Körlum á Íslandi fjölgar mun hraðar en konum

Í fyrra voru tveir af hverjum þremur útlendingum sem fluttu til landsins karlar. Alls eru tæplega sjö þúsund fleiri karlar en konur með búsetu í landinu og spár gera ráð fyrir að þeir verði orðnir allt að 14 þúsund fleiri eftir örfá ár.

Fjöldi erlendra karlmanna flytur til Íslands til að starfa í byggingaiðnaði.
Fjöldi erlendra karlmanna flytur til Íslands til að starfa í byggingaiðnaði.
Auglýsing

Körlum sem búa á Íslandi hefur fjölgað um 18.960 frá lokum árs 2011. Á sama tíma hefur konum fjölgað um 12.530 tals­ins. Körlum hefur því fjölgað umfram konur um 6.430 á rúmum sex árum og eru nú 177.600, en konur 170.850. Karlar eru því 6.750 fleiri en konur eins og er. Þetta má lesa út úr nýbirtum tölum Hag­stofu Íslands.

Þar kemur fram að hlut­fall karla hafi verið 50,2 pró­sent af heildar­í­búa­fjölda Íslands í lok árs 2011 en er nú um 51 pró­sent. Sam­kvæmt mann­fjölda­spá mun þessi þróun halda áfram næstu árin. Í byrjun árs 2022 munu karlar til að mynda verða orðnir 10.669 fleiri en konur sam­kvæmt mið­spá Hag­stofu Íslands og 13.599 fleiri sam­kvæmt háspá henn­ar.

Lang­flestir sem hingað koma eru karl­ar, enda mikil eft­ir­spurn eftir vinnu­afli í greinum þar sem þeir eru lík­legri til að starfa í, sér­stak­lega bygg­inga­iðn­að­i. Í fyrra fluttu 7.888 erlendir rík­is­borg­arar til lands­ins umfram brott­flutta. Þar af voru 5.309 karl­ar, sem þýðir að tveir karlar með erlent rík­is­fang fluttu til lands­ins fyrir hverja konu sem það gerði.

Erlendir rík­is­borg­arar gætu orðið 17 pró­sent lands­manna innan skamms

Í mann­fjölda­spánni, sem var birt í lok októ­ber 2017, mun aðfluttum umfram brott­flutta á Íslandi fjölga um 18.266 frá byrjun árs 2018 til 1. jan­úar 2021 sam­kvæmt mið­spá. Sam­kvæmt háspá mun þeim fjölga um 28.584 á tíma­bil­inu. Í þessum hópi eru nán­ast ein­vörð­ungu erlendir rík­is­borg­arar sem flytja til Íslands.

Auglýsing
Gangi þær spár eftir verða erlendir rík­is­borg­arar á Íslandi á bil­inu 55 til 65 þús­und 1. jan­úar 2021. Mann­fjölda­spáin gerir ráð fyrir því að fjöldi Íslend­inga verði 368-376 þús­und í byrjun árs 2021. Það þýðir að þeir verði 15-17 pró­sent þjóð­ar­innar eftir tvö og hálft ár. Í lok mars síð­ast­lið­ins voru þeir 11,2 pró­sent allra íbúa lands­ins.

Erlendum rík­is­borg­urum sem búa á Íslandi hefur fjölgað um 89 pró­sent frá lokum árs 2011. Þá bjuggu hér 20.930 slíkir en í lok mars síð­ast­lið­ins voru þeir 39.570. Á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2018 fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum sem búa á Íslandi um 2.880 tals­ins, sem er langt umfram það sem háspá Hag­stof­unnar gerði ráð fyrir að þeim myndi fjölga. Ef fjölg­unin verður jafn mikil á seinni þremur árs­fjórð­ungum árs­ins mun erlendum rík­is­borg­urum á Íslandi fjölga um 11.520 í ár. Háspá Hag­stof­unnar gerði ráð fyrir 5.912 manna aukn­ingu.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent