Frjósemi aldrei verið minni á Íslandi

Frjósemi kvenna á Íslandi árið 2017 var 1,71 en yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið.

Barn
Auglýsing

Frjó­semi íslenskra kvenna árið 2017 var 1,71 barn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei farið lægra frá því að mæl­ingar hófust árið 1853. Árið 2016 var frjó­semi 1,75 en það er næst lægsta frjó­semi sem mælst hefur hér á landi. Und­an­far­inn ára­tug hefur frjó­semi á Íslandi verið rétt um tvö börn á ævi hverrar konu.

Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unn­ar.

Árið 2017 fædd­ust 4.071 barn á Íslandi, sem er fjölgun frá árinu 2016 þegar 4.034 börn fædd­ust. Alls fædd­ust 2.112 drengir og 1.959 stúlkur en það jafn­gildir 1.078 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlk­um.

Helsti mæli­kvarði á frjó­semi er fjöldi lif­andi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfir­leitt er miðað við að frjó­semi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að við­halda mann­fjöld­anum til lengri tíma lit­ið. 

Auglýsing

Með­al­aldur mæðra hækkar

Í frétt­inni kemur enn fremur fram að frjó­semi á Íslandi hafi verið með því mesta sem þekk­ist í Evr­ópu á síð­ustu árum en árið 2016 hafi frjó­semi verið undir tveimur í öllum löndum Evr­ópu­sam­bands­ins. Frjó­semi var að með­al­tali 1,6 í 28 löndum Evr­ópu­sam­bands­ins árið 2016, mest var hún í Frakk­landi eða 1,92. Síð­ustu ár hefur fæð­ing­ar­tíðni innan álf­unnar verið lægst í löndum Suð­ur­-­Evr­ópu og er árið 2016 engin und­an­tekn­ing, en fæð­ing­ar­tíðni var 1,34 á Spáni og Ítalíu og 1,36 í Portú­gal.

Með­al­aldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síð­ustu ára­tugi og eign­ast konur nú sitt fyrsta barn síðar á ævinni en áður var. Frá byrjun sjö­unda ára­tug­ar­ins og fram yfir 1980 var með­al­aldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda ára­tug­inn hefur með­al­ald­ur­inn hækkað og var 27,8 ár í fyrra. Algeng­asti barn­eigna­ald­ur­inn er á milli 25 til 29 ára. Á þessu ald­urs­bili fædd­ust 108 börn á hverjar 1.000 konur í fyrra. 

Fæð­ing­ar­tíðni mæðra undir tví­tugu í fyrra var 5,9 börn á hverjar 1.000 kon­ur. Það er afar lágt miðað við þegar hún fór hæst á ára­bil­inu 1961 til 1965 en þá fædd­ust 84 börn á hverjar 1.000 konur undir tví­tugu. Til sam­an­burðar var með­al­aldur frumbyrja 29 ár í 28 löndum Evr­ópu­sam­bands­ins árið 2016, yngstar voru frumbyrjur í Búlgaríu eða 26 ára en elstar á Ítalíu eða 31 árs.

Tæp­lega 30% barna fæð­ast innan hjóna­bands 

Árið 2017 fædd­ust 28,8 pró­sent barna á Íslandi í hjóna­bandi. Rúm­lega 56 pró­sent barna fædd­ust í óvígðri sam­búð og 14,8 pró­sent fædd­ust því utan sam­búðar eða hjóna­bands. Af 28 löndum Evr­ópu­sam­bands­ins fæð­ast um 40 pró­sent barna utan hjóna­bands. Næstó­lík­leg­ast, á eftir Íslandi, er að börn fæð­ist innan hjóna­bands í Frakk­landi, eða 59,7 pró­sent, Sló­veníu og Búlgar­íu, 58,6 pró­sent. Til sam­an­burðar fæð­ast varla börn utan hjóna­bands í Tyrk­landi, eða 2,9 pró­sent, og það sama má segja um Grikk­land eða 9,4 pró­sent.

Börkur Smári Kristinsson
Á ég að gera það?
Kjarninn 9. desember 2018
Karolina Fund: Ljótu kartöflurnar
Viðar Reynisson stofnaði ljótu kartöflurnar. Hann safnar nú fyrir pökkunarvél til að gera pakkað þeim í neytendavænni umbúðir.
Kjarninn 9. desember 2018
Bjarni Jónsson
Á að afhjúpa jólasveinana – eða gæta friðhelgi þeirra?
Leslistinn 9. desember 2018
„Þau sem stjórna þessu landi vilja taka sér langt og gott jólafrí“
Formaður Eflingar segir að tíminn til viðræðna um boðlega lausn á kjaradeilum hafi ekki verið vel nýttur undanfarin misseri. Hún telur íslenska verkalýðsbaráttu hafa verið staðnaða árum saman.
Kjarninn 9. desember 2018
Segir Sigmund Davíð vera á meðal þeirra sem þögðu
Þingmaður Miðflokksins segist gera greinarmun á þeim sem töluðu á Klaustursbarnum og þeim sem þögðu án þess að grípa inn í níðingstalið. Hann telur formann flokksins vera á meðal þeirra sem þögðu.
Kjarninn 9. desember 2018
Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir konur
Árið 2017 bárust lögreglunni á Íslandi 870 tilkynningar um heimilisofbeldi. Sama ár voru 50.000 konur myrtar í heiminum af maka sínum eða fjölskyldumeðlim. Á síðustu 15 árum var helmingur þeirra manndrápa sem framin voru á Íslandi tengd heimilisofbeldi.
Kjarninn 9. desember 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Vísindin efla alla dáð
Kjarninn 9. desember 2018
Frederik Skøt og Toke Suhr.
Morðtól í tómstundabúð
Þegar tveir ungir menn, Toke Suhr og Frederik Skøt, opnuðu verslun í Kaupmannahöfn, fyrir tveim árum, grunaði þá ekki að vörur sem þeir hefðu til sölu yrðu notaðar til árása og manndrápa í Írak.
Kjarninn 9. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent