Tæplega hálfur milljaður er útistandandi í sektir vegna umferðarlagabrota samtals frá árunum 2015 til 2018 eða 465.678.317 krónur. Eldri ógreiddar sektir eru tæplega 188 milljónir króna.
Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar um innheimtu sekta vegna umferðarlagabrota erlendra ferðamanna.
Í svari segir að sektir vegna umferðarlagabrota séu hvorki flokkaðar eftir ríkisfangi né tegundum brota. Því er ekki hægt að svara spurningunni um hver álögð fjárhæð sekta vegna umferðarlagabrota erlendra ferðamanna var á þessum árum, niðurbrotið á helstu flokka slíkra sekta.
Innheimtuhlutfallið á þessu ári er 62,69 prósent en hefur á síðustu þremur árum verið um 80 til 90 prósent. Sektir fyrri ára hafa innheimtuhlutfallið 97,66 prósent.
Dráttarvextir falla ekki á sektir og ekki heldur annar útlagður kostnaður. Gert er ráð fyrir að eitt ársverk fari í innheimtu hjá embætti lögreglustjórans á Vesturlandi, en samningar eru í gildi um innheimtu sekta og sakarkostnaðar milli Norðurlandanna og fer einn starfsmaður Innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar með þau verkefni auk annarra verkefna.