug­leika. Hin löndin eru Georgía, Alban­ía, Sló­ven­ía, Pól­land og Írland.

Auglýsing

Eigin tekj­ur, minni náms­lán, hærri leiga

Hlut­fall ráð­stöf­un­ar­tekna háskóla­nema á Íslandi sker sig einnig úr miðað við önnur Evr­ópu­lönd, en Íslend­ingar lifa meira á áunnum tekjum heldur en fram­færslu frá fjöl­skyldu eða maka. Sé miðað við Norð­ur­lönd er einnig mik­ill munur á því hversu mikið við reiðum okkur á náms­lán, en Norð­ur­landa­búar taka rúm­lega tvö­falt meira af náms­lánum en Íslend­ing­ar, sé miðað við þau sem hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekj­um.Skjáskot úr skýrslunni. Íslendingar treysta mun minna á námslán en aðrir háskólanemendur í Norðurlöndum

28% háskóla­nema hér á landi búa hjá for­eldrum, for­sjárað­ilum eða ætt­ingj­um. Það er tölu­vert hærra hlut­fall en á Norð­ur­lönd­un­um, þar sem sam­svar­andi hlut­fall er ein­ungis 8%. Fyrir þá Íslend­inga sem búa í leigu­hús­næði með háskóla­námi er ­leigu­kostn­að­ur­inn ­tölu­vert hærra hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum en í Evr­ópu. Sé miðað við Norð­ur­lönd er mun­ur­inn þó minni og í mörgum til­vikum dýr­ara að leigja þar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent