Hraðbankaeigandi vill að stjórnvöld bíði í tvö ár með að regluvæða rafmyntamarkaðinn

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem er ætlað að koma í veg fyrir peningaþvætti með notkun rafmynta á Íslandi. Hún telur að það liggi á að færa sýndarfjárviðskipti undir lög strax til að koma í veg fyrir þetta. Fyrirtæki í iðnaðinum eru ósammála.

bitcoin
Auglýsing

Jason Scott, eig­andi og stjórn­andi fyr­ir­tæk­is­ins Icetor ehf., sem á og rekur fyrsta bitcoin-hrað­bank­ann sem settur hefur verið upp á Íslandi, vill að íslensk stjórn­völd bíði með það í tvö ár að reglu­væða með nokkrum hætti starfs­um­hverfi staf­rænna raf­mynta og sýnd­ar­fjár á borð við bitcoin. Þess í stað leggur Scott, sem opn­aði bitcoin-hrað­bank­ann sinn hér­lendis í vor, til að nán­ara sam­tal eigi sér stað milli raf­mynta­iðn­að­ar­ins, sem er í miklum vexti á Íslandi, og lög­gjafans. Hann varar við því að strangar reglur muni gera það að verkum að iðn­að­ur­inn muni leita til ann­arra landa þar sem reglu­verkið er hag­stæð­ara. Nefnir hann Möltu, Eist­land og Sviss sem dæmi um slík lönd.

Þá fer Scott fram á að settur verði veltu­þrösk­uldur og þau fyr­ir­tæki sem fari ekki yfir hann þurfi ekki að gang­ast undir sams­konar upp­lýs­inga­skyldu og þau sem stærri eru.

Þetta kemur fram í umsögn Scott um frum­varp Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra um að breyta lögum um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka með þeim hætti að þjón­ustu­veit­endur þeirra sem stunda við­skipti og fyr­ir­huguð við­skipti með raf­eyri og sýnd­ar­fjár verði gert skylt að til­kynna grun um pen­inga­þvætti eða fjár­mögnun hryðju­verka til lög­reglu. Þá þurfa þeir sem þjón­usta raf­myntir og sýnd­arfé að vera skrán­ing­ar­skyldir aðilar hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og verða þá um leið eft­ir­lits­skyldur aðili.

Auglýsing

Liggur á að breyta lög­unum

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins seg­ir: „Sýnd­ar­fjár­við­skipti fara fram utan hins hefð­bundna fjár­mála­kerfis og geta aðilar sem stunda pen­inga­þvætti, hryðju­verka­sam­tök eða hópar með auð­veldum hætti milli­fært fjár­muni yfir landa­mæri eða innan sýnd­ar­fjár­mark­að­ar­ins nafn­laust og án þess að færslur þeirra sæti athug­un. Til að stemma stigu við refsi­verðri starf­semi sem kann að þríf­ast í skjóli þess nafn­leysis sem fylgir sýnd­ar­fjár­við­skiptum er nauð­syn­legt að útvíkka gild­is­svið lag­anna svo að fram­an­greindir þjón­ustu­veit­endur falli undir lög­in.“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til að lög um peningaþvætti nái yfir þjónustuaðila rafmynta. MYND: Bára Huld BeckHætt sé við því að verði slík starf­semi látin óátalin þar til ný heild­ar­lög um pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, sem leggja á fram í haust, verði sam­þykkt muni margir aðilar sjá sér hag í því að koma upp slíkri starf­semi áður en það frum­varp nái fram að ganga og geti starfað eft­ir­lits­laust í marga mán­uði. „Reynslan sýnir að fjölgun þjón­ustu­veit­enda sýnd­ar­fjár er hröð. Á heims­vísu voru hrað­bankar fyrir sýnd­arfé sam­tals 951 þann 1. jan­úar 2017, 2.048 þann 1. jan­úar 2018 og 2.534 þann 20. mars 2018. Það er því mik­il­vægt að bregð­ast við með skjótum hætti og gera þessa þjón­ustu­veit­endur til­kynn­ing­ar- og eft­ir­lits­skylda.“

Bæði Seðla­banki Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið styðja frum­varpið og leggja áherslu að það verði sam­þykkt.

Fleiri hags­muna­að­ila skil­uðu inn umsóknum

Fleiri en Scott hafa skilað inn umsögn um frum­varp­ið. Þar á meðal Raf­myntra­ráð, sem gerir ýmis­konar athuga­semdir við frum­varpið og fram­setn­ingu dóms­mála­ráð­herra við kynn­ingu á því. Í umsögn ráðs­ins segir m.a.: „Sam­kvæmt Europol eru sjálfsalar sem sýsla með bæði sýnd­arfé og reiðufé helsta áskor­unin innan sýnd­ar­fjár­geirans þegar kemur að pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka­starf­semi. Við viljum þó benda á að ekki þarf að beita bláköldu banni á slíkar sjálfsala­þjón­ust­ur, þar sem hægt er að beita tækni sem passar upp á að þess­ari lög­gjöf sé fylgt. Til dæmis ættu sjálfsalar sem taka við debit og kredit­kortum að sitja við annað borð en sjálfsalar sem taka við reiðu­fé, þar sem um ræðir raf­eyrir sem er gefin út af eft­ir­lits­skyldum stofn­un­um, sem hafa þá þegar sinnt athugun á pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka.“

Fyr­ir­tækið Skipti­mynt ehf., sem rekur skipti­markað þar sem við­skipta­vinum gefst kostur á að eiga við­skipti með raf­myntir með því að setja inn sölu- og kauptil­boð, sendi einnig inn umsögn. Það gerir athuga­semdir við afleið­ingar frum­varps­ins fyrir sig í ljósi þess að fyr­ir­tækið tekur ekki við reiðufé heldur ein­ungis milli­færslum í íslenskum krónum úr bönk­um, þar sem pen­inga­þvætt­is­at­hugun hefur þegar farið fram. „Helst ætti lög­gjaf­inn að reyna að skapa lag­ara­mma sem er hlið­hollur raf­mynta- og blockchain tækn­inni. Skýra ætti hvernig greiða eigi skatta af hagn­aði vegna við­skipta með raf­mynt­ir. Hvernig eigi að greiða skatta af hag­aði vegna námu­graftrar raf­mynta. Skýra hvenær frum­út­gáfa raf­mynta (Ini­tial Coin Offer­ing, ICO) falli undir verð­bréfa­út­gáfu og lög um verð­bréfa­við­skipti og hvenær um er að ræða staf­ræn auð­kenni (Utility token). Tryggja með laga­setn­ingu rétt raf­mynta­fyr­ir­tækja til að njóta banka­þjón­ustu, þannig að bankar geti ekki lokað ein­hliða á banka­við­skipti við raf­mynta- og blockchain fyr­ir­tæki, sem með­höndla ekki reiðu­fé. Í fram­haldi af slíkri heild­stæðri laga­setn­ing á þessu sviði munu erlend stór­fyr­ir­tæki á sviði raf­mynta og blockchain leit­ast við að finna stað fyrir höf­uð­stöðvar sínar á Íslandi, þar sem lög­gjöf væri til stað­ar, væri skýr og ekki letj­and­i.“

Skipti­mynt ehf. segir að laga­breyt­ing­in, sem felur meðal ann­ars í sér að fyr­ir­tæki á raf­mynt­ar­mark­aði þurfi að taka þátt í að greiða kostnað við opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi, muni stefna efna­hag fyr­ir­tæk­is­ins í voða, en velta þess var undir tveimur millj­ónum króna í fyrra og eng­inn sem kemur að fyr­ir­tæk­inu fékk greidd laun á því ári. Það mælist til þess í umsögn sinni að „ein­hver aðlögun verði á þessu gjaldi og að sprota- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem hafa veltu undir ákv. við­mið­um, tekjur undir ákv. við­mið­um, hagnað undir ákv. við­miðum eða fjölda starfs­manna undir ákv. við­miðum verði und­an­skildir þess­ari gjald­heimt­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent