Körlum á Íslandi fjölgar mun hraðar en konum

Í fyrra voru tveir af hverjum þremur útlendingum sem fluttu til landsins karlar. Alls eru tæplega sjö þúsund fleiri karlar en konur með búsetu í landinu og spár gera ráð fyrir að þeir verði orðnir allt að 14 þúsund fleiri eftir örfá ár.

Fjöldi erlendra karlmanna flytur til Íslands til að starfa í byggingaiðnaði.
Fjöldi erlendra karlmanna flytur til Íslands til að starfa í byggingaiðnaði.
Auglýsing

Körlum sem búa á Íslandi hefur fjölgað um 18.960 frá lokum árs 2011. Á sama tíma hefur konum fjölgað um 12.530 tals­ins. Körlum hefur því fjölgað umfram konur um 6.430 á rúmum sex árum og eru nú 177.600, en konur 170.850. Karlar eru því 6.750 fleiri en konur eins og er. Þetta má lesa út úr nýbirtum tölum Hag­stofu Íslands.

Þar kemur fram að hlut­fall karla hafi verið 50,2 pró­sent af heildar­í­búa­fjölda Íslands í lok árs 2011 en er nú um 51 pró­sent. Sam­kvæmt mann­fjölda­spá mun þessi þróun halda áfram næstu árin. Í byrjun árs 2022 munu karlar til að mynda verða orðnir 10.669 fleiri en konur sam­kvæmt mið­spá Hag­stofu Íslands og 13.599 fleiri sam­kvæmt háspá henn­ar.

Lang­flestir sem hingað koma eru karl­ar, enda mikil eft­ir­spurn eftir vinnu­afli í greinum þar sem þeir eru lík­legri til að starfa í, sér­stak­lega bygg­inga­iðn­að­i. Í fyrra fluttu 7.888 erlendir rík­is­borg­arar til lands­ins umfram brott­flutta. Þar af voru 5.309 karl­ar, sem þýðir að tveir karlar með erlent rík­is­fang fluttu til lands­ins fyrir hverja konu sem það gerði.

Erlendir rík­is­borg­arar gætu orðið 17 pró­sent lands­manna innan skamms

Í mann­fjölda­spánni, sem var birt í lok októ­ber 2017, mun aðfluttum umfram brott­flutta á Íslandi fjölga um 18.266 frá byrjun árs 2018 til 1. jan­úar 2021 sam­kvæmt mið­spá. Sam­kvæmt háspá mun þeim fjölga um 28.584 á tíma­bil­inu. Í þessum hópi eru nán­ast ein­vörð­ungu erlendir rík­is­borg­arar sem flytja til Íslands.

Auglýsing
Gangi þær spár eftir verða erlendir rík­is­borg­arar á Íslandi á bil­inu 55 til 65 þús­und 1. jan­úar 2021. Mann­fjölda­spáin gerir ráð fyrir því að fjöldi Íslend­inga verði 368-376 þús­und í byrjun árs 2021. Það þýðir að þeir verði 15-17 pró­sent þjóð­ar­innar eftir tvö og hálft ár. Í lok mars síð­ast­lið­ins voru þeir 11,2 pró­sent allra íbúa lands­ins.

Erlendum rík­is­borg­urum sem búa á Íslandi hefur fjölgað um 89 pró­sent frá lokum árs 2011. Þá bjuggu hér 20.930 slíkir en í lok mars síð­ast­lið­ins voru þeir 39.570. Á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2018 fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum sem búa á Íslandi um 2.880 tals­ins, sem er langt umfram það sem háspá Hag­stof­unnar gerði ráð fyrir að þeim myndi fjölga. Ef fjölg­unin verður jafn mikil á seinni þremur árs­fjórð­ungum árs­ins mun erlendum rík­is­borg­urum á Íslandi fjölga um 11.520 í ár. Háspá Hag­stof­unnar gerði ráð fyrir 5.912 manna aukn­ingu.

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent