Yfirlýsing frá Hörpu vegna uppsagna

17 uppsagnir hafa borist eftir fund þjónustufulltrúa og forstjóra Hörpu í gær.

Harpa
Auglýsing

Eldri samn­ing­um ­þjón­ustu­full­trúa var ­sagt upp síð­ast­liðið haust með fjög­urra mán­aða fyr­ir­vara og var haft fullt sam­ráð við stétt­ar­fé­lag og trún­að­ar­mann starfs­manna í þessum ferli. Þjón­ustu­full­trúum bauðst nýr samn­ingur sem tók gildi um síð­ast­liðin ára­mót sem felur í sér 15 pró­sent yfir­borgun frá kjara­samn­ingi og var þetta ein af fjöl­mörgum aðgerðum við að draga úr kostn­aði við við­burða­hald. Störf þjón­ustu­full­trúa eru unnin í tíma­vinnu og tengj­ast nán­ast ein­vörð­ungu við­burða­haldi í hús­in­u. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Hörpu sem send var út fyrir hádegi í dag. 

Í frétt Kjarn­ans sem birt­ist í gær­kvöldi kom fram að tutt­ugu þjón­ustu­full­trúar í Hörpu höfðu ákveðið að segja upp störfum sínum í kjöl­far fundar með Svan­hildi Kon­ráðs­dótt­ur, for­stjóra Hörpu­. Á­stæðan var óánægja með launa­hækkun for­stjór­ans, upp á um 20 pró­sent, en stutt er síðan starfs­fólk í Hörpu tók á sig launa­lækk­anir vegna erf­ið­leika í rekstri.

Auglýsing

Fund­ur­inn var boð­aður eftir fréttir um þjón­ustu­full­trúa í Hörpu sem ofbauð svo launa­hækkun Svan­hildar að hann sagði upp. „Stuttu eftir að laun for­stjóra voru hækkuð af stjórn Hörpu, voru laun þjón­ustu­full­trúa lækk­uð. Á fund­inum stað­festi Svan­hildur að þjón­ustu­full­trúar Hörpu væru einu starfs­menn­irnir sem gert var að taka á sig beina launa­lækk­un. Hópur starfs­manna sem þá þegar var launa­lægstur allra starfs­manna Hörpu,“ segir í til­kynn­ingu frá þjón­ustu­full­trú­un­um.

Rekst­ur­inn þungur

Í yfir­lýs­ingu Hörpu kemur fram að rekstur húss­ins hafi verið þungur um ára­bil og á síð­asta ári hafi eig­endur og stjórn gert skýra kröfu um að ráð­ist yrði í aðgerðir til að bæta rekst­ur­inn og draga úr tapi. Síð­ast­liðið sumar hafi end­ur­skoðun haf­ist á öllum rekstr­ar­þáttum Hörpu og muni sú vinna standa yfir næstu miss­er­in. Aðgerðir til að bæta rekstur birt­ist með ýmsum hætti á mis­mun­andi starfs­sviðum Hörpu. 

„117 ein­stak­lingar eru á launa­skrá hjá Hörpu. Allir starfs­menn félags­ins, þjón­ustu­full­trúar sem aðr­ir, hafa lagt sitt lóð á vog­ar­skál­arnar með breyt­ingum á vinnu­fyr­ir­komu­lagi og kjörum en einnig með auknu vinnu­fram­lagi þar sem ekki er ráðið í laus störf og mönnun á mörgum sviðum minnkuð þar sem sem því hefur verið við kom­ið,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Þjón­ustu­full­trú­arnir ósáttir við skýr­ing­arnar

Eftir fund­inn voru margir þjón­ustu­full­trúar ósáttir við skýr­ingar for­stjór­ans, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni, þá sér­stak­lega um það af hverju engir aðrir starfs­menn húss­ins hafi þurft að taka á sig launa­lækk­un. 

Ákváðu því allir þjón­ustu­full­trúar sem sátu fund­inn að segja þegar upp störf­um, 15 tals­ins og nokkrir aðrir í kjöl­far­ið. „Meðal þeirra sem sögðu upp voru t.d. nokkrir búnir að vinna í Hörpu frá opnun og flestir með langan starfs­ald­ur, meðal ann­ars allir vakt­stjórar [...] Svan­hildur tal­aði um að á sínum tíma eða í sept­em­ber 2017, hefðu launa­lækk­anir þjón­ustu­full­trúa verið mildar aðgerðir sem væru hluti af sam­stilltu átaki um að rétta af fjár­hag Hörpu. Af þessu má sjá að ákveðið mis­ræmi er greini­lega í þeirri stað­hæf­ingu þar sem aðeins lægst laun­uðu starfs­menn húss­ins hafa tekið á sig beina launa­lækk­un,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Íslenska ríkið á 54 pró­sent í Hörpu en Reykja­vík­ur­borg 46 pró­sent.

Hér fyrir neðan má lesa yfir­lýs­ingu Hörpu í heild sinn­i. 

Yfirlýsing frá Hörpu

Þjón­ustu­full­trúum Hörpu var boðið til fundar með for­stjóra og fjár­mála­stjóra, yfir­manni tækni­s­viðs og skipu­leggj­anda vakta þeirra í dags­lok í gær og var til­efni fund­ar­ins umfjöllun fjöl­miðla um óánægju þeirra vegna launa­mála. Fund­ur­inn var yfir­veg­aður og hrein­skipt­inn. Farið var yfir allar stað­reyndir varð­andi laun for­stjóra, ýmis mál er snerta störf þjón­ustu­full­trúa rædd og hlustað á sjón­ar­mið allra sem kusu að tjá sig.

Rekstur Hörpu hefur verið þungur um ára­bil og á síð­asta ári gerðu eig­endur og stjórn skýra kröfu um að ráð­ist yrði í aðgerðir til að bæta rekst­ur­inn og draga úr tapi. Síð­ast­liðið sumar hófst end­ur­skoðun á öllum rekstr­ar­þáttum Hörpu og mun sú vinna standa yfir næstu miss­er­in. Aðgerðir til að bæta rekstur birt­ast með ýmsum hætti á mis­mun­andi starfs­sviðum Hörpu. 117 ein­stak­lingar eru á launa­skrá hjá Hörpu. Allir starfs­menn félags­ins, þjón­ustu­full­trúar sem aðr­ir, hafa lagt sitt lóð á vog­ar­skál­arnar með breyt­ingum á vinnu­fyr­ir­komu­lagi og kjörum en einnig með auknu vinnu­fram­lagi þar sem ekki er ráðið í laus störf og mönnun á mörgum sviðum minnkuð þar sem sem því hefur verið við kom­ið.

Hvað þjón­ustu­full­trúa varðar þá var eldri samn­ingum sagt upp sl. haust með fjög­urra mán­aða fyr­ir­vara. Var haft fullt sam­ráð við stétt­ar­fé­lag og trún­að­ar­mann starfs­manna í þessum ferli. Þjón­ustu­full­trúum bauðst nýr samn­ingur sem tók gildi um sl. ára­mót sem felur í sér 15% yfir­borgun frá kjara­samn­ingi og var þetta ein af fjöl­mörgum aðgerðum við að draga úr kostn­aði við við­burða­hald. Störf þjón­ustu­full­trúa eru unnin í tíma­vinnu og tengj­ast nán­ast ein­vörð­ungu við­burða­haldi í hús­inu. Lang­flestir sinna þessu sem hluta­starfi með námi og ein­kenn­ist ráðn­ing­ar­sam­bandið af miklum sveigj­an­leika hvað varðar tíma og vinnu sem innt er af hendi. Þvert á það sem kemur fram í yfir­lýs­ingu þjón­ustu­full­trúa var því aldrei haldið fram við þá eða aðra starfs­menn Hörpu að sömu aðgerðum yrði beitt á öllum svið­um, enda eru allir kostn­að­ar­þættir í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins til skoð­un­ar.

Þær fjöl­mörgu aðgerðir sem ýmist hafa verið settar af stað eða eru í vinnslu og er ætlað að stuðla að hag­ræð­ingu í rekstri Hörpu, tengj­ast langt í frá aðeins hag­ræð­ingu í launa­kostn­aði heldur einnig kostn­aði við rekstur fast­eign­ar, auk­inni tekju­öflun og fleiru. Þessar aðgerðir voru þegar farnar að skila árangri á síð­asta ári þegar rekstur Hörpu batn­aði á milli ára í fyrsta sinn; þær eru enn í fullum gangi og í því efni er allt til end­ur­skoð­unar líkt og kom ítrekað fram á fund­inum og eru það laun stjórn­enda ekki und­an­skil­in.

Á fund­inum var einnig farið yfir stað­reyndir er varða laun for­stjóra Hörpu líkt og yfir­lýs­ing stjórnar hefur rak­ið, þar sem fram kemur að þvert á frétta­flutn­ing í síð­ustu viku voru laun for­stjóra ekki hækkuð um 20% eftir 2 mán­uði í starfi heldur tók hann á sig tíma­bundna launa­lækkun til 1. júlí. Ástæður þessa eru að fyrsti úrskurður kjara­ráðs um laun for­stjóra Hörpu barst eftir að gengið hafði verið frá ráðn­ingu og gilti sá úrskurður þar til að breytt ákvæði laga um kjara­ráð tóku gildi. Laun for­stjóra Hörpu lækk­uðu því á síð­asta ári frá þeim for­sendum sem lágu til grund­vallar ráðn­ing­unni.

Harpa er gef­andi og góður vinnu­staður og telur sig greiða sam­keppn­is­hæf laun. Það er mjög leitt að sjá á eftir góðu fólki sem starfað hefur í Hörpu sem þjón­ustu­full­trúar til lengri eða skemmri tíma en telur sig ekki eiga sam­leið með fyr­ir­tæk­inu áfram, en 17 upp­sagnir hafa borist. Upp­sagn­ar­frestur er þrír mán­uðir og munu aðilar fara í fram­hald­inu yfir næstu skref. Fram­kvæmda­stjórn Hörpu virðir að sjálf­sögðu þessa ákvörðun þeirra þjón­ustu­full­trúa sem sagt hafa upp störfum og óskar þeim vel­farn­að­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent