Ólöf Magnúsdóttir, þjóðfræðingur, er oddviti Kvennahreyfingarinnar sem hyggst bjóða sig fram til komandi borgarstjórnarkosninga. Með henni á lista eru meðal annars Steinunn Ýr Einarsdóttir fyrrum frambjóðandi Samfylkingarinnar og Steinunn Ólína Hafliðadóttir. Þetta kemur fram í nýrri fréttatilkynningu hreyfingarinnar.
Samkvæmt Kvennahreyfingunni hafa undanfarnar samfélagsbyltingar, líkt og #metoo, #höfumhátt, og #karlmennskan sýnt að það sé knýjandi þörf á að umturna íslenskri samfélagsgerð. Þar sem þau stjórnmálaöfl sem fyrir séu ætli sér ekki að setja þessi mál í forgang ætli Kvennahreyfingin að knýja fram breytingar og byrji á því með framboði sínu í Reykjavík.
„Áframhaldandi ofbeldi gegn konum, börnum, fötluðu fólki, innflytjendum, hinsegin fólki og öðrum jaðarhópum á ekki að líðast í nokkurri einustu mynd,“ segir meðal annars í stefnuyfirlýsingu hreyfingarinnar.
Samhliða stefnuyfirlýsingu birti Kvennahreyfingin einnig aðgerðaáætlun, en samkvæmt henni mun hún nálgast öll umræðuefni kosningabaráttunnar út frá feminísku sjónarhorni. Í borgarstjórn muni hún standa fyrir umbótum og breytingum í þágu raunverulegs jafnréttis í Reykjavík og gegn ákvörðunum sem kunna að koma illa við konur og/eða jaðarsetta hópa.
Framboðslisti Kvennahreyfingarinnar er eftirfarandi:
- Ólöf Magnúsdóttir Þjóðfræðingur, nýskapari og leiðsögukona
- Steinunn Ýr Einarsdóttir Kennari
- Nazanin Askari, Túlkur
- Hanna Björg, Vilhjálmsdóttir Kennslukona
- Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Háskólanemi
- Svala Hjörleifsdóttir, Grafískur hönnuður
- Þóra Kristín Þórsdóttir, Aðferðafræðingur
- Bára Jóhannesdóttir Guðrúnardóttir, Sérfræðingur
- Andrea Eyland, Höfundur
- Eva Huld Ívarsdóttir, Meistaranemi í lögfræði
- Aðalheiður Ármann, Háskólanemi
- Bylgja Babýlons, Grínisti
- Anna Kristín Gísladóttir, Frístundaleiðbeinandi
- Hera Eiríksdóttir, Hansen Ráðstefnustjóri
- Pálmey Helgadóttir, Kvikmyndagerðakona
- Sunnefa Lindudóttir, Hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri
- Guðfinna Magnea Clausen, Sjúkraliði / hópstjóri
- Þórdís Erla Ágústsdóttir, Ljósmyndari, kennari og leiðsögumaður
- Sigrún H. Gunnarsdóttirm, Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
- Erna Guðrún Fritzdóttir, Dansari
- Þórunn Ólafsdóttir, Verkefnastjóri og stofnandi Akkeris
- Edda Björgvinsdóttir, Leikkona
- Inga María Vilhjálmsdóttir, Verkefnastjóri / félagsráðgjafi
- Nichole Leigh Mosty, Verkefnastjóri
- Hekla Geirdal, Barþjónn