Ólöf Magnúsdóttir oddviti Kvennahreyfingarinnar

Kvennahreyfingin tilkynnti í dag framboðlista sinn til sveitastjórnarkosninga. Þar skipar Ólöf Magnúsdóttir þjóðfræðingur fyrsta sæti.

Frá blaðamannafundi Kvennahreyfingarinnar í dag.
Frá blaðamannafundi Kvennahreyfingarinnar í dag.
Auglýsing

Ólöf Magn­ús­dótt­ir, þjóð­fræð­ing­ur, er odd­viti Kvenna­hreyf­ing­ar­innar sem hyggst bjóða sig fram til kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Með henni á lista eru meðal ann­ars Stein­unn Ýr Ein­ars­dóttir fyrrum fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar og Stein­unn Ólína Haf­liða­dótt­ir. Þetta kemur fram í nýrri frétta­til­kynn­ingu hreyf­ing­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt Kvenna­hreyf­ing­unni hafa und­an­farnar sam­fé­lags­bylt­ing­ar, líkt og #metoo, #höf­um­hátt, og #karl­mennskan sýnt að það sé knýj­andi þörf á að umturna íslenskri sam­fé­lags­gerð. Þar sem þau stjórn­mála­öfl sem fyrir séu ætli sér ekki að setja þessi mál í for­gang ætli Kvenna­hreyf­ingin að knýja fram breyt­ingar og byrji á því með fram­boði sínu í Reykja­vík.

„Áfram­hald­andi ofbeldi gegn kon­um, börn­um, fötl­uðu fólki, inn­flytj­end­um, hinsegin fólki og öðrum jað­ar­hópum á ekki að líð­ast í nokk­urri ein­ustu mynd,“  segir meðal ann­ars í stefnu­yf­ir­lýs­ingu hreyf­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Sam­hliða stefnu­yf­ir­lýs­ingu birti Kvenna­hreyf­ingin einnig aðgerða­á­ætlun, en sam­kvæmt henni mun hún nálg­ast öll umræðu­efni kosn­inga­bar­átt­unnar út frá­ ­fem­inísku ­sjón­ar­horni. Í borg­ar­stjórn muni hún standa fyrir umbótum og breyt­ingum í þágu raun­veru­legs jafn­réttis í Reykja­vík og gegn ákvörð­unum sem kunna að koma illa við konur og/eða jað­ar­setta hópa. 

Fram­boðs­listi Kvenna­hreyf­ing­ar­innar er eft­ir­far­andi:

 1. Ólöf Magn­ús­dóttir Þjóð­fræð­ing­ur, ný­skap­ari og leið­sögu­kona

 2. Stein­unn Ýr Ein­ars­dóttir Kenn­ari

 3. Nazan­in A­skari,  Túlkur

 4. Hanna Björg,  Vil­hjálms­dóttir Kennslu­kona

 5. Stein­unn Ólína Haf­liða­dótt­ir,  Háskóla­nemi

 6. Svala Hjör­leifs­dótt­ir,  Graf­ískur hönn­uður

 7. Þóra Kristín Þórs­dótt­ir,  Aðferða­fræð­ingur

 8. Bára Jóhann­es­dóttir Guð­rún­ar­dótt­ir,  Sér­fræð­ingur

 9. Andrea Eyland,  Höf­undur

 10. Eva Huld Ívars­dótt­ir,  Meist­ara­nemi í lög­fræði

 11. Aðal­heiður Ármann,  Háskóla­nemi

 12. Bylgja Babýlons,  Grínisti

 13. Anna Kristín Gísla­dótt­ir,  Frí­stunda­leið­bein­andi

 14. Hera Eiríks­dótt­ir,  Han­sen Ráð­stefnu­stjóri

 15. Pálmey Helga­dótt­ir,  Kvik­mynda­gerða­kona

 16. Sunnefa Lindu­dótt­ir,  Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, deild­ar­stjóri

 17. Guð­finna Magnea Clausen,  ­Sjúkra­liði / hóp­stjóri

 18. Þór­dís Erla Ágústs­dótt­ir,  Ljós­mynd­ari, kenn­ari og leið­sögu­maður

 19. Sig­rún H. Gunn­ars­dótt­ir­m,  Ljós­móðir og hjúkr­un­ar­fræð­ingur

 20. Erna Guð­rún Fritzdótt­ir,  Dans­ari

 21. Þór­unn Ólafs­dótt­ir,  Verk­efna­stjóri og stofn­andi Akk­eris

 22. Edda Björg­vins­dótt­ir,  Leik­kona

 23. Inga María Vil­hjálms­dótt­ir,  Verk­efna­stjóri / félags­ráð­gjafi

 24. Nicho­le ­Leig­h Mosty,  Verk­efna­stjóri

 25. Hekla ­Geir­dal, Bar­þjónn

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent