Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað aðstoðarmann sinn sem formann stjórnar Tryggingastofnunar ríkisins.
Arnar Þór Sævarsson verður stjórnarformaður stofnunarinnar en samkvæmt lögum um almannatryggingar skipar ráðherra fimm menn í stjórn, formann og varaformann og jafnmarga menn til vara.
Arnar, sem er lögfræðingur að mennt, var sveitarstjóri á Blönduósi áður en hann gekk til liðs við Ásmund í velferðarráðuneytinu í janúar á þessu ári. Hann var áður aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi formanns Framsóknarflokksins, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptamálaráðherra á árunum 2006 til 2007.
Með Arnari í stjórn Tryggingarstofnunar eru:
Ásta Möller, varaformaður
Elsa Lára Arnardóttir
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
Sigursteinn Másson
Í varastjórn eru:
Ingibjörg Isaksen
Petrea Ingibjörg Jónsdóttir
Jóhann Friðrik Friðiksson
Bergþór Heimir Þórðarson
Guðbjörg Sveinsdóttir